Mætt til leiks Við mæðgur erum komnar til Köben og gekk ferðalagið vel. Ingibjörg endurtók sama leikinn og þegar við komum til Íslands, sofnaði í miðju flugtaki og svaf þar til hálftími var í lendingu :) Ægilega fínt.
Annars erum við búnar að vera hálf slappar síðan við komum. Ingibjörg er búin að vera með hita og hósta, og ég er með einhvern skít í hálsinum. Við erum nú samt á uppleið og fórum í smá göngutúr við vatnið í morgun. Æðislegt að vera þar, allt orðið grænt núna.
Já þvílíka blíðan búin að vera hér í Köben. Alveg á tæru að sumarið er komið, já og mér skilst líka heima í Neskaupstað :) svona á þetta að vera. Daginn eftir að við komum löbbuðum við niður á Íslandsbryggju, og þar var sko allur grænn blettur nýttur. Fólk lá og sleikti sólina, allir að borða ís, drekka bjór og hafa það gott í góða veðrinu. Alveg dásamlegt!
Ingibjörg byrjar á vöggustofunni í fyrramálið. Veit samt eitthvað voða lítið um þetta allt saman annað en að við eigum að mæta á morgun. Það verður spennandi að sjá þetta, vonandi á allt eftir að ganga upp! Mig drullukvíður samt fyrir, en það væri sjálfsagt óeðlilegt ef mig gerði það ekki. Það hafa samt allir gott af þessu og herðir okkur bara :)
Það er bara hálfur mánuður eftir af meðgöngunni hjá Heiðu minni. Eða semsagt hálfur mánuður í settan dag. Svo er bara spurning hvort hún þurfi að bíða til lok maí eða hvort allt verði bara á tíma :) Ég er allavegna mjöööggg spennt og hlakka mikið til að vita hvort kynið það verður.
- Gullkorn dagsins:
Lát hvorki fólk né atvik svipta þig kjarki og lífskrafti.
(María Curie)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home