SprengidagurVið skötuhjú ætlum út að borða á föstudaginn. EIN!! Eftir að vera búin að velta okkur upp úr því hvert við ættum nú að fara, varð Argentína fyrir valinu. Heimi langar svo þangað og ég hef aldrei farið, þannig að það er best að prufa. Eftir að hafa svo rætt þetta við hana Jóhönnu Björgu og borið undir hana matseðilinn, er ég bara orðin nokkuð spennt :) Ítalía verður svo á dagskránni með Júlíu Rós þegar ég kem að austan.
Já Jóhanna Björg kom í heimsókn til okkar í dag. Vægt til orða tekið var Ingibjörg yfir sig hrifin af henni. Hún ætlaði gjörsamlega að éta hana og lék á alls oddi :) En það var voða gaman að fá hana í heimsókn.
Fórum í mat í Viðarimann í kvöld, matur við hæfi dagsins. Ummm baunasúpan algjört æði! Annars át ég þrjár bollur í gær og tvær í dag, ætli við segjum þetta ekki gott af bolluáti þetta árið.
-Bolla-Bolla-Bolla-Held ég hafi nú alveg borðað bollur fyrir daginn í dag, í gær, en maður verður nú samt að fá sér bollur á sjálfan Bolludaginn!! Ég keypti vatnsdeigsbollur með súkkulaði í Krónunni, og nú þarf bara að skella inn í þær :)
Það var verið að bjóða okkur húsnæði í Köben. 140 fm, 5 herbergja íbúð á 150.000 kr. á mánuði! Við þökkuðum bara pent fyrir :) Reyndar er það á kollegi sem er í Lyngby og er 6 km frá skólanum hans Heimis. Ég er voða spennt fyrir þessum stað því þetta er við vatn og voða fallegt þarna. Vonandi verður okkur bara boðið önnur íbúð... já sem er kannski aðeins minni :)
Annars ætlum við að fara út í júní. Júlía Rós og Hermann ætla að skella sér með okkur. Þetta verður svona hjón/par ferð :) Ætlum að fara á fimmtudegi og koma tilbaka á sunnudegi. Mamma ætlar að koma suður og passa nöfnu sína. Erum búin að sækja um íbúð í miðri Köben sem Heimir hefur aðgang að, svo nú er bara að vona að íbúðin verði laus á þessum tíma. Annars er það bara hótel. Ætlum að skoða aðstæður og kíkja á skólann og svona. Held að Heimir ætli sér að ná þeirri neikvæðni sem eftir er í mér, úr mér í þessari ferð :) Gangi honum vel!! Ég fer allavegna ekkert ofan af því að málið er viðbjóður!! En þetta verður örugglega skemmtileg ferð! Verlsa, borða og drekka :)
Ingibjörg er komin í parketsokkana og lúsast þetta áfram í göngugrindinni.
Jæja ætla að fara að fá mér bollur!
Gleðilegan Bolludag :)
MaturVið mæðgur förum austur eftir viku!! :) Ætlum að stoppa í hálfan mánuð. Mamma og pabbi koma hingað suður á fimmtudaginn á árshátíð og við fljúgum svo saman austur. Hlakka mikið til. Finnst samt agalega leiðinlegt að skilja Heimi eftir aleinann, en það verður bara að hafa það! Er strax farin að hlakka til að hitta hann þegar við komum tilbaka :) Helgin var fín, það var ungbarnasund á laugardeginum. Voða gaman, nema hvað maddaman var ekki mikið hrifin af köfuninni! En það verður bara að æfa það betur í næsta tíma :) Í dag var svo bollukaffi hjá Júlíu Rós og fjölskyldu. Ummm þvílíkt gott! Átum all svakalega. Gaman að hittast að vanda. Verst að við hittumst ekkert aftur fyrr en bara um miðjan mars! Svolítið langur tími. Erum loksins komin með göngugrindina handa Ingibjörgu, Enginn smá tími sem við höfum þurft að bíða eftir henni. Við skelltum henni í hana áðan og var hún bara hin ánægðasta. Var voða hrifin af dótinu en hreyfði sig nú samt ekkert mikið... hún tók ekkert á rás eins og ég var búin að sjá fyrir mér :) Held nú að loksins komi parketsokkarnir sem amma hennar hefur verið að gefa henni að gagni.Held líka að hún sé að fara að fá