mánudagur, febrúar 05, 2007

To the Zoo

Við fórum í dýragarðinn í dag. Loksins. Ég vissi að ég ætti að hætta að tala alltaf um það því að þá myndum við fara :) Auðvitað var æðislegt þarna að vanda, elska að fara í dýragarða og ekki skemmir heldur að Ingibjörg ræður sér varla fyrir kæti. Hún hvæsir á móti ljónunum, öskrar á apana, baular á nautin og skellihlær svo af mörgæsunum :) Alveg frábært að fylgjast með henni.

Rut frænka hringdi í dag. Hún er að hugsa um að skella sér hingað til okkar á næstunni. Heyri vonandi í henni á morgun til að vita nákvæmlega hvernig þetta verður. Það væri gaman að fá hana.

Ætla að fara með Hrafnhildi í Fields í fyrramálið. Nú og svo er vinna á morgun :) Hlakka til.

- Gullkorn dagsins:
Menn skildu ekki stinga fingrum í kvörn Guðs. Hún malar hægt - en smátt. Þangað eiga fingur manna ekkert erindi.
(Sigurður Hoel)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home