Alveg eru Greys þættirnir frábærir! Ingibjörg færði mér í mæðradagsgjöf fyrri helminginn af seríu tvö, svo nú á ég alla seríu tvö og fyrri partinn af seríu eitt. VERÐ að eignast seinni pratinn. Já og VERÐ að eignast allar þessar seríur í framtíðinni. Er nýja serían byrjuð heima? Hún er ekki byrjuð hér. Má helst ekki missa af þætti!!
Fór í H&M í fyrradag og missti mig algjörlega! Ég verð bara alveg óð í sumarfötunum sem þarna fást á Ingibjörgu. Og sumir kjólarnir og pilsin hreinlega öskra bara á mig INGIBJÖRG.... svona er þetta bara. En nú er ég stopp... en samt þarf ég að fara aftur áður en ég fer. Eins gott að það verði gott veður á Íslandinu góða, annars verður barnið bara inni í sumarfötunum sínum :)
Sveitaferðin gekk vel og Ingibjörg var hin ánægðasta með daginn. Líana og Udo eru komin, ægilega gaman. Löbbuðum um hverfið og dúlluðum okkur. Á morgun á svo að fara í skoðunarferð, fara niður í bæ til að byrja með og sennilega bara labba þetta týpíska.
Ég fer að vinna á föstudaginn, hlakka til :)
Aukin tortryggni í veröldinni stafar aðallega af því að fólk hefur fengið æ fleiri tækifæri til að kynnast.
(Noel Coward)


0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home