fimmtudagur, júní 07, 2007

Marengs og Grannar

Ég hef aldrei bakað marengs, og einhverra hluta vegna er ég hrædd við
það. Mamma er snillingur í að baka marengs, en ömmu hefur aldrei tekist það og ekki Líönu heldur. Nú reynir á mig. Á morgun ætla ég nefnilega að ráðast í þetta verkefni fyrir afmælið mitt. Viðar bakarameistari segir að þetta séu einföldustu kökur í heimi! Ég ætla ekki að segja neitt fyrr en á morgun :) Annars er ég alltaf að reka mig á það að ég er svo rög við að prufa eitthvað sem ég hef ekki gert áður. Ég les uppskrift, líst svaka vel á hana og svo kemur eitthvað sem ég ekki þekki eða er ekki vön að gera, og þá renn ég á rassgatið með það! (Sigrún, það eru fullt af svona uppskriftum hjá þér sem mér finnst OFUR flóknar!) En ef marengs-ið tekst hjá mér, þá læt ég ekkert stoppa mig!! :)

Heimir fór með Ingibjörgu á vöggustofuna í morgun og þá fór ég aftur upp í rúm. Ekki að sofa, nei ég tók tölvuna með mér og horfði á Nágranna alveg til að verða hádegi :) Mig er búið að langa að gera þetta í langann tíma og loksins lét ég verða að því. Nú er ég orðin samferða áströlunum í horfinu. Og ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég grét rosalega mikið yfir síðustu þáttunum. Jahérna... Ég segi auðvitað ekki meira, veit ekki hvar þið eruð stödd heima. En almáttugur, þetta blessaða fólk er bara orðið eins og fjölskyldumeðlimir og ef eitthvað kemur uppá verður maður alveg miður sín!

Vika í þrítugsafmælið!!

Læt ykkur vita hvernig marengs baksturinn heppnaðist, veit þið eruð spennt *hóst* :)

- Gullkorn dagsins:
Högg góðverk í marmara – rita móðganir í sand.
(Kínverskur málsháttur)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home