miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Vetur konungur

heilsaði okkur í morgun þegar við vöknuðum. Og það er sko búið að snjóa í allann dag. Ekta vetrarveður, hefði mátt vera um jólin :) Reyndar er veðurspáin svona fram yfir helgi held ég. Það verður samt vonandi ágætis veður í næstu viku þar sem ég geri ráð fyrir að við Rut verðum úti á búðarrandi :)

Ég át engar bollur á bolludaginn. Ætlaði að fá bollu uppskriftina hjá mömmu og baka núna í vikunni en ég er bara að hugsa um að bíða með það. Fæ frekar mömmu til að baka þegar ég kem heim :) Miklu þægilegra :)

Í fyrrinótt vaknaði ég upp með andfælum, en mig dreymdi að ég hefði eignast litla stúlku. Þetta var svo raunverulegt að ég snéri mér á alla kanta í rúminu að leita að litla barninu. Og fæðingin tók ekki nema einn og hálfan tíma!! Eitthvað annað en þegar Ingibjörg kom í heiminn :) Best að taka það samt fram að ég er ekki ólétt :)

Hlustaði á Bylgjuna í morgun en ég hef ekki hlustað á hana síðan fyrir jól. Mér heyrðist á öllu að Heimir og Sirrý séu hætt með Ísland í bítið, heitir núna Bylgjan í bítið, ef ég man rétt. Af hverju ætli það sé? Hvað er þá á Stöð 2 á þessum tíma? Ég kveikti alltaf á þessum þætti á morgnanna og horfði á með öðru auganu, meðan ég tók mig til í vinnuna. Myndi sakna hans.

Desperate Housewifes í kvöld. Heimir sá auglýsingu um að Lost þriðja serían sé að fara að byrja í vikunni. Nú er bara að finna út á hvaða stöð það er. Jii hvað ég hlakka til! Hrikalega spennandi þættir. Hlakka til að sjá doktorinn aftur :)

- Gullkorn gærdagsins:
Maður getur misst hæfileikann til að hlæja; en Guð varðveiti hvern mann frá því að glata hæfileikanum til að brosa.
(Sören Kirkegaard)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home