Næstsíðasti dagur ársins
Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakka samfylgdina á árinu sem er að líða. Gangið hægt um gleðinnar dyr og passið ykkur á rakettunum.
Ef þú ert ekki ánægð með þann stað sem þú ert á í lífinu, breyttu því þá! -Þú ert ekki tré!
Næstsíðasti dagur ársins
Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakka samfylgdina á árinu sem er að líða. Gangið hægt um gleðinnar dyr og passið ykkur á rakettunum.
Notalegheit
Þetta eru aldeilis búin að vera ljúf jól. Aðfangadagskvöld var æðislegt og hreindýrið algjört lostæti. Ég var búin að spá því að Ingibjörg myndi taka upp 2-4 gjafir eða svo og þá væri gamanið búið, nei mín sat sko og opnaði hvern pakkann á fætur öðrum :) og hafði sko gaman að. Það var frábært að fylgjast með henni. Þúsund þakkir fyrir okkur :)
Í gær var svo jólaboðið. Þar var mikið stuð, fullt af fólki og þvílíkur veislumatur. Dagurinn í dag er svo búinn að vera dagur letinnar í bókstaflegri merkingu. Við afrekuðum þó að fara í eins og hálftíma göngu sem var mjög hressandi.
En eins og ég var búin að segja fékk ég bæði Arnald og Yrsu í jólagjöf. Byrjaði á Yrsu og hún lofar góðu. Bíð svo spennt eftir því að kíkja á Arnald.
Á morgun er svo stefnan tekin á jólativolí. Loksins :)
Aðfangadagur og 4 í aðventu
Já það er sko kominn aðfangadagur hér í Danmörku sem og annarsstaðar. Og nú kveikjum við líka á fjórða kertinu sem er Englakertið. Minnir okkur á englana sem fluttu fréttina um fæðingu frelsarans.
Þetta er búinn að vera góður dagur. Möndlugrauturinn var borðaður í hádeginu og var það sko ÉG sem fékk möndluna :) það var samt ekki svindlað eins og fyrstu 14 árin mín, mandlan var ekki sett í diskinn minn! Vann þetta sko alveg fair.
Það er orðið mjög jólalegt hjá okkur, pakkarnir komnir undir tréð og ég er búin að hafa Bylgjuna í gangi í allann dag, svo íslensku jólalögin eru búin að hljóma í eyrum okkar í dag. Alveg yndislegt.
Mamma er búin að gera eftirréttinn, pabbi er að gera forréttinn og svo er Heimir að fara að undirbúa sig í aðalréttinn, hreindýrið. Ég mun svo sennilega vera í meðlætinu og dúllast í kringum þau.
Elsku vinir nær og fjær, ég óska ykkur gleðilegra jóla. Hafið það gott yfir hátíðina.
Jólakveðja frá Myggenæsgade 7,
Ykkar Úrsúla Manda
Ætla bara rétt að láta vita af mér. Klukkan alveg að fara að slá í aðfangadag. Búið að vera nóg að gera eftir að mamma og pabbi komu til okkar, alveg yndislegt auðvitað. Erum búin að bralla fullt og hafa það gott. Fara á Strikið og niður í Nýhöfn, í Fields, baka smákökur og margt fleira. Í kvöld var svo skötuveisla hjá Hrafnhildi og Viðari, þar voru Ásta Sigrún og fjölskylda og fleiri. Mjög gaman.
Ætlum að hafa það náðugt á morgun, rétt að kíkja á Hrafnhildi og skila af okkur pökkum.
Bið að heilsa ykkur í bili.
Þriðji í aðventu
Þriðja kertið er Hirðakertið, nefnt eftir hirðingjunum sem fyrstir fengu fregnir um fæðingu frelsarans.
Já spáið í því, aðeins 1 vika til jóla!! Mér finnst alltaf svo gaman þegar 4 í aðventu lendir á aðfangadegi. Finnst það svo rosalega hátíðlegt. Svo styttist aldeilis í mömmu og pabba, aðeins 3 dagar! Pabbi ætlaði að athuga það á morgun hvað þau mættu vera með mikinn farangur, semsagt kílóafjöldinn. Held eiginlega að þau verði bara að taka nærbuxur til skiptanna og kaupa sér svo föt hérna úti, svona miðað við farangurinn sem kominn er. Held að það sé full taska og rúmleg það bara pakkar! Þá er jólasteikin (hreindýrið) eftir og fiskurinn og, og, og... þetta verður fróðlegt hjá þeim.
