Meiri hiti...
Við erum sæmilega hress hér í hitanum. En mikið hlakka ég til að fara úr 30 gráðum í aðeins minna. Vona samt að það verði ekki 20 gráðum minna! Væri ágætt ef veðrið sem tæki á móti okkur á Egilsstöðum á föstudagsmorgun yrði um 20 gráðurnar. Það er fínt. Heimir dæsir og dæsir yfir hitanum, en ég ber mig betur :) Maður fer út eins léttklæddur og hægt er. Ingibjörg fer orðið hálf nakin á leikskólann og þegar ég sæki hana er hún yfirleitt bara á samfellunni.
Það var ægilega gaman hér í afmælinu á laugardeginum. Allir afar hrifnir af marengskökunni :)
Heimir fór í munnlegt eðlisfræðipróf í morgun og fékk 10!! Ég er að segja ykkur það. Þá er bara munnlega stærðfræðiprófið eftir, eftir viku, en það er erfiðasta prófið.Ekki hægt að segja annað en að honum gangi vel þessari elsku.
Ég fór og hitti hann upp í Lyngby Stor center eftir prófið. Gaman að fara í allt aðra verslunarmiðstöð en maður er vanur. Fundum afmælisgjöfina mína ásamt afmælisgjöfinni hans pabba og margt fleira. Voða gaman hjá okkur að spandera peningum áður en við komum heim :)
- Gullkorn dagsins:
Sönn orð eru ekki fögur; fögur orð eru ekki sönn.
(Laó-tse)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home