ÞRÍTUG Í DAG
Mér finnst, og hefur alltaf fundist mjög merkilegt að eiga afmæli... þetta er MINN dagur. Finnst það bara skemmtilegt :)
Ég fékk gullfallegt Pilgrim úr (alveg eins og þetta, nema silfur ekki gull) frá Heimi og Ingibjörgu ásamt 700 DK. Heimir bjó til ratleik, hver vísbending var kvæði sem hann hafði ort :) Ég var látin geta og hlaupa um alla íbúð ásamt því að fara í geymsluna á náttkjólnum! En hvað gerir maður ekki fyrir gjafir? :)
Heimir er farinn með Ingibjörgu á leikskólann. Ég ætla að fara í sturtu og sjöna mig til :) það er semsagt bröns framundan á eftir og seinna í dag er það sumarfestið, ásamt því að pakka niður.
Hafið það gott í dag elskurnar mínar, og við “heyrumst” svo aftur um og eftir helgi, frá Íslandinu góða.
Kær kveðja Úrsúla Manda afmælisbarn
Ellin hallar öllum leik.
(Björg Sveinsdóttir frá Hallbjarnarstöðum)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home