mánudagur, janúar 30, 2006

Helgin

Þetta var hin fínasta helgi. Þorrablótið flott á föstudagskvöldinu, maturinn æði. Nú svo var auðvitað horft á Idolið. Ekkert smá flott sviðið. Held nú samt að þeir þurfi eitthvað að spá í svellinu þarna, ég beið bara eftir að sjá einhverja stelpuna skella á hnakkann.

Fjölskyldan úr Hafnarfirðinum kom svo í heimsókn á laugardeginum. Alltaf jafn gaman að hitta þau. Gaman að fylgjast með Hólmfríði og Birni Hermanni, ekki nema 14 mánuðir á milli þeirra :) Heimi fannst þetta æði og var mikið að spá í hvort þetta væri ekki alveg tilvalið fyrir okkur, koma bara með annað strax. Veit ekki hvað er að drengnum! Dáist reyndar af Júlíu og Hermanni og öllum öðrum sem eiga börn með svona stuttu millibili, en neinei ég vil nú aðeins geta dregið andann á milli fæðinga, takk fyrir!!
Leigðum myndina Strákarnir okkar á Skjánum. Jesús minn eini ég emjaði úr hlátri. Þetta er alveg snilldar mynd og finnst mér Helgi Björns fara á kostum, enda góður leikari.

Gærdagurinn var svo tekinn rólega. Fórum reyndar í Krónuna. Kíkti við í Fífunni þar sem við erum að bíða eftir göngugrind handa Ingibjörgu. Fórum á stúfana um leið og við komum suður eftir áramótin og erum búin að þræða hverja barnaverslunina á fætur annarri og þær eru allstaðar uppseldar!! Þetta hefur greinilega verið jólagjöfin í ár. Við verðum sennilega að bíða í ca. 2 vikur í viðbót.

Júlía Rós kom með fjórar bækur handa mér. Ég er hálfnuð með bókina hennar Steinunnar Ólínu, Í fylgd með fullorðnum og finnst mér hún góð. Svo fékk ég auðvitað Geisjuna og tvær aðrar sem ég á eftir að skoða almennilega.

Jæja segjum þetta gott í bili, ætlum að grilla í kvöld og já svo er það auðvitað Lost!! Jesús ég er spennt!!

föstudagur, janúar 27, 2006

Blót og bolti

Það var voða gaman á þorrablótinu hjá Erni. Slatti af frænkum mínum saman komnar, alltaf gaman að hitta þær. Át gjörsamlega yfir mig af pungum, hákarli, lifrapylsu og öðru góðgæti. Var svo send heim með lifrapylsu og hangikjöt í poka :) Örn að hugsa um frænku sína. En svo er aftur blót í kvöld og þá hjá fjölskyldu Heimis. Ekki slæmt! Held ég geti alveg troðið mig út aftur af þessu góðgæti.

Finnst æði að handboltinn
skuli vera byrjaður, horfði einmitt á leikinn í gær. Bara nokkuð góðir strákarnir. Þá sérstaklega GuðjónValur, hann var alveg frábær. Samt svo skrýtið hvað þeir virðast alltaf ætla að renna á rassgatið þegar líður á seinnihálfleikinn. En svo er það leikurinn í dag, við segjum auðvitað: Áfram Ísland!! :)

Júlía Rós, Hermann, Hólmfríður og Björg Hermann koma í kaffi á morgun. Hlakka til að hitta þau, höfum ekkert sést á nýju ári!

