Hehmmm
Mér er ekki viðbjargandi í þessum bloggmálum, vonum samt að þetta sé að koma hjá mér. Júlía spurði hvort ég ætlaði í 6 vikna bloggpásu, ég íhugaði það en fannst það frekar langur tími í pásu.
En jamm við mæðgur erum búnar að vera á landinu í viku. Höfðum það ægilega gott fyrir sunnan, lifðum eins og prinsessur í Hafnarfirðinum og var ýmislegt brallað. Það var stíf dagskrá á hverjum degi og náðum við að hitta marga. Heim í heiðardalinn komum við svo á sunnudagskvöld. Alltaf jafn yndislegt að koma heim.
Annars var ég að koma af leiksýningu. Jájá, maður er menningarlegur hér fyrir austan :) Amma og afi buðu mér á leikritið Krummaskuð sem leikfélag VA setti upp. Ferlega skemmtilegt. Gaman að sjá þessa krakka, ég að vísu þekkti varla helminginn fyrr en ég fékk smá öpdeit. Finnst ég orðin virkilega gömul þegar ég þarf að vita hverjir foreldrarnir eru svo ég fatti :) Man hvað mér þótti ógeðslega hallærislegt þegar fólk spurði “Hverra manna ert þú, vinan?” Ég reyni að orða þetta öðruvísi eða bíð eftir að manneskjan er farin til að snúa mér þá að næsta manni og spyrja.
Heimi dauðleiðist einum í Danaveldinu. Skiljanlega. En það styttist nú óðum í að hann komi. Þá verður gaman.
Pantaði mér tíma í klippingu hjá Önnu Kristínu á fimmtudaginn eftir viku. Hlakka mikið til, hef ekki farið síðan í byrjun desember. Jiii hvað það verður kærkomið.
Er komin upp í rúm, ætla að lesa smá áður en ég sofna. Er að lesa um hana Rögnu Aðalsteinsdóttur á Laugabóli. Ýmislegt sem hún hefur reynt blessunin, mæli með henni.
Góða nótt.
Mér er ekki viðbjargandi í þessum bloggmálum, vonum samt að þetta sé að koma hjá mér. Júlía spurði hvort ég ætlaði í 6 vikna bloggpásu, ég íhugaði það en fannst það frekar langur tími í pásu.
En jamm við mæðgur erum búnar að vera á landinu í viku. Höfðum það ægilega gott fyrir sunnan, lifðum eins og prinsessur í Hafnarfirðinum og var ýmislegt brallað. Það var stíf dagskrá á hverjum degi og náðum við að hitta marga. Heim í heiðardalinn komum við svo á sunnudagskvöld. Alltaf jafn yndislegt að koma heim.
Annars var ég að koma af leiksýningu. Jájá, maður er menningarlegur hér fyrir austan :) Amma og afi buðu mér á leikritið Krummaskuð sem leikfélag VA setti upp. Ferlega skemmtilegt. Gaman að sjá þessa krakka, ég að vísu þekkti varla helminginn fyrr en ég fékk smá öpdeit. Finnst ég orðin virkilega gömul þegar ég þarf að vita hverjir foreldrarnir eru svo ég fatti :) Man hvað mér þótti ógeðslega hallærislegt þegar fólk spurði “Hverra manna ert þú, vinan?” Ég reyni að orða þetta öðruvísi eða bíð eftir að manneskjan er farin til að snúa mér þá að næsta manni og spyrja.
Heimi dauðleiðist einum í Danaveldinu. Skiljanlega. En það styttist nú óðum í að hann komi. Þá verður gaman.
Pantaði mér tíma í klippingu hjá Önnu Kristínu á fimmtudaginn eftir viku. Hlakka mikið til, hef ekki farið síðan í byrjun desember. Jiii hvað það verður kærkomið.
Er komin upp í rúm, ætla að lesa smá áður en ég sofna. Er að lesa um hana Rögnu Aðalsteinsdóttur á Laugabóli. Ýmislegt sem hún hefur reynt blessunin, mæli með henni.
Góða nótt.


0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home