föstudagur, júní 08, 2007

Marengs – Meistari!!

Jájájá dömur, mér tókst það! Og svona líka vel. Ég virðist því hafa erft marengs hæfileika móður minnar. Spjölluðum á Skypinu og sýndi ég henni botnana mína tvo og varð hún afar stolt af einkabarninu :) En ég var svo hryllilega nervus þegar ég var að gera þetta að ég var að fara á taugum. Og við erum bara að tala um kökubotna!! þegar þeir voru komnir inn í ofninn, hraðaði ég mér inní stofu og sat þar í hálftíma. Ætlaði sko ekki að verða valdur af því að eitthvað færi úrskeiðis, þorði ekki fyrir mitt litla líf að vera við ofninn. En ég gerði þetta nákvæmlega eftir uppskriftinni hennar mömmu og setti Coco Pops saman við í restina, bara gott. Á milli ætla ég svo að setja rjóma, epli, súkkulaði og saxaðar döðlur. Þetta er sko ein af mínum uppáhalds tertum og þess vegna geggjað að “geta” gert hana sjálf! Sennilega mun tertan bara vera til skrauts á morgun :)

En það er vika í að við mæðgur komum á klakann! Ótrúlegt hvað er stutt í það. Lendum um morguninn á Egilsstöðum og koma mamma og pabbi uppeftir að sækja okkur. Svo ætlum við bara að bruna í sumarbústaðinn og sofa þar eina nótt, og fara niðureftir á laugardag. Hlakka mikið til. Heimir kemur svo á þriðjudeginum.

- Gullkorn dagsins:
Allir eru að hugsa um að breyta mannkyninu en enginn hugsar um að breyta sjálfum sér.
(Leó Tolstoj)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home