þriðjudagur, maí 08, 2007

Fyrsti í aðlögun

Fyrsti dagur í aðlögun gekk vel! Við vorum þarna í einn og hálfan tíma og Ingibjörg lék sér. Að vísu var ég allann tímann inni en á fimmtudaginn á að prófa að hafa hana eina í smá stund. Hún var nú samt ekkert að blanda alltof miklu geði við hina krakkana, en hún hékk ekkert í mér heldur. Fór alveg sjálf og sótti bangsa og bækur og skoðaði sig um. Hún þarf auðvitað að venjast þessu... rétt eins og ég *hóst* :)

Það tekur mig rétt um 7-10 mínútur að hjóla þetta. Fer allt eftir veðri og vindum :) En þetta er alveg æðislegur staður. Ingibjörg er á Bamsestuen eða Bangsadeild, en þegar hún kemur aftur í haust flytur hún sennilega á aðra deild. Ekki alveg komið á hreint ennþá. Heimir ætlar að koma með á morgun og taka staðinn út :)

Líana og Udo eru að koma til okkar núna í lok maí. Þau eru að fara til Heiligenhafen og ætla að taka sér rúnt hingað uppeftir. Stoppa hjá okkur í tvo-þrjá daga. Það verður þá í þriðja sinn sem ég hitti Líönu í ár! Held að það sé nú bara met. Ótrúlegt að þegar maður er kominn af skerinu góða að þá er ekkert mál að skreppa til annarra landa. Við sem hittumst bara einu sinni á ári eða jafnvel sjaldnar.

- Gullkorn dagsins:
Ef á að takast að kenna öllu fólki að segja sannleikann er óhjákvæmilega nauðsynlegt að það læri líka að hlusta á hann.
(Samúel Johnson)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home