Eru fleiri en ég miður sín yfir Eurovision? Ég er bara ekki alveg að kaupa þessi úrslit. Fannst Serbía bara alveg glötuð, manneskjan sem söng það alveg OFF (hélt lengi vel að hún væri strákur, þangað til ég sá móta fyrir brjóstum!) og svo mætti lengi telja. Ég sofnaði þegar stigagjöfin var hálfnuð og rumskaði svo þegar Heimir bar mig inn í herbergi. Ég náði þegar hann sagði mér að Serbía hafði unnið og hugsaði að hann væri nú pottþétt að grínast í mér. Hélt kannski að Rússland hefði náð að klóra í bakkann. Steinsofnaði svo og það fyrsta sem ég gerði í morgun var að tékka á hver hefði nú unnið (því ég var ekkert að trúa honum) og þá fékk ég bara áfall! Jahérna hér...
Ingibjörg er bara orðin hress. Hún hresstist seinnipartinn í gær, en ég ætla að halda henni inni í dag. Svo fer hún á vöggustofuna á morgun í tvo tíma.
Maður, sem gerir villu og leiðréttir hana ekki, gerir aðra í viðbót.
(Konfúsíus)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home