Fórum í heimsókn til Hrafnhildar og co í dag. Þar var ein lítil skotta sem er 14 mánaða og hleypur um allt!! :) Ferlega fyndið. Hún er líka eitthvað svo lítil og mikill kubbur að það var alveg með ólíkindum að sjá hana á ferðinni :) og hún fer ekkert hægt, neinei hún alveg æðir áfram. Ingibjörgu fannst þetta nú ekkert merkilegt og elti hana bara um skríðandi á sínum fjórum! Svei mér þá... markmiðið var að um jólin yrði hún farin að labba, en ég held að ég sé nú bara farin að færa það til Páskanna! Þá hlýt ég að vera nokkuð seif :)
Feðginin fara í jólaklippinguna á morgun. Ætli við skreppum svo ekki smá rúnt á Strikinu áður en Heimir fer í skólann. Alveg upplagt :)
Er orðin hálf stjörf af syfju hérna... bið Guð að geyma ykkur og dreymi ykkur vel.
Jólatré í stofu stendur
Fékk sendar myndir úr jólasnjónum heima. Jiii hvað það er jólalegt í Mýrunum.
Annars erum við að spá í að koma heim um Páskana. Við Ingibjörg kannski í mars einhvern tímann og Heimir svo þegar hann fengi frí. En það kemur allt í ljós. Ætli það verði hægt að fljúga beint til Egilsstaða? Þarf að kanna það.
Erum að horfa á fréttirnar. Allt að verða vitlaust upp á Norrebro út af lokun Ungdómshússins. Götubardagi og alles. Ussuss. Hér á Bryggjunni ríkir hinsvegar friður og ætla ég að fara að koma mér í háttinn, þó fyrr hefði verið. Góða nótt.
Tönn um tennur
Annars sitjum við hér og gæðum okkur á eplaskífum. Dýfi þeim á kaf í rifsberjahlaupið hennar mömmu og svo auðvitað flórsykur. Mikið rosalega eru þær góðar. Legg samt ekki í að baka þær eins og ég veit að sumar ætluðu að gera.
Góða helgi öllsömul.
Heimilisfang
2300 Köbenhavn S
Búin að vígja fína Weber grillið okkar og maturinn var sko æði. Heimir rumdi í öðrum hverjum bita og það veit á gott :) Gerði lystasósuna hans pabba, piparosta-sveppasósuna. Getur ekki klikkað!!
10 dagar til jóla
Sex dagar í mömmu og pabba. Já tíminn líður sko. Ég er farin að hlakka alveg óskaplega til að fá þau. Held að þetta verði bara hin fínustu jól. Ásta og fjölskylda að koma og veit ég að það verður skötuveisla hjá þeim á þorláksmessu, jólaboðið á Jóladag, fullt af fólki og nóg um að vera. Mér gefst kannski ekki mikill tími til að vera að velta mér upp úr "ef við værum heima núna þá" :) Enda verður það líka bara næstu jól!
Á DR1 er verið að sýna Dawsons Creek og ég get ekki annað en hugsað um Tom Cruise. Finnst frekar skrítið að þau Kate Holmes skuli vera gift. Hvað ætli hún sé að hugsa manneskjan? Mér finnst hún eitthvað svo mikið barn, finnst hún svo sæt, og hélt beinlínis að hún væri ekki rugluð. Hvað ætli þetta hjónaband eigi eftir að endast lengi?
Ætlum að fara á eftir og kaupa gas í nýja fína gasgrillið okkar sem við fengum í jólagjöf. Svo á að elda nýrindis nautasteik með öllu tilheyrandi. Jiii hvað það verður gott. Jammí!
Annar í aðventu
Annað kertið sem við kveikjum á heitir Betlehemskertið, og heitir eftir fæðingarbæ Jesús.
Jæja allt fínt að frétta héðan. Ég fór í klippingu í gær og ég lét sko aldeilis klippa mig! Hef ekki verið með svona stutt hár í mörg ár! Það er bara við axlir! Er ekkert að grínast. Og ég hef líka aldrei verið svona dökkhærð... svei mér þá, veit ekki hvað er að koma yfir mig. En það er nú bara gaman að fá smá breytingu, en þetta var erfið ákvörðun, sérstaklega fyrir jafn vanafastar manneskjur eins og mig :) En hárið vex víst aftur, það er eitt sem víst er.
