miðvikudagur, júlí 25, 2007

Grey's og fleira

Jæja
þá er ég búin að horfa á alla Grey’s þættina og ég get alveg sagt ykkur að ég get ekki beðið eftir næstu seríu!! Guð minn eini hvað þetta eru geggjaðir þættir. Hef bara sjaldan vitað annað eins.

Annars höfum við skötuhjú verið dugleg við að taka okkur DVD, þegar við erum svona ein í kotinu :) Erum búin að taka meira á einum mánuði en í 3 ár!! Samt eru þetta ekki nema 4 myndir... Horfðum nú síðast á Music and Lyrics. Alveg að gera sig sú mynd. Hugh Grant er auðvitað bara fyndinn og hann fer alveg á kostum í þessari mynd :) Ég hljóðaði bókstaflega úr hlátri.

Júlía Rós er að koma austur með krakkana á laugardaginn. Hlakka mikið til að sjá þau. Það verður afmæli á Eskifirði á sunnudeginum og svo ætlum við bara tvær út að borða í vikunni :) það verður ljúft. Verst samt að geta ekki farið á Ítalíu, en það er aldrei að vita nema við skellum okkur bara þangað í ágúst. Hver veit.

Heiða og Símon koma svo á mánudaginn með litla prinsinn sinn. Hlakka óskaplega til að sjá hann og þau auðvitað líka. Þau verða svo alveg fram í ágúst og það á að skíra prinsinn hérna.

Ingibjörg er komin heim og auðvitað mamma og pabbi líka. Gott að vera búin að fá hana til sín þó að við höfum gott af smá aðskilnaði. Líka ágætt að æfa sig aðeins í aðskilnaðinum þar sem ég fer ein suður í heila sex daga! Fyndið að ef ég sé hana ekki á hverjum degi, þá finnst mér hún svo svakalega stór eitthvað þegar ég sé hana :) En hún er auðvitað enginn hvítvoðungur lengur, blessað barnið að verða 2ja ára eftir ekki mánuð!!

Jæja E.R. að byrja.

- Gullkorn dagsins:
Ein hugsun getur burtrýmt öllum efa,
eitt orð í tíma vakið sál af blundi,
einn dropi líknar Drottins frelsað heiminn.
(Valdimar Briem)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home