Sælgæti
Fyndið hvað ég verð stundum sjúk í sælgæti. Og þá tek ég bara eina tegund fyrir í einu. Í fyrrasumar og alveg fram á haustið var það Rís súkkulaði, í haust var það Pipp og núna er ég alveg vitlaus í Snickers! Og ég hef eiginlega aldrei verið hrifin af Snickers. En það er sko eitt á dag, kemur skapinu í lag :) Ég hef hinsvegar alveg látið litla kók í gleri vera, fæ mér samt alveg kók, bara ekki litla í gleri. Spái því að ég detti í þær heima í sumar.
Mig dreymdi í fyrrinótt að Heiða mín hefði átt stúlku. Þetta er í annað sinn sem mig dreymir þetta. Verður ótrúlega spennandi að vita hvort þetta sé rétt hjá mér. Annars kippist ég svoleiðis til núna í hvert sinn sem ég fæ sms, held alltaf að nú sé eitthvað að gerast hjá henni. það er samt verra þegar ég sendi henni sms og hún svarar mér ekki STRAX. Ég enda alltaf á að senda Símoni til að tékka á ástandinu, því hann svarar yfirleitt strax. Uss hún er rétt kominn einn dag framyfir settan dag... hvernig ætli ég verði þegar það verður komin vika framyfir? þá verður hún kannski búin :)
Ingibjörgu gengur svaka vel á vöggustofunni. Að vísu fer hún enn að skæla þegar ég fer, en hún hættir um leið og ég geng út um dyrnar, þau kunna þetta :) Í dag sótti Heimir hana og hún var ekkert á því að vilja fara með honum. Hún virðist bara kunna vel við sig, guði sé lof. Það er lokað núna á fimmtudag og föstudag, svo í næstu viku á að prufa að láta hana sofa.
- Gullkorn dagsins:
Barn, sem réttir fram hönd sína til að hjálpa dýri í nauðum, mun einn góðan veðurdag rétta náunga sínum hjálparhönd.
(Albert Schweitzer)
Fyndið hvað ég verð stundum sjúk í sælgæti. Og þá tek ég bara eina tegund fyrir í einu. Í fyrrasumar og alveg fram á haustið var það Rís súkkulaði, í haust var það Pipp og núna er ég alveg vitlaus í Snickers! Og ég hef eiginlega aldrei verið hrifin af Snickers. En það er sko eitt á dag, kemur skapinu í lag :) Ég hef hinsvegar alveg látið litla kók í gleri vera, fæ mér samt alveg kók, bara ekki litla í gleri. Spái því að ég detti í þær heima í sumar.
Mig dreymdi í fyrrinótt að Heiða mín hefði átt stúlku. Þetta er í annað sinn sem mig dreymir þetta. Verður ótrúlega spennandi að vita hvort þetta sé rétt hjá mér. Annars kippist ég svoleiðis til núna í hvert sinn sem ég fæ sms, held alltaf að nú sé eitthvað að gerast hjá henni. það er samt verra þegar ég sendi henni sms og hún svarar mér ekki STRAX. Ég enda alltaf á að senda Símoni til að tékka á ástandinu, því hann svarar yfirleitt strax. Uss hún er rétt kominn einn dag framyfir settan dag... hvernig ætli ég verði þegar það verður komin vika framyfir? þá verður hún kannski búin :)
Ingibjörgu gengur svaka vel á vöggustofunni. Að vísu fer hún enn að skæla þegar ég fer, en hún hættir um leið og ég geng út um dyrnar, þau kunna þetta :) Í dag sótti Heimir hana og hún var ekkert á því að vilja fara með honum. Hún virðist bara kunna vel við sig, guði sé lof. Það er lokað núna á fimmtudag og föstudag, svo í næstu viku á að prufa að láta hana sofa.
- Gullkorn dagsins:
Barn, sem réttir fram hönd sína til að hjálpa dýri í nauðum, mun einn góðan veðurdag rétta náunga sínum hjálparhönd.
(Albert Schweitzer)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home