Leti, leti, leti
Þið verðið bara að fyrirgefa þessa leti í mér! Ég er bara ekki í neinu bloggstuði þessa dagana. Annars er bara allt gott að frétta. Komið almennilegt veður :) Snjórinn setti allt úr skorðum hérna og komst Heimir ekki í skólann hvorki á fimmtudag né föstudag. Alveg ótrúlegt, strætó bara gengur ekki í snjónum. Þetta var nú samt ekki mikið í okkar augum, en gaman samt að sjá smá skafla hér og þar :)
Hannibal frændi Heimis er fluttur hingað til Köben frá Horsens. Við fengum fjölskylduna í kaffi á laugardaginn, en hann og Hrafnhildur eiga lítinn gutta sem verður eins árs núna í mars. Það var ægilega gaman að hitta þau loksins almennilega. Hittumst síðast þegar ég var kasólétt í ágúst 2005 :)
Rut kemur á morgun til okkar og förum við Ingibjörg út á völl í hádeginu. Það verður gaman að fá hana.
Jæja, ætlaði bara rétt að láta vita af mér. Klukkan er orðin margt svo ég ætla að koma mér í bælið.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home