efri framtennurnar... það eru allavegna komnar tvær bungur úr gómnum á henni og mér sýnist að það glitti í eitthvað hvítt :) En svo veit maður aldrei, þær gætu þessvegna látið bíða eftir sér í einhverjar vikur.Gaf henni banana í hádeginu í gær. Stappaði hann vel og vandlega og hrærði svo graut og setti smá saman við. (Þetta leit nú ekki beint girnilega út - eiginlega eins og æla...) Hún bragðaði aðeins á þessu en hryllti sig svo vel og mikið :) Ætla að gera aðra tilraun á morgun. Reyndar las ég það að börn hrylltu sig ekki afþví að þeim þætti þetta vont... fyrir þeim væri þetta bara framandi bragð. Sem er svosem skiljanlegt, hún hefur bara verið á móðurmjólkinni í 6 mánuði og svo allt í einu kemur eitthvað nýtt. Á bara tvo diska eftir í O.C. seríunni og tvo kafla eftir af Lance :)
Gleraugun - OUTJá sennilega mun ég bara geta lagt gleraugunum 22. mars!! (Svona ef ég renn ekki á rassgatið með þessa aðgerð). Get svo svarið það. Er allavegna komin með tíma. En skoðunin tókst sem sagt vel og eins og læknirinn orðaði það... þá sé ég ekki görn! :) Líst bara vel á þetta allt saman en á svolítið erfitt með að lýsa því hvernig mér líður ef ég get eftir mánuð orðið gleraugnalaus. En þið hinir gleraugnaglámarnir skiljið mig örugglega :) Út úr skoðuninni kom að ég er með svo þunna hornhimnu að ég fell ekki inn í þennan staðlaða hóp. Því þarf að "mata laserinn" spes fyrir mig og þess vegna er aðgerðin dýrari. Þetta er náttúrulega alveg týpískt fyrir mig, að geta bara ekki fallið í þetta venjulega NORM! En svona er það nú?
Pössunin gekk eins og í sögu hjá Heiðu :) Enda svo sem ekki við öðru að búast. Ingibjörg gaf ekki frá sér múkk þessa tvo tíma sem ég var í burtu, en hún fagnaði nú samt móður sinni þegar hún kom heim :) Gott að hún var ekki búin að gleyma mér! :)En það er ungbarnasund á morgun, á dagskrá er köfun! Jeminn, það verður gaman. Á sunnudaginn er svo bollukaffi í Hafnarfirðinum. Ekki slæmt það! Góða helgi allir saman.
Leti
Já ekki bara bloggleti, neinei bara allsherjar leti sem hefur hrjáð mig síðan á sunnudag. Hef eiginlega ekki nennt að gera neitt nema nauðsynlegustu húsverkin :) Ég kenni O.C. um þetta!! Er nefnilega komin með seríu tvö og ég bara get ekki slitið mig frá þessu... sorgleg ha?! En ég er þó búin að vera dugleg í dag svo þetta leti-tímabil er kannski liðið, allavegna í bili :)
Er að fara í skoðunina í fyrramálið hjá Lasersjón. Er bara mjög spennt! Nú ef ég sé ekki nógu illa til að fara í þessa aðgerð þá mun ég fjárfesta í nýjum brillum mjög bráðlega! Mín eru orðin ansi rispuð. Vona samt heitt og innilega að ég komist í þetta! Heiða mætir til að passa, það er vonandi að barnið hagi sér vel :)
Nú er ég að lesa bókina hans Lance Armstrong. Hún er rosalega góð og einkar vel skrifuð finnst mér. Er ca. hálfnuð og er búin að skæla nokkrum sinnum.
Skrýtið en það virðist eins og tvær bloggfærslur hafi bara horfið. Veit ekki hvernig stendur á því, en vona að það gerist ekki aftur. Þoli ekki þegar eitthvað klikkar í þessu blogg dóti.
Rakel vinkona og Orri eignuðust sína þriðju prinsessu í morgun :) Til lukku með það.
Til hamingju Ísland!!Já þetta var nú aldeilis flott í gær. Við fórum í Hafnarfjörðinn í Euro veislu og vorum sko öll meira en sátt við úrslitin :) Frábært! Ég var nú samt ekki alveg að fíla hana í viðtalinu í Kastljósinu áðan, fannst þetta nú aðeins of langt gengið og frekar glatað bara. Vona nú að hún týni sér ekki alveg í þessu.
