þriðjudagur, júní 05, 2007

Ég er hér enn

Sko, ef maður tekur sér smá pásu
þá er mjög erfitt að byrja aftur að blogga. Svoleiðis er það bara!
Annars er allt gott að frétta. Búið að vera gott veður og ég gjörsamlega að DREPAST úr ofnæmi! Get bara helst ekki verið þar sem er einhver gróður því þá sturlast ég í augunum, nefinu og kokinu. Ljóta helv...

Það eru komnar upp myndir af sveitaferðinni á Vöggustofunni hjá Ingibjörgu. Helmingurinn af myndunum eru af dömunni :) Hún var víst alveg í essinu sínu þarna. Fóstrurnar sögðu að það hefði verið svo gaman að sjá hvað hún breyttist, hún væri alltaf svo róleg og færi ekki mikið fyrir henni, en þarna hefði hún alveg misst sig :) gerði öll dýrahljóðin og knúsaði dýrin alveg í kaf. Svo fékk hún meira að segja að fara tvisvar á hestbak. Konan sem átti býlið sagðist alveg vera viss um að hún væri vön hestamanneskja, hún bæri sig svo vel. Og þegar henni var sagt að Ingibjörg væri frá Íslandi, sagði hún að það væri alveg pottþétt! :) Ég fór að skellahlægja og sagði að Ingibjörg hefði aldrei farið á hestbak! Týpískt svona eitthvað, þú ert frá Íslandi og þá ertu auðvitað hestamanneskja og skíðamanneskja! NOT... allavegna ekki ég og hvað þá barnið :) Ferlega fyndið.

Heimir er búinn í sínu fyrsta prófi, það var stærðfræði og gekk honum vel. Þá eru tvö munnleg eftir hjá honum.
Ég var að vinna á föstudeginum og í gær. Gullbrúðkaup fyrra daginn og Bingo slútt hjá eldri borgurum seinni daginn :) Ég fer svo aftur að vinna þarna þegar ég kem í haust. Verður fínt að geta unnið aðeins með skóla (svona ef ég kemst inn :)).

Senn líður að þrítugsafmælinu!! Bara að láta ykkur vita ef þið skylduð hafa gleymt því :) Já og ekki nóg með það, í gær var ár síðan Heimir skellti sér á skeljarnar á Ráðhústorginu! :) Við skáluðum í kampavíni í kvöld. Gaman að því.

- Gullkorn dagsins:
Hvert sem starf þitt er skaltu vinna það eins vel og þú getur – en gleymdu því ekki að enginn er ómissandi.
(Kínverskur málsháttur)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home