Þvílíkur hiti var í dag! Fór upp í 26 gráður í forsælu, en sem betur fer dró fyrir sólu þegar líða tók á daginn. Rosalega var heitt, alveg svona molla. Las á mogganum að það fer ekki mikið fyrir hita heima á Íslandi. Meðal annars hálka á Hellisheiði svo eitthvað sé nefnt. Hálka!? Er ekki að koma júní eða? Þetta er ótrúlegt. Ætli ég komi ekki bara með sólina með mér um miðjan júní :)
Laugardagurinn var svo “okkar” dagur. Ingibjörg fór til Hrafnhildar og við skelltum okkur í Fields. Vorum þar allann daginn og fengum okkur gott að borða. Misstum okkur algjörlega í H&M. Er ekki frá því að það hafi verið tekið eitt af hverju sumardressi þarna á dömuna. Er ekki búin... ætla aftur áður en ég fer heim :) Um kvöldið fór ég svo með Hrafnhildi í kaffihúsaklúbbinn. Fórum reyndar út að borða núna á Café Ketshup niðrí bæ. Ægilega gaman, vorum einar 8 þarna saman. Mjög fjölbreyttur hópur, á öllum aldri (ég yngst :)) og varð þetta hið skemmtilegasta kvöld. Þar sem þetta er einn af vinsælustu stöðum fræga fólksins, beið ég með hjartað í buxunum að fá að bera hann Mads Mikkelsen augum, en hann mætti ekki. Því miður. Verð samt að sjá hann áður en við flytjum heim... ég hef semsagt 5 ár til stefnu :)
Á sunnudeginum fórum við svo loksins í Tívolíið. Aldeilis kominn tími á það. Tókum Hannibal og fjölskyldu með. Alltaf gaman að fara þarna finnst mér, bara að labba um og skoða mannlífið, og reyna að vinna bangsa! :) það er alveg aðalatriðið hjá mér að labba með allavegna tvo bangsa út eftir hverja ferð!
Það gekk vel á vöggustofunni hjá Ingibjörgu í dag. Ég sótti hana klukkan tvö og þá var hún nývöknuð. Það hafði sem sagt ekki verið neitt mál fyrir hana að leggja sig, enda var hún þreytt. Ég var samt tilbúin klukkan 12 að stökkva afstað því ég var viss um að þær myndu hringja því hún gæti ekki sofið. En hún kom mér reglulega á óvart :) Vonandi verður þetta bara svona áfram.
Góðverk þín fylgja þér sem ósýnilegur her en hverfa um leið og þú ferð að tala um þau.
(Franskur málsháttur)


0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home