Til hamingju með daginn í dag, ladies. Ég er búin að eiga alltof góðan dag. Hef varla þurft að lyfta litla fingri, svoleiðis búið að stjana í kringum mann. Heimir toppaði svo daginn með því að grilla hreindýr í kvöldmatinn, jiii hvað þetta er nú gott! Svona loksins þegar ég fékkst til að smakka það, hmmm. Byrjaði nefnilega bara að borða þetta núna í haust... hef aldrei viljað smakka þetta kjöt. Ætli ég eigi ekki eftir að eta allt dýrið frá Heimi :)
Ingibjörg fékk í fyrsta skipti að borða í dag!! Stór dagur :) Hún orðin 6 mánaða og 1 daga gömul þannig að við erum alveg á réttum tíma. Kalla það nú bara gott að hafa getað verið með hana eingöngu á brjósti í hálft ár. En já hún fékk rísgraut núna í kvöldmat og fannst hann bara góður. Það var svo gaman að gefa henni að ég hefði alveg getað troðið endalaust í hana :)
Ungbarnasundið í gær var frábært. Veit nú eiginlega ekki hver skemmti sér betur, foreldrarnir eða barnið. Henni leið voða vel þarna á svamli í vatninu. Fór að vísu ekki í kaf en það verður gert í næsta tíma :) Get ekki beðið!
Jæja, ég ætla að halda áfram að hafa það gott það sem eftir er af kvöldinu. Er búin að vera í náttfötunum síðan klukkan 5 í dag :) Bið ykkur vel að lifa! (Hvort á ég að hafa fyrirsagnirnar í bláu eða bleiku? Get ekki ákveðið mig... kannski bara til skiptis?! Þórey endilega segðu þína skoðun... þú hefur ábyggilega skoðun á þessu :))
Skoðun
Ég fór með Ingibjörgu í 6 mánaða skoðun og sprautu í morgun. Stelpan er orðin 69 cm og 7,6 kg, búin að lengjast um 2 cm og þyngjast um hálft kg. Aldeilis fín. Svo fékk hún sprautu gegn heilahimnubólgu og var hún ekki sátt við það. Þegar hún var búin að jafna sig leit hún á lækninn stórum tárvotum augum og með ekka. Greyið litla... en það er allt í lagi núna :)
Heiða mín er búin að redda mér O.C. seríu tvö!! Jiii hvað ég hlakka til að horfa á það. Fæ þetta á eftir þegar Heimir kemur heim. Ég get því fylgst með þriðju seríunni sem byrjar held ég í næstu viku.
Það var voða gaman hjá okkur stelpunum í gærkvöldi. Alltaf gaman að hittast. Að vísu fer nú að fækka í hópnum þar sem við erum tvær á leiðinni út til Danmerkur. Það var því rætt um að hittast einhvern tímann á næstu árum í Köben og hafa skemmtilegt.
Það er Valentínusardagur í dag hjá okkur skötuhjúum. Við frestuðum honum um tvo daga því það er búið að vera svo mikið að gera hjá Heimi í vinnunni. Við ætlum því að hafa það voða gott í kvöld og elda góðann mat. Ég reyndar gat ekki beðið og gaf honum gjöfina á réttum degi, en ég hef ekkert fengið enn. Það er spurning hvað ég fæ þegar hann kemur heim :)
Á morgun er ég að fara að hitta tvær úr vinnunni sem áttu börn í lok ágúst og byrjun sept. Tveir litlir strákar. Það verður sjálfsagt mjög skemmtilegt. Annað kvöld átti svo að vera Idol og pizza með Júlíu Rós og Hermanni. Veit ekki alveg hvernig það fer þar sem Hermann liggur nú lasinn. Ógurlegt ástand á fjölskyldunni. Á laugardaginn byrjar svo ungbarnasundið. Ég er ekkert smá spennt, verður örugglega æði. Um kvöldið átti að vera Eurovision party hjá Júlíu Rós og co, veit ekki heldur hvað verður með það.
Danmörk
Nú er ég búin að ganga frá því sem ég vildi vera búin að gera áður en ég tilkynnti þetta á netinu... já við erum að flytja til Köben. Heimir er að fara í nám og við flytjum út í haust. Svona er það nú. Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið neitt yfir mig hrifin af þessu, en ég er nú öll að koma til og er bara orðin svolítið spennt. Danmörk hefur reyndar aldrei heillað mig og hvað þá málið! Finnst það nú alveg hundleiðinlegt. En það breytist örugglega, flestum finnst svo yndislegt þarna. Þetta kemur auðvitað einkar illa við mig þar sem ég er svo fastheldin og þoli illa svona breytingar. En á endanum verður þetta sjálfsagt þannig að ég mun ekkert vilja koma heima aftur :) það er svona týpískt ég...
