föstudagur, maí 11, 2007

Svekkt

Já ég er nú alveg endalaust svekkt yfir þessu Eurovision dæmi! Er búin að vera að fussa yfir þessu í allann dag. Ég sem var búin að vera svo yfir mig róleg og gerði mér alveg grein fyrir því að við kæmumst ekkert upp úr forkeppninni. Það breyttist hinsvegar snarlega eftir showið hjá kappanum að ég var bara orðin handviss um sigur!! Svona getur maður verið vitlaus :)

Annars gekk bara ágætlega hjá Ingibjörgu í dag. Ég gerði eins og Sigga sagði, beið og fylgdist með henni og hún hætti mjög fljótt að skæla. Ég hinsvegar vissi ekkert hvað ég átti af mér að gera þegar ég kom heim. Skellti svo bara Sálinni og Sinfó í spilarann og fór í sturtu, þá ruku allar áhyggjur úr í veður og vind :) Daman er hinsvegar orðin eitthvað lasin blessunin. Komin með hita og með hor í nös. Nú fer þetta auðvitað að byrja fyrst hún er komin á leikskóla, sé fram á endalaus veikindi þangað til við förum til Íslands.

Ég stal þessu af síðunni hennar Kristjönu, en þetta er alveg magnað. Er búin að horfa á þetta 3 svar sinnum og veltast um af hlátri. Bara snilld og gefur mér skemmtilega hugmynd um brúðkaupsdansinn okkar Heimis :) Um að gera að vera gjörsamlega húkkt á einni bíómynd! Endilega kíkið.

Afi karlinn 81 árs í dag. Hann er semsagt 79 árum eldri en Ingibjörg :)

-Gullkorn dagsins:
Orð eru ekki annað en vatnsbólur - en verk eru gulldropar.
(Kínverskur málsháttur)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home