sunnudagur, júlí 01, 2007

Lítið í fréttum

Þá erum við búin að vera hér heima í rúmar 2 vikur. Alveg finnst mér það yndislegt. Við fórum upp í bústað um helgina. Heimir flaug suður á föstudagskvöld svo við mægðurnar ákváðum að gista eina nótt. Draumur einn. Veðrið var alveg yndislegt á laugardeginum og var Ingibjörg úti allann daginn að sulla í vatni og leika sér :)

Er búin að borga staðfestingargjaldið fyrir skólann. Finnst svo ótrúlegt að ég hafi komist inn, er eiginlega ekki að trúa því. En ég þarf því að fara suður 20. ágúst til 24. til að setjast á skólabekk. Hlakka bara til þess :)

Fór í klippingu í vikunni og er með styttra hár en um jólin!! Þetta var mjög djarft hjá mér :) Hárið bara við axlir og það merkilegasta er að ég er sátt við þessa breytingu.

Annars bara mest lítið í fréttum :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home