Ég hef aldrei bakað marengs, og einhverra hluta vegna er ég hrædd við það. Mamma er snillingur í að baka marengs, en ömmu hefur aldrei tekist það og ekki Líönu heldur. Nú reynir á mig. Á morgun ætla ég nefnilega að ráðast í þetta verkefni fyrir afmælið mitt. Viðar bakarameistari segir að þetta séu einföldustu kökur í heimi! Ég ætla ekki að segja neitt fyrr en á morgun :) Annars er ég alltaf að reka mig á það að ég er svo rög við að prufa eitthvað sem ég hef ekki gert áður. Ég les uppskrift, líst svaka vel á hana og svo kemur eitthvað sem ég ekki þekki eða er ekki vön að gera, og þá renn ég á rassgatið með það! (Sigrún, það eru fullt af svona uppskriftum hjá þér sem mér finnst OFUR flóknar!) En ef marengs-ið tekst hjá mér, þá læt ég ekkert stoppa mig!! :)
Vika í þrítugsafmælið!!
Læt ykkur vita hvernig marengs baksturinn heppnaðist, veit þið eruð spennt *hóst* :)
Högg góðverk í marmara – rita móðganir í sand.
(Kínverskur málsháttur)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home