laugardagur, september 24, 2005

Þrír mánuðir til jóla í dag!!

Já spáið í það... jiii ég hlakka svo til :) Er komin í ágætis jólaskap sem er engin furða því það er orðið svo hryllilega kalt og kominn snjór hérna niður í miðjar hlíðar. Fullsnemmt finnst mér reyndar en svona er þetta. En já, ég get bara ekki beðið eftir því að undirbúa jólin, og er ég einkar spennt fyrir jólakortunum þetta árið, þar sem ég mun nú loksins senda út kort með mynd! (Var reyndar alltaf að spá í að senda jólakort með mynd af Rakel minni sálugu, en það varð aldrei neitt úr því og ekki fer ég að gera það núna.) Ég hef samt ekki ákveðið ennþá hvort ég ætti að skella Ingibjörgu í myndatöku eða taka myndir sjálf. Hún verður bara rétt 4 mánaða um jólin þannig að það er spurning að fara bara með hana í myndatöku þegar hún er orðin 6 mánaða. Sé til :)

Ætluðum að leggja í hann suður á mánudaginn, en eitthvað er veðurspáin leiðinleg þannig að við erum að hugsa um að fara frekar á þriðjudag. Sjáum hvernig það fer.

miðvikudagur, september 21, 2005

TV

Bráðavaktin byrjar í kvöld, loksins! Get svei mér þá ekki beðið, er búin að bíða eftir þessari stund lengi! JEIII!
En svona til að láta ykkur vita þá er ég að fylgjast með endursýningunni af Desperate Housewifes. Jóhanna ætti því að geta talað við mig næst þegar ég hitti hana :) Er alveg dottin niður í þá þætti og finnst þeir alveg frábærir.
Ég er hinsvegar alveg miður mín yfir því að Lost skuli vera lokið... þetta var alveg heilög stund á mánudagskvöldum á mínu heimili, og ekki nóg með það heldur fylgdist mamma líka með þessum þáttum og hún sem horfir aldrei á neitt! Það var því skemmtileg tilbreyting að geta rætt við hana um eitthvað sjónvarpsefni :) En hvenær ætli þeir fari að sýna næstu seríu? Kannski eftir áramót? Er nú ekki alveg að höndla þá löngu bið þar sem þetta endaði allt svo spennandi!

Jæja ég var bara ekkert svo svartsýn í síðasta bloggi þegar ég var að tala um ófærð á norðurleiðinni... spáð hundleiðinlegu veðri næstu daga þannig að við ætlum að skella okkur suðurleiðina. Hugsa að við leggjum í hann á sunnudag eða mánudag :( Fúllt!!!

laugardagur, september 17, 2005

Í sælunni

Vá hvað það er langt síðan síðast... En já þá erum við búin að vera hér fyrir austan í heilar þrjár vikur og ég get alveg sagt eins og er að okkur langar EKKERT suður aftur! Mikið óskaplega fer vel um mann hérna á Hótel Mor & Far :) En það er auðvitað ekki hægt að vera endalaust hér, þannig að við förum að huga okkur til hreyfings í lok næstu viku eða um næstu helgi. Held að við förum norðurleiðina aftur (nema það verði ófært - ein svartsýn :)) og stoppum þá á Akureyri eina nótt.

Búið er að skíra dömuna... Ingibjörg Ásdís í höfuðið á ömmum sínum. Held nú að það hafi ekki komið mörgum á óvart :) allavegna ekki fyrra nafnið. Okkur finnst samt mjög skrítið að kalla hana nafninu sínu einhverra hluta vegna. Skrítið að mega allt í einu segja það svo aðrir heyri, því þetta var auðvitað löngu ákveðið. Maður á það til að kalla hana bara einhverju gælunafni, en þetta hlýtur að venjast.

Annars eru allir voða hressir, ég segi það bara enn og aftur að mig langar ekkert að fara suður aftur. Spurning að Heimir fari bara einn og við mæðgur kæmum bara eftir áramót, held nú samt að hann samþykki það ekki :)

Jæja, segi þetta gott í bili... spurning hvað líður langt á milli skrifa næst :)