fimmtudagur, maí 10, 2007

Þriðji í aðlögun

Mér finnst eiginlega eins og ég sé að telja niður í jólin :) En já
þetta fór auðvitað eins og ég hélt, ég skyldi Ingibjörgu eftir með ekka og gekk sjálf út með tárin í augunum. Mætti svo aftur 45 mínútum seinna og þá var auðvitað allt í himnalagi. Eline, ein fóstran, sagði mér að hún hafði nú fljótlega hætt eftir að ég fór, enda fór hún beint út að leika. Var svo komin inn þegar ég kom og virtist alveg sátt. Sat á milli tveggja stráka og var að skoða bók :) Á morgun á hún að vera ein í tvo tíma og meðal annars að borða með krökkunum. Það hlýtur að eiga eftir að takast vel :)

Annars er mikil spenna fyrir Eurovision í kvöld. Hrafnhildur, Viðar og krakkarnir koma í pylsugrillveislu þannig að það verður mikið stuð. Hlakka þvílíkt til að sjá Eirík á sviðinu og finnst auðvitað geggjað að geta kosið hann... spurning hversu oft ég kjósi, fer allavegna ekki undir 10 skipti!

ÁFRAM EIRÍKUR!!

- Gullkorn dagsins:
Hafðu augu þín vel opin áður en þú giftir þig en hálflokuð eftir það.
(Benjamín Franklín)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home