fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Skrúfa, skrúfa

Það var farin Ikea ferð í dag og svei mér þá ef allt var ekki bara til :) Kvöldinu er því varið í að skrúfa og setja saman húsgögn. Mikið gaman.

Annars held ég að Sigurjón Gísli komi í bítið í fyrramálið. Hann ætlar að kíkja á okkur þar til hann fer í næsta flug um hádegi. Það verður gaman að sjá hann.

Síðasti dagur mánaðarins. 1. des á morgun sem þýðir að við Ingibjörg opnum dagatalið okkar :) Hún fékk voða fínt súkkulaði Disney dagatal og ég fékk líka dagatal. Svo er auðvitað myndadagatalið sem við fengum frá Líönu. Svo það verður nóg að opna næstu 24 dagana.

En jæja, ég MÁ víst ekki vera í tölvunni... á að fara að setja saman skúffu í sjónvarpsskenkinn.

Kveð í bili.

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Pakka inn

Ég er búin að eyða dágóðum tíma af deginum í að pakka inn jólagjöfum. Gerði heiðarlega tilraun til þess hérna á gólfinu með Ingibjörgu að skottast í kringum mig. Byrjaði að pakka inn til Björns Hermanns og gekk það vel, byrjaði næst á systur hans sem gekk líka vel, en þegar ég byrjaði á þriðja pakkanum til Nönnu Bjarkar, þá var mín búin að rífa utan af pakkanum hennar Hólmfríðar og hélt á ánægð á gjöfinni!! :) Ég er því farin að átta mig á því að ég fæ ekki að taka upp pakkana hennar núna á jólunum eins og síðast!! Svolítið svekkt yfir því :) En ég reyndi nokkarar tilraunir enn að pakka inn til Hólmfríðar en það var alveg sama, Ingibjörg var ekki sátt við þetta og hélt fast í gjöfin. Ég hætti því og byrjaði aftur þegar pabbi hennar kom heim :) Ég er semsagt búin að pakka inn 10 gjöfum, gott að það er frá. Nú er bara að byrja á seinna hollinu.

þið skötuhjú í Hafnarfirðinum, ég er komin með ágætislausn á sjónvarpsmálunum. þið komið bara fljótlega til Danmerkur eftir jólin og þá verða Heimir og Hermann hérna heima að skoða og fikta í sjónvarpinu með börnin og við dömurnar verðum í búðunum!! :) Hvernig líst ykkur á? Nú ef Hermanni líst vel á sjónvarpið þá kaupið þið það bara hérna. Finnst þetta alveg brilljant lausn!! :)

Heiða, ég næ aldrei að commenta hjá
þér! Meiri vitleysan þessi síða þín!! Endilega farðu nú að skipta um síðu. Er svolítið pirruð... en samt sagt í góðu :)

Ætla upp í rúm að horfa á Nágranna. Er svolítið búin að vanrækja
þá eftir að sjónvarpið kom í hús.
Góða nótt.

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Sófi... chek!!

Já sófinn er sko mættur í hús! Varð mikið glöð þegar þeir komu í dag með hann. Kíktum svo á Ikea síðuna til að ath með húsgögnin þar, og jú það er sko líka komið :) þurfum því að gera okkur eina Ikeaferð í vikunni. Ohh líður vel að allt skuli fara að smella hérna.

Annars áttum við góða helgi. Sáum þegar jólaljósin voru tendruð á Amagerbrogade og horfðum á jólalestina. Kíktum svo í Fiskitorfuna og keyptum 2 jólagjafir. Við Hrafnhildur fórum svo á Strikið og þar í kring í gær og náði ég að kaupa 3 gjafir í þeirri ferð. Ætli ég sé þá ekki búin með einar 10 gjafir, hugsa það. Það er nú slatti eftir, en þetta er fljótt að koma.

Hermann, átti að segja þér frá Heimi að myndin í sjónvarpinu er GEÐVEIK og að þetta er þvílíkt tæki!! :) Hann hefði alveg þegið þinn félagskap við allt þetta fikt og allar stillingar.

