sunnudagur, febrúar 11, 2007

Komin aftur

Kannski er bloggandinn bara kominn yfir mig aftur. Sjáum til :)

Alveg gerðu danir stórt í buxurnar í gærkvöldi þegar þeir kusu Drama Queen (klæðskipting) áfram í Eurovision! Ég bara á ekki til eitt aukatekið orð!! Ég hélt að óperugaurinn myndi taka þetta. Skil þetta ekki.

Var að horfa á öll Eurovision lögin sem eru heima. Ég er búin að taka þá ákvörðun að Eiki sé minn maður og fái mitt atkvæði, svei mér þá, held að hann sé sá sem geti komið okkur eitthvað áfram, ef það er hægt *hóst*

Annars er ég alveg miður mín yfir Breiðavíkur málinu. Hver er það ekki. Horfði á alla Kastljós þættina í síðustu viku og grét úr mér augun. Þetta er hryllilegt. Mikið óskaplega finn ég til með þessum mönnum. Og almáttugur, þessi staður er gjörsamlega á hjara veraldar. Hugsið ykkur að vera 10 ára barn og vera skilið eftir þarna? En mikið finnst mér skrítið að stjórnvöld geti ekki drullast til að biðjast afsökunar! Hvað er málið. Þarf nefnd til að ákveða hvort eigi að biðjast afsökunar?

En það er Þýskaland um næstu helgi. Förum á föstudaginn og komum heim á sunnudag. Hlakka mikið til. Tökum lest til Puttgarden og þangað koma Líana og Mirja að sækja okkur og þaðan brunum við svo til Heiligenhafen. Udo maðurinn hennar Líönu er þaðan og eru þau með hús þar á leigu allt árið um kring. Að vísu er þetta svolítill spölur fyrir þau að fara, eða um 8 klst að keyra. En þarna býr líka Lísa frænka (systir ömmu) svo þetta verður bara hálfgert ættarmót :) Heiligenhafen er alveg óskaplega fallegur bær, síðast kom ég þarna þegar ég var 14 ára og verður gaman að koma núna eftir svona langann tíma. Oooo hvað ég er spennt :)

Jæja, klukkan er orðin hálf 1 hér á þessum bæ. Ætla í rúmið, góða nótt.

-Gullkorn dagsins:
Setjið örn í búr og hann mun bíta í rimlana hvort sem
þeir eru úr járni eða gulli.
(Henrik Ibsen)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home