þriðjudagur, mars 06, 2007

Meiri egg

Sýnist á öllu að páskaeggjaátið mitt hafi farið fyrir brjóstið á sumum :) Ætla að leiðrétta það strax að ég er ekki að gúffa í mig páskaeggjum númer 5 eða 6, nei ég er að borða þessi litlu númer 1, þessi sem eru í álpappírnum. Bara svona til að friða ykkur :) Mér finnst allt í lagi að borða þau fyrir Páska, en ég færi ekki að borða stóru eggin. Alveg satt. En við Ingibjörg átum 3ja og síðasta eggið í sameiningu, málshátturinn sem við fengum var: Vitið er verði betra. Ætli ég borði nokkuð fleiri fyrr en um Páskana... og þá STÓR :)

Annars er ég búin að halda Ingibjörgu inni í gær og í dag. Hún byrjaði að hnerra og hnerra í gærmorgun og fékk þvílíka nefrennslið. Hún er samt hressari í dag svo þetta hlýtur að vera á uppleið. Ætla rétt að vona að hún fari ekki að verða lasin svona rétt fyrir brottför!!

Er að fara að vinna um helgina. Bæði laugardag og sunnudag. Aldeilis fínt, hlakka til. Styttir biðina til Íslands :)

- Gullkorn dagsins:
Þó á þér skíni útlensk dragtin,
yfirlætis og visku praktin,
trú þú mér að minnkar maktin,
af möðkunum þá snæðist.
Hold er mold hverju sem þú klæðist.
(Hallgrímur Pétursson)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home