fimmtudagur, apríl 05, 2007

Gleðilega páska

Skírdagurinn að kveldi kominn og styttist aldeilis í páskaeggin.

Við skötuhjú vorum að koma heim. Við skelltum okkur í gær upp í bústað og sváfum eina nótt. Alein! Ingibjörg var í góðu yfirlæti hjá ömmu sinni og afa. Alveg var þetta yndislegt. Í gær var sól og blíða, en í morgun þegar við vöknuðum var hvít jörð og snjókoma. Rosalega fallegt og mikil friðsæld. Elska það alveg hreint að vera þarna. Okkur finnst samt verst að nú er að koma símasamband þarna, sennilega bara í haust. Verðum þá bara að slökkva á símanum. Erum búin að ákveða að fara aftur bara tvö eina helgi í sumar :)

Fyndið hvað veðrið breytist, í fyrradag var sko 20 stiga hiti og sól, en í dag er hinsvegar snjókoma. Magnað alveg hreint. Mér finnst reyndar svo jólalegt núna að ég er komin með jólafiðring í magann :) Hlakka mikið til að vera hérna næstu jól.

Fékk í vikunni sendann Greys disk frá Júlíu Rós og Hermanni. Þau skrifuðu fyrir mig nýjustu þættina, held að ég sé með eina 10 þætti. Maður verður bara svo húkt á þessum þáttum, gæti horft á þetta endalaust. Fékk líka eina seríu frá Heimi þegar hann kom :)

En jæja, ég segi gleðilega páska kæru vinir. Veit ekki hvenær ég blogga næst, hafið það gott og farið varlega í umferðinni ef þið eruð á ferðinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home