miðvikudagur, maí 09, 2007

Annar í aðlögun

Já nú verða bara daglegar færslur hér um aðlögunina hjá Ingibjörgu :) Leiðinlegt fyrir þá sem engann áhuga hafa, en mér er sama, þetta er mitt hjartans mál þessa dagana :) En það gekk vel í dag. Ingibjörg var frakkari en í gær og var dugleg að fara ein og skoða dótið og kíkja á krakkana. Á morgun á svo að skilja hana eftir í einn tíma eða svo. Ég fékk svona nett í magann þegar konan fór að tala um það og hef eiginlega ekki hugsað um annað í dag. Get bara ekki hugsað það til enda að skilja hana eftir hágrátandi! Finnst það hræðilegt, en það þýðir ekkert að láta svona!

Svo er nú aldeilis stór dagur á morgun, Eurovision. Hlakka mikið til að sjá Eika kallinn. Ég er nú eiginlega með það á hreinu að við komumst ekki upp úr forkeppninni, og munum sennilega aldrei gera það. Það kæmi allavegna verulega á óvart. Heiða fræddi mig á því að Eiki verður í sérsaumuðu leðurdressi og að Svavar ætli að setja í kallinn djúpnæringu!! Mjög glöð með það :) Hann á eftir að standa sig með stakri prýði.

- Gullkorn dagsins:
Gerðu ætíð það sem rétt er. Það gleður einhvern og verður öllum hinum undrunarefni.
(Mark Twain)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home