þórey, ég gleymdi alltaf að segja þér að ég sef nær hurðinni... endurtek, NÆR hurðinni :)

Ætlaði bara rétt að láta vita af mér. Klukkan að verða 12 að miðnætti svo ég ætla að fara að sofa.
Guð geymi ykkur og góða nótt.

föstudagur, nóvember 24, 2006

Jólin koma, jólin koma senn

Aðeins einn mánuður til jóla!! Jii hvað ég hlakka til. Eftir nákvæmlega mánuð verða mamma og pabbi hérna hjá okkur, við búin að taka upp alla pakkana og Ingibjörg sennilega farin að sofa, ég löggst upp í rúm með glænýjann Arnald eða splunkunýja Yrsu og mjög sennilega bæði!! GET EKKI BEÐIÐ!!

Við Hrafnhildur ætlum á mánudaginn að fara í bæinn bara tvær :) það verður ljúft. Ætla að reyna að saxa aðeins á jólagjafalistann og kaupa ýmislegt. Ætla t.d. að fá mér svona dagatalakerti þar sem einn dagur er á einum litlum kertakubb og líka kerti í aðventukransinn. Svo vantar jólasveininum einar 10 gjafir í skó dömunnar svo það verður sennilega miklu eytt í þessari ferð :) Á morgun ætlum við hinsvegar að fara með Hrafnhildi og fjölskyldu að sjá þegar kveikt verður á jólaljósunum á Amagerbrogade. Hlakka til að sjá herlegheitin.

Rakst á þessa fínu uppskrift af jólaköku, og þar sem aðeins EINN mánuður er til jóla að þá ákvað ég að deila henni með ykkur, lesendur góðir. Hún léttir ykkur kannski lífið og stundirnar í jólamánuðinum :) Við Hrafnhildur erum allavegna mjög spenntar fyrir henni. Endilega lesið alla uppskriftina.

Jólakökuuppskrift

1 bolli vatn
1 bolli sykur
4 stór egg
2 bollar þurrkaðir ávextir
1 teskeið bökunarsódi
1 teskeið salt
1 bolli púðursykur
1 bolli sítrónusafi
1 bolli hnetur
1 FULL flaska af Grand

Smakkið Grandið til að vera viss um að það sé ekki skemmt.
Takið stóra skál. Athugið Grandið aftur til að vera alveg viss um að það sé ekki skemmt.
Hellið í einn bolla og drekkið. Endurtakið. Kveikið á hrærivélinni, hrærið 1 bolla af smjöri í stóra, mjúka skál. Bætið 1 teskeið útí og hrærið aftur.
Athugið hvort Grandið sé nokkuð farið að skemmast, fáið ykkur annan bolla. Slökkvið á hrærivélinni.
Brjótið tvær skurnir og bætið í skálina og hendið út í bollanum af þurrkuðu ávöxtunum.
Hrærið á kveikivélinni. Ef þurrkuðu ávextirnir festast við hrærararrarna losið þá þá af með rúfskjárni.
Bragðið á Grandinu til að athuga magnið.
Næst, sigtið 2 bolla af salti. Eða einhverju. Hverjum er ekki sama.
Athugið Grandið. Sigtið sítrónusafann og teygið hneturnar. Bætið einu borði... Skeið af sykri eða eitthvað. Hvað sem þú finnur nálægt.
Smyrjið ofninn. Stillið kökuformið á 250°. Gleymið ekki að hræra í stillaranum.
Hendið skálinni út um gluggann. Athugið Grandið aftur. Farið að sofa.
(Finnst nokkrum ávaxtakökur góðar hvort eð er?).

Hún Brynja var að gera jólalookið á síðuna hennar Ingibjargar. Alveg er stúlkan snillingur!! Skil ekki hvernig hún getur þetta. Við gerðum eina tilraun til að ég myndi læra á þetta, og nei það tókst ekki :) Takk enn og aftur Brynja mín!

Annars sitjum við skötuhjú hérna fyrir framan sjónvarpið, svona ef ykkur skyldi detta eitthvað annað í hug :)
Góða nótt og góða helgi.

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Labbi - labb

Haldið ekki að litla daman á heimilinu hafi tekið sín fyrstu skref í dag!?!?! :) Já hún labbaði heil tvö skref ein, sér og sjálf. Við sátum á gólfinu og létum hana labba á milli okkar með því að halda í hendurnar á henni og vorum alltaf að prufa að sleppa og VOLLA allt í einu sleppti hún og gekk sjálf!! Get svo svarið það... við ætluðum algjörlega að tapa okkur í fagnaðarlátunum og varð sú stutta hin ánægðasta með sig :) Nú verður spennandi að fylgjast með hvernig þessu verður háttað hjá henni. Hvort hún haldi áfram þangað til hún labbar almennilega, eða hvort þetta sé bara nóg í bili :)

Annars sitjum við hér og horfum á RISA sjónvarpið okkar!! Jeminn það er svo flott. Nú verð ég bara að fara að kaupa sjónvarpsdagskrá svo ég geti dottið niður í einhverja skemmtilega þætti :) Annars held ég varla vatni yfir honum Mads Mikkelsen þessa dagana. Ekkert lítið flottur maðurinn! Sá hann fyrst í myndinni En kort En lang, þar sem hann leikur homma. Rosalega góð mynd, bæði fyndin og dramatísk.

