sunnudagur, júní 24, 2007

Ísland, fagra Ísland

Ég ætla nú að byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir afmæliskveðjurnar kæru vinir. Gaman að því :)

Annars gekk ferðalagið til Íslands vel, Ingibjörg svaf og svo var algjör draumur að lenda bara á Egilsstöðum. Þvílíkur munur að geta flogið svona beint. Maður er bara kominn heim! Vonandi fara þeir að bjóða upp á flug á veturnar líka. Það væri nú bara toppurinn, eitt flug í viku eða svo. Mamma og pabbi biðu á vellinum og svo var brunað í bústaðinn þar sem teknir voru upp afmælispakkar :) Ég fékk t.d. geggjaða hvíta skó frá Júlíu Rós og Hermanni og einna best finnst mér að Hermann valdi þá á mig! Hitti alveg naglann á höfuðið þar :)

En ég er semsagt búin að vera að vinna í viku. Búin að vera í þjálfun á þessum tveimur stöðum sem ég er að fara að leysa af, ásamt einum degi í móttöku. Ég byrja svo á morgun uppi á deild, þar sem ég verð að skrifa inn og útskrifa sjúklinga, kalla í aðgerðir og fleira í þeim dúr. Þar verð ég í þrjár vikur, leysi svo innkaupastjóra stofnunarinnar af í fjórar vikur, og fer svo aftur upp á deild í tvær vikur. Semsagt mikið stuð :)

Heimir kom á þriðjudag og byrjaði í álverinu á fimmtudeginum. Lítil reynsla á það komið því hann er bara mest búinn að vera á námskeiðum, en honum leist bara vel á sig. Er í skrifstofu húsnæði inni á svæðinu með einhverjum mönnum.

Af Ingibjörgu er allt fínt að frétta. Hún var yfir sig ánægð í bústaðnum og vildi bara vera úti með afa sínum að brasast. Mamma fer í sumarfrí eftir næstu viku og verður þá alveg með hana, en við erum búin að fá stelpu sem verður með hana frá 10-12 á morgnanna. Það er búið að vera svolítið púsl með þessar tvær vikur, en ekkert vandamál. Amma og afi hafa verið með hana og einnig Brynja. Og það er sko ekki leiðinlegt hjá Brynju, hún eltir Írisi alveg á röndum og svo eru auðvitað bæði hundur og köttur á heimilinu eins og er :) bara stuð semsagt.

Jæja búin að gefa smá update síðan við komum til landsins. Skal reyna að vera dugleg hér við tölvuna, það er bara svo gott að taka sér smá pásu :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home