Var að ræða við hjúkkurnar í vinnunni í gær, um Grey’s Anatomy. Í ljós kom að ég er ekki búin að sjá alla síðustu seríu! OMG!! Síðasti þáttur sem ég sá var þegar O’Malley mundi eftir því að hafa sofið hjá Izzy, og það er ekkert síðasti þátturinn í seríunni! Jeminn einasti!
Kláraði Flugdrekahlauparann í gær. þessi bók skilur mikið eftir sig og þeir sem ekki hafa lesið hana, LESIÐ! Ég er endalaust með hugann við hana, enda er þetta bara meistarastykki. Næst á dagskrá er Predikarinn,
Hafið það gott yfir helgina, passið ykkur í umferðinni og verið góð hvert við annað.
- Gullkorn dagsins:
Musteri Guðs eru hjörtun sem trúa þótt hafi þau ei yfir höfði þak.
(Einar Benediktsson)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home