miðvikudagur, júní 13, 2007

Í síðasta sinn...

... sem ég blogga hér 29 ára gömul. Finnst það eiginlega bara STÓRmerkilegt!

Ég fór í Fields í dag, í síðasta skipti þangað til í september. Kláraði að gera og kaupa allt sem ég ætlaði mér. Get nú samt alveg sagt ykkur að ég tel mig góða ef ég verð undir 40 kílóunum í farangur núna! Ég meina það er bara ekki fræðilegur möguleiki fyrir eina manneskju að vera með bara 20 kíló! Bara ekki séns! Og hvað þá ef maður er með farangur fyrir barn inní þessum 20 kílóum. Bara ekki hægt! Ég hef stórar áhyggjur af þessum farangursmálum.

Vorum í heimsókn og mat hjá Hrafnhildi og co. Það er skrítið að sjá þau ekki aftur fyrr en í haust.

Það var mjög þægilegt að koma út í morgun, ekki nema 22 stiga hiti, bara svalt. Ekki svona rosalegur hiti eins og er búið að vera undanfarna daga. Spáð rigningu hér strax eftir morgundaginn, svo við skulum bara vona að ég sé að koma með góða veðrið með mér :)

En við ætlum að eiga notalegan dag á morgun, fara í bröns niður á Íslandsbryggju og fara svo á vöggustofuna um 4 leytið og taka þátt í sumarhátíðinni með Ingibjörgu. Það verður örugglega gaman.

- Gullkorn dagsins:
Það versta, sem maður getur gert sjálfum sér, er að gera öðrum órétt.
(Henrik Ibsen)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home