fimmtudagur, júlí 05, 2007

Jamm og já

Var að ræða við hjúkkurnar í vinnunni í gær, um Grey’s Anatomy. Í ljós kom að ég er ekki búin að sjá alla síðustu seríu! OMG!! Síðasti þáttur sem ég sá var þegar O’Malley mundi eftir því að hafa sofið hjá Izzy, og það er ekkert síðasti þátturinn í seríunni! Jeminn einasti! Júlía Rós ætlar að bjarga þessum málum fyrir mig og brenna restina af seríunni í einum grænum og senda mér! Guði sé lof að því sé reddað :)

Kláraði Flugdrekahlauparann í gær. þessi bók skilur mikið eftir sig og þeir sem ekki hafa lesið hana, LESIÐ! Ég er endalaust með hugann við hana, enda er þetta bara meistarastykki. Næst á dagskrá er Predikarinn, Elma lánaði mér hana. Hún sagðist ekki hafa getað lagt hana frá sér, svo ég er spennt að byrja.

Það verður aftur farið í bústaðinn þessa helgi. Mamma og pabbi eru farin með Ingibjörgu og við skötuhjú komum svo á morgun. Það á að reyna að klára eitthvað í pallasmíðinni og svo auðvitað að hafa það gott :) prjóna og lesa.

Hafið það gott yfir helgina, passið ykkur í umferðinni og verið góð hvert við annað.

- Gullkorn dagsins:
Musteri Guðs eru hjörtun sem trúa
þótt hafi þau ei yfir höfði þak.
(Einar Benediktsson)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home