miðvikudagur, júní 06, 2007

Sandur

Þegar ég kom að sækja Ingibjörgu á vöggustofuna í dag, sat mín eins og alltaf í sandkassanum. Hún elskar að vera í sandkassanum og er þar öllum stundum. Hún var auðvitað öll í sandi og þá meina ég öll!! Það hafði verið sett á hana sólarvörn áður en hún fór út þannig að sandurinn var gjörsamlega límdur við hana. Ojjj hvað ég er ekki að fíla þetta sandkassalíf á henni. Er næstum því með jafn mikla fóbíu fyrir sandi og glimmer! En henni var auðvitað skellt undir sturtuna um leið og við komum heim :)

Peter sem er með Heimi í skólanum, kom í mat í kvöld. Ég gerði fiskrétt, auðvitað úr íslenskri ýsu, sem var rosalega góður og einfaldur. Ætla að skella inn uppskriftinni svona til gamans :)

Grænmeti steikt á pönnu. Ég nota alltaf papriku, rauðlauk og sveppi í þennan rétt.
Ýsunni raðað í eldfast mót og krydduð með salti og sítrónupipar. Grænmetið sett yfir. Dass af karry yfir grænmetið :)
Hræra saman einni krukku af Sweet and Sour og sýrðum rjóma. Því svo hellt yfir og svo auðvitað ostur yfir þetta :) Inní ofn þangað til tilbúið.
Við borðum kartöflur, hrísgrjón og heitt brauð með. Svaka gott!

- Gullkorn dagsins:
Hvers vegna er fólk dapurt?
Það bíður eftir að aðrir gleðji það. Það ætti sjálft að gleðja aðra – þá yrði það ánægt.
(Árni Garborg)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home