Ég er búin með öll jólakortin, kláraði þau í dag. Ætla því að nota næstu viku til að hreingera íbúðina, taka alla skápa í gegn og endurraða og skipuleggja betur í fataskápunum okkar og Ingibjargar. Reyndar er Ingibjörg búin að taka þvílíka vaxtarkippinn núna undanfarið að hún er vaxin upp úr helmingnum af fötunum. Svei mér þá. Ég þarf að fara yfir fötin hennar og pakka niður því sem er orðið of lítið. Það verður gaman að vita hvort maður eignist aðra stelpu til að geta notað fötin aftur :)
Segjum þetta gott í bili. Góða nótt.
Foreldrar Heimis voru hjá okkur í dag og í kvöld. Gerði fyllta-kjúklingabringu-réttinn sem ég hef ekki gert síðan Elma var í mat einhvern tímann í sumar. En mikið er hann alltaf góður. Ásdís færði mér svaka flotta jólarós sem kemur vel út hérna í stofunni. Ætlaði einmitt að fara að fá mér eina, finnst þær svo fallegar. Vona að ég nái að halda lífi í henni í langan tíma.
Segjum þetta gott í kvöld.
Fyrsti í aðventu
Annars allt gott að frétta héðan. Sigurjón Gísli millilenti hér á föstudaginn á leið sinni heim, og kíkti til okkar í nokkra tíma. Ægilega gaman að sjá hann, verst að hann skyldi ekki stoppa lengur. En hann kemur kannski aftur einhvern tímann og þá kannski bara öll fjölskyldan :) Aldrei að vita.
Ingibjörg er auðvitað farin að opna dagatalið sitt. Finnst nú samt eins og ég sé miklu spenntari en hún yfir þessu :) hún borðar þó súkkulaðið með bestu lyst.
Við tókum jólakortamyndina af dömunni í gær og fórum með í framköllun. Tókst svaka vel og var hún skellihlægjandi á þeim 60 myndum sem var smellt af henni :) þær voru bara allar svo góðar að við áttum í erfiðleikum að velja!! Heimir kom með þá uppástungu að senda bara disk til allra :) Held samt ekki. En það varð svaka fín mynd fyrir valinu :) Nú er bara að setjast niður og hefjast handa við að skrifa, ohh það er svo gaman að skrifa jólakort.
Tókum Nágrannamaraþon um helgina! Get svarið það, ekki veit ég hvað við horfðum á marga þætti föstudags- og laugardagkvöldin, en þeir voru sennilega yfir 20!! Jiii og það sem þeir eru ekki spennandi, alveg eigið þið mikið í vændum!! :) Hvar eru þið ca. stödd núna? Nennir einhver að segja mér...
Vorum í 9 ára afmæli hjá Önnubellu í dag. Voða gaman. Ásdís og Gylfi komu líka í dag og komu þau með fullar töskur af mat!! T.d. venjulegt Cerios (sem virðist ekki fást hér), krydd, osta, flatbrauð og súrmat svo eitthvað sé nefnt. Það síðarnefnda er auðvitað BARA handa MÉR :) Jú kannski að ég prufi að gefa Ingibjörgu smakk á pungum.
Annars þegar ég lít út um gluggana á íbúðinni þá sé ég orðið jólatré í fullum skrúða í öðrum hverjum glugga!! Jájá, um að gera að vera ekkert að skreyta neitt, bara að setja upp jólatréð 1. des!! Ekki í lagi með þessa Bauna!! Við ætlum nú að fara að fjárfesta í einu stk. svo að maður verði ekki búinn að missa af bestu trjánum. Held samt að ég bíði með að skreyta þangað til að mamma og pabbi koma. Já var ég búin að minnast á breytt plan? Nei held ekki. En við förum sem sagt ekki til Heiligenhaven á milli hátíða eins og ráðgert var. Ég er því aðeins búin að breyta planinu, dýragarðurinn er bara á dagskrá á milli hátíða. Taka bara Tívolíið fyrir jól og dúllast saman í bænum. Flott plan :) þið hafið bara samband ef þið þurfið að plana eitthvað :)
Sofið vært!