En já námið tekur 3 og hálft ár en ef hann tekur masterinn þá yrðu þetta 5 ár. Við tökum nú bara stefnu á 3 og hálft ár til að byrja með. Ég hef ekki alveg ákveðið hvað ég ætla að gera. Hvort ég fari í skóla, reyni að fá mér vinnu eða hvað verður. Svo sem nægur tími til að ákveða það. Að námi loknu er stefnan svo tekin austur. Ó já, flytja heim í heiðardalinn.
Mikið á ég nú eftir að sakna allra, en það er aldeilis flott að það er beint flug frá Egilsstöðum til Köben þannig að það er lítið mál fyrir mömmu og pabba að koma fljúgandi :) Fyrstu gestir eru þegar bókaðir en Heiða og Símon ætla að koma í byrjun nóv. Svo er ég nú viss um að Júlía Rós og Hermann eiga eftir að kíkja :)Annaðkvöld eru bekkjarsystur mínar væntanlegar. Hlakka til að hitta þær svo ekki sé nú minnst á gúmmelaðið :)
Enn eitt klukkið :)
Fernt sem ég hef unnið við:
1. Í apóteki2. Í sjoppu
3. Á hóteli í Ameríku4. Markaðsfulltrúi í lyfjafyrirtækiFjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:1. Notting hill
2. You?ve got mail3. Love actually4. Brigdet JonesFjórir sjónvarpsþættir sem mér finnst skemmtilegir:
1. Friends2. Nip/Tuck 3. Aðþrengdar eiginkonur4. LOSTFjórar bækur sem ég gæti lesið aftur og aftur:1-3. Allar bækurnar eftir Ken Follet. Snilldarhöfundur!
4. Þriðjudagar með Morrie, Mitch Albom. Græt úr mér augun í hvert skipti sem ég lesa hana. Fjórir staðir sem ég hef búið á:1. Gauksmýri 4, Nesk. - æskuheimilið2. 7631 E 51 street, Tulsa, Oklahoma - frá 1998-1999 3. Austurströnd 10 - frá 2000-2005
4. Sóleyjarimi 11 - bý núnaFjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. Þýskaland2. Sardinia3. Korsika4. ÍtalíaFjórar síður sem ég fer daglega inn á:1. Síðuna hennar Ingibjargar2. Bloggið mitt3. Mbl.is4. Bloggrúnturinn hjá vinum og kunningjumFernt matarkyns sem ég held upp á:
1. Kjúklingur2. Nautalundir 3. Súkkiní 4. Súrir pungarFjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
1. Heima í Neskaupstað2. Í Þýskalandi hjá Líönu og fjölsk.
3. Á sólarströnd með familyunni4. Uppi í rúmi að lesa :)
Þetta var nú bara skemmtilegt, ekkert svo langt og tekur frekar stuttann tíma. Nú klukka ég hana Þóreyju, þar sem henni finnst allt svona svo skemmtilegt, Svanfríði, Frú Jóhönnu, Heiðu (já góða mín þú sleppur ekki :)) og svo bið ég hana elsku Júlíu Rós endilega um að svara þessu bara í commentin hjá mér, ef þú nennir ? sem ég veit að þú gerir :)
Annars er Austfirðingashowið á Broadway á föstudaginn. Mér gæti ekki verið meira sama og langar akkúrta ekki neitt. Skrýtið. Var meira að segja búin að gleyma þessu! Það er af sem áður var? maður var farin að plana þetta mánuðum fyrir tímann og átti þetta hug manns allann :)
Jæja, nú er LOST að byrja!
Dagurinn í dagHér á þessu heimili var dagurinn tekinn snemma. Svei mér þá, við vorum komin á fætur um hálf 10!! En þetta er búið að vera algjör afslöppunardagur frá A-Ö. Lagði mig meira að segja enda erfitt þegar maður fer svona snemma á fætur :)
Tókum okkur rúnt seinnipartinn og kíktum meðal annars á nýju íbúðina hans Unnars í Grafarholtinu. Hún er svaka fín og verður flott þegar hann er búinn að öllu sem hann ætlar að gera. Enduðum svo ferðina á Am. Style. Varð hinsvegar fyrir MIKLUM vonbrigðum og held að ég mun ekki fara þangað á næstunni!! Það var risa bein í kjúklingaborgaranum hans Heimis og minn var ógeðslega þurr? íííjjj ég fæ alveg hroll við tilhugsunina, jakk!
