sunnudagur, mars 04, 2007

Hvítlaukurinn...

Ég anga af hvítlaukslykt! Svo mikið að ég á bágt ef ég er ekki með eitthvað upp í mér. Meiri viðbjóðurinn. Get samt engum kennt um nema sjálfri mér, því ég smurði vel af hvítlauksolíunni á pizzuna. Já við Rut enduðum semsagt ferðina á Strikinu á Mama Rosa :)

Það var algjört draumaveður í dag, vor í loftinu og sól og blíða. Ekki verið svona heitt lengi. Mjög gaman að rölta Strikið og skoða fólkið. Elska að horfa á fólk og velta því fyrir mér. þetta eru búnir að vera góðir dagar með frænku, hún fór í dag. Vonandi verður þetta árlegt hjá henni á meðan við erum hér.

Var viss um að dóttirin myndi mótmæla hástöfum þegar hún fór að sofa í kvöld í sínu herbergi. (Hún svaf nefnilega inni hjá okkur á meðan Rut var, og vildi bara alls ekki sofna í rúminu sínu og var ekki heldur á því að vera flutt þangað eftir að hafa sofnað uppi í rúmi hjá okkur.) En annað kom nú á daginn. Ég las tvær bækur fyrir hana og skyldi hana svo eftir með náttljósið og bók og svo heyrðist ekki meir. Einstaklega gott barn :) En svo er aftur á móti spurning hversu lengi hún sefur þarna í nótt :)

Talaði við Heiðu áðan og hún sagði mér að Eiki Hauks hefði mætt á Showið á Broadway. Sagði mér jafnframt að hann væri hræðilega ljótur svona augliti til auglitis. Ég eiginlega vissi það. Mig langar samt að strjúka yfir hárið hans aftur. Langar að "finna" það! Verð að viðurkenna það að ég er farin að hafa miklar áhyggjur af því hvernig hann verður á sviðinu í Finnlandi. Í alvöru. Er að spá í hvort ég ætti að maila á hann og benda honum á góða djúpnæringu. Gera honum grein fyrir því að það er alls ekki fallegt að standa eins og illa reytt hæna (hani) á sviðinu. Sé til.

Er að borða páskaegg. Er búin með tvö af þremur sem mamma sendi með Rut. Fyrri málshátturinn var: Einum þykir dauflegt saman, og seinni: Enginn hefur sviða í annars sári. Elska málshætti og hlakka til Páskana.

Eftir tvær vikur verð ég komin HEIM í heiðardalinn!! Get ekki líst því hvað mig hlakkar til. Hlakka sérstaklega til að hitta ömmu og afa.

- Gullkorn dagsins:
Ég hef ætíð verið þeirrar skoðunar að sérhvert okkar geti gert eitthvað svolítið til að útríma örlitlu af eymd úr heiminum.
(Albert Schweitzer)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home