Á dögunum fékk ég staðfestingu um að umsóknin mín væri móttekin. Ég sótti sem sagt um í fjarnámið í Kennaraháskólanum. Einhvern veginn er ég samt ekkert rosalega bjartsýn um að komast inn, hef það á tilfinningunni (vonum bara að þetta verði eins og með stelpuna hennar Heiðu og að ég hafi rangt fyrir mér :)). En ég lét loksins verða að þessu, ég hef alltaf verið spennt fyrir þessu, svo nú bara krossum við bæði fingur og tær!
Áttum mjög notalega helgi. Fórum í kaffi til Hrafnhildar og co, og vorum svo að mestu heima að dúlla okkur. Heimir er búinn í skólanum og er byrjaður að læra á fullu fyrir prófin. Fyrsta prófið á mánudag, munlegt stærðfræðipróf. Ég hef fulla trú á mínum manni og veit að hann á eftir að rúlla þessu upp, hann er svo duglegur! :)
Ingibjörg er að fara í sína fyrstu sveitaferð (bondegardstur :)) með vöggustofunni á morgun. Rútan fer klukkan hálf 10 og þau koma tilbaka um 2 leytið :) það verður spennandi að vita hvernig verður. Annars er ég alveg að fíla þessa skipulagningu hjá dönunum, fyrir þremur vikum síðan fengum við bréfið um sveitaferðina, og í síðustu viku fengum við bréf um sumarfestið sem verður 14. júní! Um að gera að vera tímanlega í þessu :) En þetta er eitthvað fyrir mig, ekkert eitthvað spontant. Þar sem sumarhátíðin er á sjálfan afmælisdaginn ætla ég að halda smá teiti helgina fyrir, eða 9. júní. Þið hafið samband ef þið verðið stödd hér í Köben :)
Líana og Udo koma á morgun. Koma keyrandi frá Heiligenahafen og fara á föstudag. Stefnum á rólegheit og hreindýraát á morgun, en ætlum í bæinn á fimmtudaginn og skoða eitthvað skemmtilegt.
Að læra án þess að hugsa er tilgangslaust. Að hugsa án þess að læra er hættulegt.
(Konfúsíus)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home