Idolið byrjar svo fyrir alvöru í kvöld. Úúúú spennó :)

þriðjudagur, janúar 24, 2006

T V

Já nú fer sko spennan að magnast... nýja serían af LOST byrjar á mánudaginn. Hlakka þvílíkt til. Finnst þetta svo magnaðir þættir. Svo er hann Matthew Fox algjört augnayndi, ekki skemmir það nú :)
Hlakka líka til að sjá næstu seríu af Desperate Housewifes. Ég datt auðvitað inn í þá þætti þegar ég fór að horfa á endursýninguna. Veit samt ekki hvenær þeir byrja aftur, en það hlýtur að fara að koma að því.
Fékk lánaða fyrstu O.C. seríuna. Hef ekkert fylgst með þessum þáttum, en jii ég er gjörsamlega dottin niður í þá núna, þeir eru alveg brilljant :) Þetta er svona svipað Beverly Hills þáttunum. Ég náttúrulega elskaði þá. Og svona ykkur að segja þá á ég þá ennþá á spólum!! Get svarið það... ég tími ekki að taka yfir þá :) Samt langt síðan ég horfði á þá, þyrfti að fara að kíkja á þá. En já ég þarf svo endilega að nálgast seríu nr. 2 af O.C.


En nú er Heimir minn búinn að poppa handa mér og ég ætla að fara að halda áfram með O.C.
Bæ í bili.

mánudagur, janúar 23, 2006

Ísland í bítið

Ég er ferlega svekkt yfir að missa alltaf af Íslandi í bítið þessa mánuðina. Þar sem ég er nú heimavinnandi í augnablikinu þá er ég auðvitað ekki vöknuð kl. 7 á morgnanna, og er alveg hundfúl yfir að Stöð2 skuli ekki endursýna þættina lengur kl. 10:30, en það var fínn tími fyrir mig. Ég svei mér þá sakna Heimis Karls og Gulla Helga. Finnst þeir svo skemmtilegir, og þá sérstaklega Heimir. Hins vegar er ég ekki alveg að meika hana Ragnhildi eða heiði eða hvað hún nú heitir blessunin. Hún var alltaf svo upptekin af því hvernig hún ætti að sitja þegar hún var að byrja þarna, það var frekar fyndið :) Hún vissi aldrei hvort hún ætti að setja hægri öxlina fram eða vinstri. Spurning hvort ég fari bara að stilla videoið og horfa svo á þáttinn kl. 10:30, gæti gert það.

En snúum okkur að bókamálum, elsku Júlía mín :) Er alveg að verða búin með Þriðja táknið, sem mér finnst alveg æði, þannig að þá fer mig að vanta meira lesefni. Já takk viltu koma með Minningar Geisju handa mér? Gerum þriðju tilraun, en nú skal ég lesa hana!! Og já mig langar sko að lesa Steinunni Ólínu. Er eitthvað meira skemmtilegt sem þú lumar á? :) Annars líst mér vel á þetta.

sunnudagur, janúar 22, 2006

Þorrinn

Nú er uppáhaldstíminn minn matarlega séð. Ég elska þorramat, og þá helst þann súra. Mínar fyrstu minningar um þennan tíma eru um mig og afa. Við vorum niðri í bílskúr og hann var að skera ofan í mig hrátt hangikjöt. Ohh það var svo gott. Þegar við vorum búin þarna, fórum við upp og fengum okkur súrmat. Súrmat sem afi og amma lögðu sjálf í sýru. Jiii þetta var svo gott. Súr lifrapylsa, súr lundabaggi, súr sviðasulta, súrir pungar, súrt, súrt, súrt og meira súrt. Svo héldum við alltaf þorrablót. Ég, afi og amma :) Foreldrarnir ekkert mikið fyrir súran mat, þannig að þeim var ekki boðið. Þetta var æðislegt.
Þegar haldið var á skólaþorrablótin var ég alltaf með sér disk með ?mínum? mat. (Nei ég lenti ekki í einelti :)). Semsagt súrmatnum. Það át þetta enginn, eða allavegna sárafáir, og því var einfaldast að ég sæi bara um mínar "skrýtnu" matarvenjur.

Það gladdi mig mikið þegar Örn frændi hringdi áðan og bauð okkur í þorramat á miðvikudaginn, ásamt einhverjum skyldmennum. Hlakka mikið til. Svo á eftir að verða þorrablót hjá familiunni hans Heimis.

