miðvikudagur, apríl 18, 2007

Síðasti vetrardagur

Og veturinn virðist ætla að kveðja með rentu, hvít jörð og snjókoma. Svo ætli það frjósi ekki saman, vetur og sumar, sem er auðvitað ávísun á gott sumar :) eða við skulum vona það.

Annars er sumardagskráin loksins komin á hreint hjá okkur. Ég fer að vinna á sjúkrahúsinu frá miðjum júní til lok ágúst og Heimir fer í álverið. Ég leysi af tvær manneskjur, aðra í 4 vikur og hina í 5 vikur. Er mjög sátt :) Nú þarf ég bara að kanna hvaða daga er flogið beint frá Köben til Egilsstaða, best að nota það. Bara ljúft að fljúga svona beint.

Annað mál á dagskrá... Ingibjörg er komin með pláss á vöggustofu!! Jájá það kom að því :) Óhætt að segja að ég er strax komin með í magann og kvíði all svaðalega fyrir þessu. Veit samt alveg að auðvitað er þetta gott fyrir okkur báðar :) En almáttugur... ætli þetta verði ekki erfiðara fyrir mig en hana?! Hún byrjar 1. maí, svo hún nær einum og hálfum mánuði eða svo áður en við förum til Íslands aftur. Vona svo innilega að þetta gangi allt upp.

En það verður gaman að koma út aftur. Hlakka til að koma í sumarið, 25 stiga hita og sól... eða það segir Heimir :)

Sálin er að spila í Köben í kvöld, í huganum er ég stödd á ballinu. Er á vinstri væng (as usual), svitinn bogar af mér, samt er ég með gæsahúð og ég syng hástöfum!! Guð, hvað það er gaman... hlakka til að fara á ball í sumar :)
"Ég er upp'í skýjunum og ég svíf, ekkert amar að. Varla hægt að hugsa sér betra líf, bærilegri stað...."

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home