Þarf endilega að fara í gegnum myndirnar af Ingibjörgu og senda í framköllun. Þetta er bara svo mikið magn að ég sé alveg stjörnur þegar ég hugsa um það, ég meina það eru teknar á bilinu 300-400 myndir af blessaða barninu á mánuði!! Þyrfti samt að drífa í því áður en þetta verður meira. Raða svo í albúm og gera voða fínt :)
Ég er að lesa bókina Fólkið í kjallaranum, eftir Auði Jónsdóttur. Þetta er alveg snilldar bók. Svo fæ ég bókina um Lance Armstrong á einka-bókasafninu mínu, sem er hún Júlía Rós :) Hlakka til að lesa hana.
Idol, Photoshop og EurovisionÉg var mjög sátt við úrslitin í Idolinu. Fannst þetta samt vera svolítið skrýtið, fannst enginn neitt afburðagóður og þau sem hafa alltaf verið góð voru eiginlega bara léleg. Held bara að hann Eiki Eskfirðingur hafi staðið upp úr, svei mér þá. Júlía Rós og Hermann ætluðu að koma til okkar, en þar liggur allt í pest þannig að því var frestað um viku. Ætla rétt að vona að fólkið verði orðið hresst um næstu helgi. En Heiða og Símon kíktu í pizzu og Idol og redduðu kvöldinu fyrir okkur :)
Óli Valur, Brynja og Valþór Snær eyddu svo deginum hjá okkur í dag. Voða gaman að fá þau. Brynja aðstoðaði mig í Photoshopinu til að gera síðuna á Barnalandinu svaka fína :) Ég náði nú einhverju sem hún sagði, en ég verð sjálfsagt búin að gleyma þessu öllu á morgun. Heimir kann þetta nú reyndar en ég hef enga þolinmæði til að fá hann til að kenna mér þetta, og hann hefur ALLS ENGA þolinmæði til að kenna mér þetta :) Það er því bara best að fá óviðkomandi aðila í málið.
Ég er alveg svakalega spennt fyrir Eurovision keppninni næstu helgi. Held það sé nú samt alveg á tæru að Miss Sylvía Nótt vinnur þetta. Ég yrði líka bara ánægð með það. Fannst hún alveg bera af, af öllum þessum lögum og flutningi. Hún kannski kæmi okkur upp í sjálfa keppnina. Það er aldeilis fjaðrafokið sem hún hefur valdið, Íslendingar alveg að missa sig yfir þessu öllu saman :)
En já, ekkert skemmtilegt í sjónvarpinu þannig að ég er að hugsa um að klára þessa 3 þætti sem ég á eftir af O.C seríunni.
Ikea og aðrar vangavelturFór í Ikea í gær. Uppskar aðeins betur núna en síðast, þá var akkúrat ekkert til af því sem mig vantaði. Keypti ramma sem passar svona líka vel utan um myndirnar af Ingibjörgu sem voru teknar á ljósmyndastofunni, þannig að ég þarf að fara aftur á morgun og kaupa fleiri. Nú á að veggfóðrar eins og einn vegg :) Náði líka í svaka flotta plastkassa (bleika auðvitað) til að pakka niður fötunum sem hún er vaxin upp úr. Þarf bara að kaupa fleiri.
Hitti líka konu þarna sem ég hef ekki hitt í ég veit ekki hvað mörg ár. Hún átti heima heima (í Nesk semsagt). Voða gaman að sjá hana. Henni fannst ég lítið eiga í Ingibjörgu, sagði að hún væri bara alveg eins og pabbi sinn :) Held það sé nú eitthvað til í því hjá henni. Það eru skiptar skoðanir hverjum fólki finnst hún vera lík. Sumir segja að hún sé alveg eins og mamma, aðrir að hún sé lík pabba og svo eins og snítt út úr nefinu á pabba sínum. Þetta er skemmtileg blanda :) Mér finnst hún lík pabba sínum og mömmu. Við sáum myndir af mömmu þegar hún var lítil og því verður víst ekki neitað að barnið er nauðalíkt ömmu sinni. En svo er hún sjálfsagt bara lík sjálfri sér. Trúi ekki öðru en að ég eigi líka eitthvað í henni!!
