Finnst alveg ótrúlegt að ég skuli vera að fara til Þýskalands á morgun. Og enn merkilegra finnst mér að þurfa ekki að vakna fyrir allar aldir og koma mér út á völl og eyða um 50. 000 kalli í flug. Nú er það bara Hovedbanen að hádegi, tekin lest og kostar aðeins nokkrar krónur :) Já þetta er einn kosturinn við að búa ekki á Íslandi, ekkert mál að bregða sér til annarra landa án þess að fara á hausinn! Ég ætla að reyna að njóta þess á meðan ég dvel hér.
Ég er búin að gulltryggja rauðhærða vini mínum Eiríki Hauks mitt atkvæði.
Spjallaði lengi við Sigurlaugu í dag á msn-inu. Við erum búnar að plana hádegismat á Fridays, fimmtudaginn 15. mars. Semsagt nákvæmlega eftir mánuð :) Hlakka til. Nú svo ætla ég að hitta hana Helenu sem ég var að vinna með á Austurbakka og helst að kíkja á Holtsgötuna ásamt fleiru.
Annars er ég svona næstum búin að pakka okkur niður og verður restin bara kláruð í fyrramálið. Hlakka mikið til að hitta Líönu og Mirju. Ohh hvað þetta verður skemmtileg helgi! Vonandi eigi þið líka góða helgi í vændum og heyrumst aftur eftir helgi. Held alveg örugglega að ég verð ekki nettengd yfir helgina.
- Gullkorn dagsins:
Úr þessu forna grjóti
reistu sumir musteri
og aðrir kauphöll.
(Gunnar Dal)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home