En já, nú vantar bara sófann (sem kemur um miðja næstu viku), skenkinn undir tv og baðskápinn, sem ætti líka að koma í næstu viku. Svei mér þá, check listinn styttist :) Reyndar er ég frekar fúl yfir sófanum, ég meina við keyptum hann 14. og við fáum hann ekki fyrr enn í næstu viku!!! Hringdi í dag til að tékka hvenær hann væri væntanlegur. Maðurinn sagði um miðja næstu viku og baðst svo ekki einu sinni afsökunar á hve langann tíma þetta tæki, þegar ég fór eitthvað að æsa mig yfir biðinni!! Get svarið það, hvað er málið með þetta lið? Getur einhver frætt mig á því? Það er ekki eins og við séum á Íslandi að kaupa sófa í DK. Nei í alvöru, hversu langann tíma tekur það eiginlega að fá hluti senda heim? Mikið get ég pirrað mig yfir þessu... Kannski eftir 6 ára dvöl hér kippi ég mér ekkert upp yfir mánaðarbið á hlutunum. Efa það samt...

Ætla inn í rúm, held að Heimir sé ekkert á leiðinni, nú á nýja tækið á heimilinu hug hans allann :)
Góða nótt.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Gleðilegar fréttir

Nú hef ég fréttir að færa (vinsamlegast sitjið)!! Og nei ég er ekki ólétt :) Sjónvarpið er væntanlegt í hús á fimmtudaginn!! :) Alveg satt. Ég sé því fram á mikið sjónvarpsgláp næstu daga og já sennilega vikur. Finnst það líka allt í lagi þar sem við erum búin að vera sjónvarpslaus í TVO mánuði, á mikið gláp inni :) Er frekar mikið spennt.

Annars er rétt mánuður í mömmu og pabba. Mikið óskaplega hlakka ég til og mikið óskaplega kvíður mig fyrir þegar þau fara. En eins og Elma segir, að þá er verið að fara að bjóða upp á flug frá Eg til Köben á 8000 kall, svo það verður lítið mál að lengja helgi og koma :) Og líka æði fyrir okkur að fljúga næstum því heim, sleppa við alveg við borgina.

Kíktum í Ikea í dag bara til að tékka hvort hlutirnir væru komnir. En nei, ekki svo heppin. Langaði nefnilega svo að vera búin að fá allt áður en sjónvarpið kæmi í hús. Get nefnilega ekki beðið eftir því þegar ALLT er orðið eins og það Á að vera! Ekki svona einn pappakassi eftir og eitthvað dót þarna sem á ekki að vera þarna og er bara að bíða eftir hirslum! Hmmm vonandi skilst þessi setning :) ég skil hana allavegna.

Ælta ekki að hafa þetta lengra í bili.
Er búin að setja upp allar seríur :)
Góða nótt.

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Leti og skreytingar

Merkilegt þegar bloggletin hellist svona yfir mann. Hugsa allann daginn, já best að blogga svo í kvöld, og ekkert gerist. Ég sest samt niður við tölvuna en fer að gera eitthvað ALLT annað :) En svona er þetta. Núna sit ég í stofunni með kveikt á seríunum og kertum, með einn öl (auðvitað :)) og hlusta á Bylgjuna. Mjög notaleg stemming.

Helgin var fín. Ég er búin að skreyta! :) Jájá setti meira að segja upp nokkrar jólastyttur og svona jóladúll. Ætlaði samt ekki að gera það, ætlaði bara að setja upp seríurnar og geyma hitt aðeins, en svo þegar ég fór að skoða dótið þá gat ég bara ekki annað :) Reyndar er ég ekki alveg búin með seríumálin, það eru nefnilega svo rosalega stórir sumir gluggarnir (eiginlega frá gólfi og upp í loft) að ég verð aðeins að skoða hvað ég geri þar. Held samt að ég endi á að setja í hálfan gluggann, þið vitið svona L á hvolfi. Hugsa að það kæmi vel út í gluggann við hliðina á Ingibjargar glugga. Já held það bara. Setti litaseríu inn í okkar herbergi því mér finnst svo notaleg birtan sem kemur af þeim í gegnum gardínurnar, en allt annað er hvítt. Líst samt ekki á hvað danirnir eru eitthvað seinir. Að vísu eru aðeins fleiri búnir að setja upp útiseríu en ekkert gerist í gluggamálum.