En það vona ég heitt og innilega að Fröken tannálfur verði hrifin af þessum mat. Ég mun allavegna snemma leyfa henni að smakka þetta lostæti og vona að hún muni smjatta á hákarlinum með fínu tönnunum sínum :)

laugardagur, janúar 21, 2006

Söngvakeppnin og fingurbjargir

Svei mér þá ef ég er ekki komin í Eurovision fíling. Fannst þetta ferlega skemmtilegt allt saman í kvöld. Spurningakeppnin var náttúrulega bara snilld, veinaði alveg úr hlátri af Halla, finnst hann svo ógeðslega fyndinn! Var nú samt ekki alveg nógu ánægð með úrslitin, fannst Regína og Ómar Ragnarsson alveg mega sitja heima. Fannst Friðrik Ómar hinsvegar æðislegur en ég hefði viljað sjá Matta áfram. Kaus þá tvo. Hlakka til næsta laugardagskvölds :)

Annars er þetta búinn að vera hinn fínasti dagur, Heimir fór í snjósleðaferð þannig að við mægður dunduðum okkur við tiltekt og þvotta. Heiða kom svo í heimsókn. Kom færandi hendi... fullur poki af súrum pungum sem ég er þegar farin að gæða mér á. Ekki slæmt það!

Gleymdi að taka það fram í gær að Jóhanna Björg færði mér 3 fingurbjargir frá London. Og ekki bara einhverjar merktar London, neeeiiii... ein var með mynd af Díönu, önnur var af drottningarmóðurinni og sú þriðja var með mynd af þeim nýgiftu, Karli og Camillu :) Frábært! Þær eru ekkert smá flottar. Nýjustu tölur herma, að nú á ég orðið 66 fingurbjargir. Já ég veit... ég er ELDgömul sál. Þarf samt endilega að fá mér einhverja hirslu utan um safnið, ég er bara alltaf með þetta inní glerskáp. Langar samt ekki bara í einhvern veginn hirslu, hún þarf að vera spes... spurning um að smíða sér?! Eða kannski bíða þangað til að einhver gömul kona arfleiðir mig af sínu safni? Já þessar gömlu eiga yfirleitt hirslur líka. Ég er svo ungur safnari :)


Jæja, ég bið ykkur vel að lifa og sofið rótt í þessu leiðinda roki.

föstudagur, janúar 20, 2006

Tennur

Frétt ársins (það sem af því er liðið) er sú að hún Ingibjörg er komin með TENNUR!!! :) Neðri framtennurnar tvær! Nákvæmlega 5 mánaða og ekki slæmt að fá fyrstu tennurnar á bóndadaginn :) Fann þær núna í kvöld, var að drekka vatn úr glasi og leyfið henni svo að súpa og þá heyrðist bara "kling-kling". Hefði svei mér þá ekki verið glaðari þó ég hefði unnið stóra vinninginn í lottó! Hoppaði alveg hæð mína, hljóðaði á Heimi og rauk svo í símann til að hringja í mömmu :)
Annars er Ingibjörg bara búin að vera hress eftir sprautuna í gær og virðist hafa sloppið við allan lasleika. Yes!! Bara smá marblettur og bólga eftir stunguna.

Jóhanna Björg kíkti á okkur í dag. Færði Ingibjörgu Nike galla sem hún keypti í Nike town í London. Ekkert smá flottur, hvítur, grár og bleikfjólublár. Hún verður svaka gella þegar hún passar í hann :) Takk-takk.

Bóndadagurinn í dag. Er svoleiðis búin að stjana við Heimi síðan hann kom heim úr vinnunni, held að hann sé bara nokkuð sáttur.
En jæja góða helgi allir saman.

