Labbi - labb
Haldið ekki að litla daman á heimilinu hafi tekið sín fyrstu skref í dag!?!?! :) Já hún labbaði heil tvö skref ein, sér og sjálf. Við sátum á gólfinu og létum hana labba á milli okkar með því að halda í hendurnar á henni og vorum alltaf að prufa að sleppa og VOLLA allt í einu sleppti hún og gekk sjálf!! Get svo svarið það... við ætluðum algjörlega að tapa okkur í fagnaðarlátunum og varð sú stutta hin ánægðasta með sig :) Nú verður spennandi að fylgjast með hvernig þessu verður háttað hjá henni. Hvort hún haldi áfram þangað til hún labbar almennilega, eða hvort þetta sé bara nóg í bili :)
Annars sitjum við hér og horfum á RISA sjónvarpið okkar!! Jeminn það er svo flott. Nú verð ég bara að fara að kaupa sjónvarpsdagskrá svo ég geti dottið niður í einhverja skemmtilega þætti :) Annars held ég varla vatni yfir honum Mads Mikkelsen þessa dagana. Ekkert lítið flottur maðurinn! Sá hann fyrst í myndinni En kort En lang, þar sem hann leikur homma. Rosalega góð mynd, bæði fyndin og dramatísk.
En já, nú vantar bara sófann (sem kemur um miðja næstu viku), skenkinn undir tv og baðskápinn, sem ætti líka að koma í næstu viku. Svei mér þá, check listinn styttist :) Reyndar er ég frekar fúl yfir sófanum, ég meina við keyptum hann 14. og við fáum hann ekki fyrr enn í næstu viku!!! Hringdi í dag til að tékka hvenær hann væri væntanlegur. Maðurinn sagði um miðja næstu viku og baðst svo ekki einu sinni afsökunar á hve langann tíma þetta tæki, þegar ég fór eitthvað að æsa mig yfir biðinni!! Get svarið það, hvað er málið með þetta lið? Getur einhver frætt mig á því? Það er ekki eins og við séum á Íslandi að kaupa sófa í DK. Nei í alvöru, hversu langann tíma tekur það eiginlega að fá hluti senda heim? Mikið get ég pirrað mig yfir þessu... Kannski eftir 6 ára dvöl hér kippi ég mér ekkert upp yfir mánaðarbið á hlutunum. Efa það samt...
Ætla inn í rúm, held að Heimir sé ekkert á leiðinni, nú á nýja tækið á heimilinu hug hans allann :)
Góða nótt.