sunnudagur, apríl 15, 2007

Af lestri og glápi

Júlía var svo ægilega ánægð með að hafa loksins fengið blogg frá mér að ég ákvað að gleðja hana aftur í dag :)

Er búin að horfa á alla Grey’s þættina sem hjónin í Hafnarfirði sendu mér. Nú er ég orðin samferða þáttunum hér heima. Passlegt þar sem ég er nú að fara og þeir að fara í pásu.
Þetta eru sko í einu orði sagt magnaðir þættir! Maður verður alveg húkt á þeim, þegar maður á marga þætti til að horfa á í röð, þá fer manni að dreyma þá og svona skemmtilegt :)

Núna er ég að lesa bókina eftir Margréti Frímanns. Fínasta bók, svolítið mikil pólítík en það kom nú svo sem ekkert á
óvart :) ég virðist þó ætla að komast í gegnum þann kafla.
Er enn að hugsa um hana Rögnu á Laugabóli eftir að ég las hana. Rosalegt hvað aumingja konan hefur gengið í gegnum. Maður skilur bara ekki svona.

Mikið var ég nú ánægð með úrslitin í X-factor. Færeyingurinn var auðvitað bara flottur. Held að það sé alveg á hreinu að ég á eftir að kaupa mér diskinn hans. Finnst yndislegt að heyra hann taka vinningslagið, heyrist svona nettur hreimur í sumum orðunum :) Bara sætt.

En jæja, ætlaði bara rétt að gleðja vinkonu mína. Ætla í bælið að lesa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home