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Bara að láta ykkur vita af því að hann Kristján MINN Arason var í sjónvarpinu :) Jesús minn, ég hljóðaði alveg þegar hann birtist á skjánum í handboltaleiknum!! Heimir vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og hristi svo bara höfuðið yfir þessari "vitleysu" í mér eins og hann kallar það. En jiii... hann Kristján minn er fagur maður, það er engin spurning... hann eldist svo vel þessi elska.
En jæja vildi bara deila þessu með ykkur :)

Sweet dreams.
Skoðun og bað

Skoðun og sprauta gengu vel. Þessi elska rétt kveinkaði sér aðeins þegar hún var stungin, komu ekki einu sinni tár!! :) Rosalega dugleg!! Pabbi hennar reyndi að dreyfa athyglinni meðan móðirin stóð tilbúin með kaldan klút til að skella á stunguna, og tautaði stanslaust, ussussuss þetta er allt í lagi. Ætli það hafi ekki frekar verið huggunarorð fyrir mig heldur en hana :) En nú er bara að vona að hún verði ekki lasin. Held að það sé voðalega leiðinlegt að vera með lasið lítið barn. Ég færi örugglega alveg í mínus. Vil helst að ekkert slæmt komi fyrir hana, að hún verði ALDREI lasin og meiði sig ALDREI!! Ég hefði eiginlega aldrei trúað því að ég ætti eftir að verða svona rosalega viðkvæm fyrir öllu sem viðkemur henni, en svona er þetta. Vonandi breytist þetta.

En já stelpur í sambandi við böðunina... held að Svanfríður hafi svarað þessu ansi vel, maður gerir bara eins og manni finnst best og barninu líka. Málið er að þegar hún fór í fyrsta baðið hérna heima, þá var hún sett í bala og hún varð alveg snar!! Ég hugsaði bara með hryllingi til þess að baða hana í næsta skipti og þá datt okkur það snjallræði í hug að prufa að taka hana með okkur í sturtuna. Og viti menn, hún elskaði það og hefur meira að segja sofnað nokkrum sinnum í miðjum klíðum :) Kannski hefur henni fundist hún óörugg þarna í balanum og við vorum það sennilega líka, að fara að baða hana í fyrsta skipti. En ég hef reyndar baðað hana tvisvar held ég í bala eftir þessa fyrstu svaðilför og það hefur gengið vel. Það er bara alveg ótrúlega þægilegt að taka hana með í sturtu :) Ég er hinsvegar nýbúin að tala um það við Heimi að prufa að setja hana í baðkarið og fara þá með henni. Ég læt ykkur vita hvernig það fer :) Svo verður gaman þegar hún getur farið að sitja sjálf að skella henni í baðkarið.

En nóg um þetta. Nip/Tuck í kvöld. Það eru nú meiru þættirnir, við skötuhjú sitjum allavegna límd yfir þeim þáttum :) Ekki öll vitleysan eins.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

5 mánaða

er maddaman í dag. Jiii hvað tíminn líður hratt. Við erum búnar að hafa það voða gott, vöknuðum ekki fyrr en kl. hálf 11 í morgun, en lágum í rúminu klukkutíma lengur að lesa :) Skelltum okkur svo í sturtu þegar við loksins lufsuðumst á fætur. Það er alveg ótrúlegt hvað það er mikill munur á þessum litlu krílum á 5 mánuðum. Fyrst þegar maður var að fara með Ingibjörgu í sturtu lá hún alveg eins og slitti í fanginu á manni og hreyfði hvorki legg né lið, en núna teygir hún sig í allt, reynir að ná í allt og snýr sér á alla kanta :)
Förum með hana í skoðun og sprautu á morgun. Kvíði ógurlega fyrir sprautunni en hlakka hinsvegar mikið til að vita hvað hún hefur lengst. Held að það hljóti að vera nokkuð því hún er að vaxa upp úr öllum buxum og allir kjólar að verða ansi stuttir. Vona svo innilega að hún verði ekki lasin eftir sprautuna, hún varð það ekki eftir fyrstu.

Annars held ég að ég sé að missa hárið... get svo svarið það. Miðað við allt sem er í moppunni, rúminu, fötunum og alls staðar þá ætti ég löngu að vera orðin sköllótt!! Þetta er ekkert eðlilega mikið magn af hári. Spurning hvort ég geti notað það eitthvað... kannski búið til mottu?!