Annars sveik Ikea okkur heldur betur... það var bara ekkert til af því sem okkur vantaði, þ.e.a.s. stóru hlutirnir. Ætluðum að kaupa skenk (jeminn hvað þetta er skrítið orð), og innréttingu inn á bað. Þetta á samt að koma núna í næstu viku. Já það er margt sem á að koma núna í vikunni! Sófinn og TV-ið :) svei mér þá, ég bíð spennt að vita hvernig það fer. Ég tjúllast ef þeir segja svo að það komi í þarnæstu viku!!

En jæja, búin að skila smá bloggi. Gæti nú alveg bablað eitthvað meira en það er kominn Granna tími :)
Góða nótt.

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Fáir eftir

Ég er ekki að grínast í ykkur en ég á bara EINN kassa eftir. EINN KASSI!! Í honum eru bækur og allskonar pappírsdót, öll prjónablöðin mín og sv. fr. Veit ekki alveg hvar ég ætla að setja það en það kemur í ljós í næstu viku :)
Heimir á frí í skólanum á morgun og reyndar í dag líka þar sem kennarinn er lasinn. Við ætlum því að taka stefnuna á Ikea á morgun, sennilega lokasyrpan þar í bili. Ætlum einmitt að kaupa svona ?rúllaundirrúm? hirslur og þá getur Heimir tekið uppúr þeim tveimur kössum af tölvudóti sem hann á eftir. Þetta er því bara allt að smella hér hjá okkur, svei mér þá.

Jólakassinn er aftur kominn hingað upp en hann var óvart settur niður í geymslu. Ætli það verði ekki verkefni helgarinnar að fara yfir dót og setja jafnvel upp seríur. Elsa Sæný ætlar svo að koma í brunch á laugardaginn til okkar, kíkja á nýja heimilið :) Svo er einhver tölvu og leikjasýning um helgina sem Heimir er búinn að kaupa miða á. Ætli maður lufsist ekki þangað líka.

Annars er ég alveg steinhissa á því hvað gengur vel hjá Ingibjörgu að sofa í sínu herbergi. Var viss um að þetta yrði eitthvað mál, en nei, það heyrist ekki einu sinni í henni þegar ég legg hana í rúmið, syng og bið bænirnar. Ekki boffs og svo fer hún bara að sofa. Reyndar er fyndið að í hvert skipti sem ég byrja að syngja fer hún að skellihlægja!! :) Veit ekki alveg hvað hún meinar með því! Annaðhvort finnst henni það svona rosalega skemmtilegt eða henni finnst ég ekki vera með fulla fimm :) Spurning.

Það var yndislegt veður í dag, smá breyting frá rigningunni sem er búin að vera ríkjandi síðustu viku. Bara sól og blíða og meira að segja heitt. Skrítið að hugsa svo heim þar sem er alveg arfavitlaust veður og svaka snjór! Maður á eitthvað bágt með að ímynda sér það í sólinni. En við röltum Íslandsbryggjuna og höfðum það notalegt, komum svo heim fengum okkur eplalummur, jammí!

En jæja, það er kominn Granna-tími :)
Góða nótt.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Sjónvarpsmál, kafli 2

Erum við komin með sjónvarpið? Neeeiii. Og Svanfríður, er ég búin að tapa gleðinni? Neiii ekki heldur, en það er ekki langt í það. Fengum okkur hjólatúr í dag í búðina til þeirra og þar hellti ég mér yfir afgreiðslumanninn. Sagðist ekki vera par ánægð með þetta og hefði ég vitað þetta þegar ég keypti sjónvarpið fyrir TVEIMUR MÁNUÐUM SÍÐAN hefði ég aldrei keypt það! Hann sagði okkur að það ætti í síðasta lagi að koma á þriðjudag í næstu viku!! Ég sagði bara: Yeah right!! Þetta var sagt við okkur í síðustu viku og þetta er orðið svolítið þreytt. En það er víst ekkert við þessu að gera, þakka bara Guði fyrir tölvuna og internetið. En megi Guð hjálpa þeim ef tækið kemur ekki í næstu viku!