En það var fyndið að þessi kona sagðist vera búin að fylgjast með henni á Barnalandinu. Að einhver hefði gefið henni upp slóðina og lykilorðið. Hún hefur samt aldrei kvittað í gestabókina og því hafði ég ekki hugmynd um það. En þá fór ég einmitt að hugsa að það eru ábyggilega nokkuð margir sem gera þetta. Fylgjast alltaf með en láta aldrei vita af sér nema ef maður hittir það, ef það þá, eða hreinlega missa það út úr sér :) Það er því eins gott að maður skoði myndirnar sem maður setur inn á netið MJÖG vel. Einhvern tímann man ég eftir að það var mynd af barni með pabba sínum í baði, og vitið hvað? jújú bibbinn var bara fljótandi þarna í vatninu, að gjægast (er ekki viss hvernig maður skrifar þetta orð) inn á myndina!! Hélt ég myndi truflast! :)
Ég fór líka að velta því fyrir mér hverjir ætli það séu sem lesa þetta blessaða blogg mitt?! Veit nú um ýmsa en aðra sennilega ekki. Ég hef t.d. fylgst með einni stúlku blogga í fjögur ár, en þó þekki ég hana ekki neitt. Las allt um meðgöngu og fæðingu frumburðarins og nú er hún ófrísk af sínu öðru barni, fylgdist með húsflutningum og breytingum á vinnu, ferðalögum og bílakaupum. Ætli það séu margir svona eins og ég, sem koma inn á þessa síðu? Þekkja mig ekki baun en koma kannski daglega hingað inn? Jhaaa maður spyr sig. Jiii hvað ég myndi vilja vita það!
Segjum þetta gott í bili.
I'm here Nauðsynlegt að taka sér smá bloggpásu annað slagið :)
Það er svo mikið í gangi núna að það er fátt annað en það sem kemst að hjá mér þessa dagana. Margt að fara að gerast og miklar breytingar framundan (er ekki ólétt, best að taka það strax fram!! :)) Segi betur frá þessu öllu síðar.
Er búin að panta tíma í ungbarnasundi. Hlakka mikið til, byrjum laugardaginn 18. feb. Þá er stelpan akkúrat 6 mánaða, hefði reyndar viljað hafa byrjað með hana fyrr en það er ekki á allt kosið.
Annars er alveg frábært að fylgjast með henni og tönnunum tveimur :) Hún setur svaka stút á munninn og japlar svo vel og lengi á tungunni sinni, alveg í öðrum heimi. Voða gaman að uppgötva hvað hægt er að gera með þessum fínu tönnum.
Fer ekki í laser skoðunina fyrr en 24. feb. Er eiginlega ekki að geta beðið.
Gerði góðverk í dag? styrkti verkefnið Blátt áfram um 3500 kall. Fæ semsagt senda dvd myndina Tommi togvagn eftir ca. 2 vikur :)
L A S E R
Jæja nú er ég loksins búin að gera það sem ég hef lengi ætlað mér að gera og það er að panta tíma í forskoðun hjá Lasersjón. Langar svvvoooo mikið að fara í þessa aðgerð. Hlakka til að vita hvað kemur úr skoðuninni, og ef allt er gott þá er bara spurning hvort að maður skelli sér ekki bara. Og verði þá bara gleraugnalaus í mars :) Get ekki hugsað það til enda... vakna og sjá, fara í sund og sjá, gera allt án gleraugna og SJÁ!! Svo ekki sé nú talað um að kaupa sér sólgeraugu. Þetta yrði draumur. Reyndar finnst mér lýsingin á sjálfri aðgerðinni ekki alveg nógu heillandi og hvað þá að augunum er haldið opnum með ?augnspennu?... jakk. En er það nú samt ekki á sig leggjandi til að losna við gleraugun?! Jú ég held það.
Ekki veit ég hvað er að koma yfir okkur mæðgur þessa dagana, við sofum orðið bara til hádegis á hverjum degi. Liggur við að við séum rétt að dröslas á fætur þegar Heimir kemur heim :) En þetta er nú voða notalegt.
Við tókum okkur svo til og fórum í Spöngina, kíktum á Sigurð í apótekinu. Alltaf gaman að droppa við hjá honum. Ingibjörg fær óskipta athygli allra þar og er alsæl með það :)
Handboltinn fer að byrja... geggjaður leikurinn í gær, vonandi verður hann eins skemmtilegur í dag. Minni svo á E.R. þar sem þeir voru ekki síðasta miðvikudag!