E.R í kvöld. Vona að ég verði ekki fyrir truflun.
Kveð í bili.

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Blogg

Jæja þá loksins læt ég í mér heyra. Hef bara alls ekki nennt að skrifa hérna, en hef samt hugsað á hverjum degi að nú þyrfti ég endilega að fara að skrifa :)
Já við komum í borgina fyrir viku síðan. Keyrðum syðri leiðina í einni bunu. Ingibjörg svaf frá Nesk til Hafnar og svo þaðan til Víkur :) kalla það bara nokkuð gott hjá henni. Lítið mál að ferðast með hana enn sem komið er. Langaði ekki baun aftur suður, hefði alveg verið til í að vera lengur heima. Samt alltaf fínt að komast í íbúðina og dótið sitt... en það er líka það eina. Það er búið að ákveða næstu ferð austur, við mæðgur ætlum að kíkja í mars. Það verður fínt.

En það hefur aldeilis kyngt niður snjó hérna síðustu daga. Hef svei mér þá ekki séð svona mikinn snjó í langan tíma. Bara voða jólalegt finnst mér, enda er allt í lagi að leyfa sér að hlakka tl næstu jóla :)

Heimir byrjaði í vinnunni í gær þannig að við mæðgur erum orðnar tvær. Við höfum svo sem nóg að gera, það er ekki það. Erum alltaf eitthvað að dúlla okkur, voðalega notalegt :) Samt óskaplega nice að hafa hann heima með okkur.

Kíktum í vinnuna mína í morgun. Það er búið að vera mikið um breytingar þar, sameiningar og mannabreytingar, að það hálfa væri nóg. T.d. er Austurbakki ekki lengur til, það sameinaðist öðrum fyrirtækjum og heitir núna Icepharma. Við allar þessar breytingar er mín vinna ekki lengur til. Var því á fundi með forstjóranum, það er spurning hvað verður með mig. Það er allavegna ekki ennþá ljóst, en fæ vonandi að vita eitthvað í febrúar. Þarf að vita þetta með smá fyrirvara því ef ég missi vinnuna þá þarf ég ekki að garfast í dagmömmu/leikskólamálum strax. Þá verð ég sennilega heima þangað til stelpan verður 1. árs. En þetta kemur allt í ljós. Best að vera ekkert að mála skrattann á vegginn strax :)

Þá er maddaman að rumska, erum að fara í heimsókn til Heiðu og Símonar.
Skal svo taka mig á og reyna að blogga hérna reglulega :)

fimmtudagur, janúar 05, 2006

2006

Þá er 5. dagur þessa árs að líða, þannig að ætli það sé ekki kominn tími til að láta frá sér heyra :) Allt gott að frétta, við erum búin að hafa það all svaðalega gott hérna fyrir austan. Er ekki alveg að kyngja því að þetta sé að verða búið! Ætli við leggjum ekki í hann 10. jan eitthvað svoleiðis. Fer auðvitað allt eftir veðri og vindum. Það er alltaf sama sagan... mig langar ekkert aftur suður!!

Júlía Dröfn bekkjasystir mín á afmæli í dag. Til lukku mín kæra. Hún er elst í bekknum, þannig að hún er orðin 29 ára! Já þetta er ekkert grín... hrökk í kút þegar ég uppgötvaði það að ég verð 29 ára eftir hálf ár!! Ussussuss. Og Heimir vill endilega vera kominn með 3 börn fyrir 30!! Ég bað hann bara vel að lifa!

Kláraði Vetrarborgina hans Arnalds... góð bók. Bara mjög góð bók meira að segja. Nú ætla ég að byrja á Þriðja tákninu. Hlakka til að lesa hana.
Kláraði líka loksins lopapeysuna mína :) Fékk hjálp í gærkvöldi við að setja rennilásinn á. Og nú er ég að klára peysu á Ingibjörgu og þá er þrennt sem bíður mín á prjónunum... peysa á mömmu, klára peysu á Ingibjörgu og byrja á peysu á mig. Hananú!