Sit hér yfir sjónvarpinu og regnið lemur rúðurnar. Sagði við Heimi að mér fyndist alveg eins og ég væri heima í Neskaupstað. Ekki svo oft sem maður heyrir svona vel í veðrinu hérna, miklu algengara að regnið fari bara beint niður (svona ef þið vitið hvað ég meina :)). Hefur ekki verið mikið um þrumur og eldingar síðan ég kom út í september. Hef aðeins heyrt þrumur einu sinni! Eins og ég elska nú þrumuveður. En nóg um veður... (Sigurlaug þetta veðurblogg var spes fyrir þig :))
Mér til mikillar mæðu elskar Ingibjörg Simpson, rétt eins og pabbi hennar! Ég hef hinsvegar aldrei þolað þessa þætti, finnst þeir virkilega leiðinlegir. En þetta er frekar fyndið því það má ekkert trufla þættina fyrir dömunni. Hún t.d. trompast alveg þegar auglýsingar koma inn í þættina, frekar fyndið.
Það er frí á morgun og líka á föstudag. Föstudagurinn er svokallaður klemmudagur, dagur á milli frídaga. Held ég að þetta sé einn af liðum letinnar hjá dönunum :) En sem sagt 4ra daga helgi framundan. Erum að hugsa um að fara í Tivolí á morgun með Hrafnhildi og Hannibal, svona ef það verður ekki rigning. Svo á laugardag verður Ingibjörg hjá Hrafnhildi og co og við skötuhjú ætlum að eiga daginn saman ein :) Ætlum í Fields að versla og gera eitthvað skemmtilegt.
Ingibjörg fór ekkert að skæla í morgun þegar ég fór!! Yes! Ég varð alveg ofur ánægð :) það verður gaman að vita hvernig fer á mánudaginn eftir langt frí.
- Gullkorn dagsins:
Fegursta blóm jarðar er brosið
(Henrik Wergeland)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home