Lægð!Já það er aldeilis lægðin yfir manni hérna. Ég er reyndar komin með mikla leið á síðunni minni, útlitinu og er alltaf að spá í að breyta. Er samt ekki að nenna að fara t.d. yfir í Mbl bloggið og læra inn á það allt. Finnst það eitthvað svo flókið. Er að hugsa um að fá Heimi frekar í að breyta þessari síðu eitthvað. Hann nennir því að vísu ekki núna... svo ef ég er löt að blogga þá er það honum að kenna! :)
Við erum auðvitað búin að hafa það ofur gott. Erum búin að vera dugleg að vera uppi í bústað, enda alveg yndislegur staður. Mamma og pabbi eru núna með Ingibjörgu með sér, en hún elskar sko sveitalífið. Þau fóru á sunnudaginn svo ég get eiginlega ekki beðið eftir að knúsa hana, finnst þetta svolítið langur tími!
Ég get nú ekki hrópað húrra fyrir sumrinu hérna fyrir austan. Bara eiginleg ekki sko! Finnst ekkert sumar hafa verið síðan við komum 15. júní. Jújú komið ágætis dagar, en ekkert sumar samt. Engir almennilega heitir dagar eða neitt!! Bara fúlt. Get samt huggað mig við að í Köben hefur bara verið rigning :) Vona að haustið verður ljúft þar og að blíðan taki á móti okkur.
Já við erum búin að panta flugið út. Tökum síðasta flug frá Egilsstöðum til Köben, þann 31. ágúst. Fínt að taka þetta aftur svona í beinu flugi. Þvílíkur munur! Gæfi mikið fyrir beint flug fyrir jólin!!
En ég fer suður 19. ágúst og verð í viku. Staðlota í náminu. Amma og afi ætla að koma með mér og ætlum við keyrandi. Ég keyri semsagt... veit ekki hvenær við kæmum til Reykjavíkur ef afi keyrði :) Við fengum íbúð í Ljósheimunum svo þetta verður bara fínt. Hlakka til að koma suður og hitta vinina. Við Sigurlaug ætlum að gera okkur glaðan dag í búðunum og þetta helsta sem við gerum saman, eins og að borða :) Svo kíki ég í Vogana til Júlíu og co en þau voru að flytja þangað og hlakka ég mikið til að skoða húsið.
Skal reyna að vera duglegri að blogga!
- Gullkorn dagsins:
Maðurinn er eina skepnan sem getur roðnað – og hefur ástæðu til þess
(Mark Twain)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home