Annars fóru feðginin í klippingu í gær. Já við kíktum á stofuna sem Birgitta er nýbúin að opna ásamt annarri íslenskri stelpu. Birgitta var að vinna með Sigrúnu á Quest þannig að það er ágætt að vita að maður er í öruggum höndum. Var nefnilega búin að hafa miklar áhyggjur af því hver ætti að hugsa um hausana á fjölskyldunni. Pantaði líka jólaklippinguna fyrir familyuna og fer ég 9. des og feðginin 18. Sé bara til hvort að Ingibjörg þurfi aftur klippingu, hún var bara orðin svo mikil lubbalína núna að ég gat ekki setið á mér og fékk Birgittu til að klippa hana. Ég get hinsvegar ekki beðið eftir því að komast í klippingu. Endarnir á hárinu á mér eru orðnir hræðilegir og spilar sennilega allt saman, vatnið, sléttujárnið og Ingibjörg, því henni finnst fátt skemmtilegra en að dúllast í hárinu á mér þegar við erum að knúsast eitthvað.

Við erum búin að setja upp seríu!! :) Hahaha og við erum sko alveg að rúlla upp þessum nágrönnum :) Keyptum seríu með svona hvít-bláum ljósum, þannig að hún er svaka skær. Aðrar skreytingar á húsinu falla algjörlega í skuggann af henni!! :) Hahahaha!! En þetta kemur ægilega vel út, hver pera á sínum stað, allar snúa fram og allt þráðbeint! Bara eins og þetta á að vera! Spurning hvort ég verði ekki að smella mynd af þessu og skella inn á Barnalandið. Kann nefnilega ekki að setja myndir inn á þessa síðu. En ég er búin að skoða þetta betur hjá nágrannanum og hann er með svona seríunet. Ekki fallegt hjá honum. Svo er annar hér í húsinu búinn að setja upp seríu, og hann bara vafði seríunni um handriðið þannig að það sjást bara ljós á stangli. Alls ekki fallegt. Ekki einu sinni vafið reglulega heldur bara einhvern veginn! Þetta er auðvitað bara hneyksli!

Keyptum okkur 3ja sæta sófann í gær. Hann á að koma til okkar fyrir helgi!! Þetta er eiginlega bara of gott til að vera satt! En ég ætla nú samt ekkert að láta mér bregða þó hann komi svo ekki fyrr en eftir 2 vikur eða svo eins og var með hinn sófann :)

En jæja, ætla að fara upp í rúm og horfa á Nágranna. Jiii hvað ég væri löngu dauð ef ég hefði ekki internetið og Granna!
Góða nótt.

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Af sjónvarpsmálum

Nú er ekki langt í að ég fari að tapa gleðinni skal ég segja ykkur!! Þegar við fórum af stað í sjónvarpsleit leist okkur (eða Heimi, hann sér um tækjadeildina á heimilinu) einna best á sjónvörpin hjá AlfaView en það eru dönsk sjónvörp. Við ákváðum að kaupa eitt stk. 40 tommu flatskjá en vegna mikilla vinsælda þurftum við að bíða í þrjár vikur eftir því. Þetta var nú svolítið erfið ákvörðun þar sem sérstaklega ég hef mikið gaman af því að horfa á tv, en við slógum til, við hlytum að geta lifað þetta af. Við áttum því að fá gripinn í 43. viku. (Danir reikna allt út frá vikum, engar dagsetningar, bara vikunúmer. Þetta vissi ég ekki fyrr en ég flutti út.) Eeeenn.... nú byrjar vika 46, endurtek 46 á morgun. Við erum ekki enn búin að fá helv... gripinn! Við hringdum í síðustu viku og þá sagði hann okkur að við ættum að hafa samband núna á þriðjudaginn í fyrsta lagi. Mér er ekki skemmt! Hefðum aldrei keypt þetta hjá þeim hefðum við vitað af þessari löngu bið!

Annars er Ingibjörg búin að fá Söngvaborg 1 og 2 í hendurnar. Ég er búin að fela þessa nr. 3, verður fínt að fá smá hvíld frá henni. Fyndið að sjá breytingarnar á Siggu og Maríu. Á fyrsta disknum er Sigga með knall stutt hár og María ófrísk og á næsta er Sigga komin með hár niður á axlir og María bumbulaus :) Ennþá heldur sú síðarnefnda áfram að vera heft.

