þriðjudagur, mars 13, 2007

Jæja...

Best að láta aðeins vita af sér. Nú styttist óðum í ferðina heim. Lendum klukkan 15:30. Allt orðið ready, bara smotterí eftir. Held ég sé svona nokkurn veginn í góðum málum í kílóafjöldanum, er auðvitað með meira en 20 kg, en þetta eru engin 110 kg eins og þegar við komum út :) vandaði mig afar vel þegar ég pakkaði niður og reyndi að gera þetta mjög skynsamlega.

Annars er búið að vera þvílíkt gott veður hér síðustu daga. Vorið er komið. Meira að segja komin svona útlandalykt í loftið en það hefur ekki verið í allan vetur. það verður sjálfsagt komið sumar þegar við Ingibjörg komum aftur, í lok apríl. Hlakka til að fara að borða kirsuber.

Segjum þetta gott í bili, kem svo aftur sterk inn frá Íslandi :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home