sunnudagur, febrúar 04, 2007

Þjóðverji í dag

Já ég er sko þjóðverji í dag, og er stolt af því!! Heimsmeistarar í handbolta, ég sagði það allan tímann, Heimir veðjaði hinsvegar á Króata. Hann varð að kyngja því ásamt einu öðru í dag :) Mikið er ég búin að hlæja.

Við fórum í Fiskitorvuna í dag og þar er bangsakassi. Þið vitið, maður setur pening og reynir svo að veiða bangsa með svona kló. Jæja við Ingibjörg stoppum báðar við kassann og ég segi við Heimi að koma með pening og reyna að klófesta einn. Hann hélt nú ekki! Hann hefði nú oft prófað svona og aldrei unnið neitt, hann hefði ALDEI séð neinn ná bangsa, þeir væru allir fastir og þar fram eftir götunum. En til að gera langa sögu stutta, þá náði ég í bangsa í fyrstu tilraun!! :) Ég ætlaði að urlast úr hlátri! Hann átti ekki til eitt aukatekið orð yfir því hvað ég væri nú heppin :)

Hann Hermann er 35 ára í dag. Elsku Hermann til lukku með daginn :) Í gær átti hins vegar hún Hrafnhildur, verðandi mágkona mín afmæli. Hrafnhildur er gjörsamlega búin að bjarga Danmerkurdvöl minni og ég er búin að banna þeim að fara heim næstu 5 árin! :)

Ég er með harðsperrur í handleggjunum eftir diskana í gær.

- Gullkorn dagsins:
Allt er í heiminum hverfult.
(Jónas Hallgrímsson)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home