Það gengur alveg vonum framar hérna hjá okkur að taka upp úr kössum. Einhverjir 3-4 eftir sem ég er svona að dúlla mér við. Okkur vantar líka hinn sófann. Þar sem við vorum í svo litlu húsnæði keyptum við okkur 2ja sæta sófa en núna ætlum við að kaupa 3ja sæta í stíl. Svo vantar okkur eitthvað undir blessaða sjónvarpið (þ.e.a.s. ef það kemur einhvern tímann). Spurning bara hvort að við fáum góða veggfestingu hjá þeim í sárabætur!?! Best að bera það undir þá. Hnuss!
En jæja já, ætla ekki að svekkja mig meira á þessu í bili. Þið fáið annann reiðilestur um miðja vikuna ef ekkert heyrist frá þessu liði!

Vindum okkur í eitthvað skemmtilegt... JÓLIN :) Nú er sá sem býr í penthousinu fyrir ofan okkur búinn að setja upp seríu á svalirnar!! Og ég sem ætlaði að verða fyrst!! Læt þetta ekki viðgangast lengur og ætla því að fara af stað og kaupa seríur á svalirnar hjá okkur. Alveg á hreinu. Mér finnst þetta samt ekki fallegt hjá honum. Þetta er svona sería sem að lekur niður og það er akkúrat ekkert skipulag á perunum! Einhvern veginn allt út um allt. Ég ætla nú bara að fá mér plain hvíta seríu og setja hana upp, reglulega og þétt!! Það er svo fallegt. Svo hugsa ég nú að ég fari bara bráðum að skreyta. Kannski bara um næstu helgi, það væri alveg passlegt.

Alveg með eindæmum hvað ég róast við jólahugleiðingarnar :) Ætla að fara upp í rúm og endurnýja kynnin við Nágranna. Hef ekki horft á þá í tvær vikur eða eitthvað álíka!
Góða nótt.

föstudagur, nóvember 10, 2006

Komin í samband!

Já þá er ég komin í samband við umheiminn á ný. Get sko alveg sagt ykkur að þegar maður er bæði sjónvarpslaus og netlaus að þá dettur maður alveg út! Heimurinn hefði getað farist án þess að ég vissi af því... eða nei kannski ekki alveg.

Mikið er nú ljúft að vera komin í íbúðina. Þetta er æði. Algjör draumur að geta hreyft sig án þess að rekast í hina íbúana eða hluti. Gengur bara nokkuð vel að koma okkur fyrir. Samt nokkrir kassar ennþá sem á eftir að taka uppúr. En þetta er allt að fá á sig heimilislegan blæ :) Eitthvað hljóta danir samt að vera á móti skápum og hirslum. Þeir eru allavegna ekkert að spreða með skápapláss. Við urðum fara í Ikea og kaupa fleiri eldhússkápa og svona ýmislegt til að koma dótinu fyrir. Eigum enn eftir að kaupa einhverja hirslu inn á bað, því þeir sem mig þekkja vita að ég á smá slatta af snyrtivörum og kremdóti :)

Herbergið hennar Ingibjargar er tilbúið og er daman búin að sofa þar þrjár nætur. Fyrstu tvær tókum við hana yfir til okkar kl. 4 en síðustu nótt svaf mín eins og steinn þangað til pabbi hennar fór á stjá kl. hálf 7. þá kom hún yfir til mín og við sváfum til 8, bara ljúft :) Vonandi er hún því bara orðin sátt við sig þarna.

Heiða og Símon eru semsagt komin og farin. Æðislegt að fá þau. Heiða gisti hjá okkur eina nótt meðan Símon skrapp til Árhusa. Við eyddum einum degi í Fields og svo var farið á Strikið, í Fiskitorvuna, út að borða og haft það nice saman. Steingleymdi að láta þau skrifa í gestabókina!! Frekar svekkt yfir því. Nú er bara spurning hverjir koma næst... hef nú samt lúmskan grun um hverjir það verða. En það kemur í ljós.

Ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni, er að drepast úr höfuðverk. Kalla mig góða að hafa þó getað skrifað þetta. Við förum að passa á morgun hjá Hrafnhildi þar sem þau hjúin ætla að skella sér á Gerorge Micheal tónleika.
Hafið það gott um helgina og farið varlega í þessu brjálaða veðri sem ég las um í Mogganum!