Ég er búin að hafa það ósköp náðugt þessa helgina og er held ég megi segja bara úthvíld. Það var nú svona ekta veður í gær til að liggja í rúminu fram eftir öllu og horfa svo bara á sjónvarpið með nóg af sælgæti :) Fórum til Unnars þar sem ég réðst á DVD safnið og tók meðal annars Meet the Fockers. Ó Guð minn, þetta er bara fyndin mynd :)
Er aðeins byrjuð að endurraða í skápunum hér í íbúðinni. Miklu var bara fleygt upp í hillurnar til að losna við alla kassanna af gólfinu. Var að klára fataskápinn, eða svona aðallega að fara í gegnum hillurnar hans Heimis. Þar sem hann hafði sjálfur "raðað" fötunum sínum og gengið frá var það nú ekki alveg eftir mínu höfði :) (Þetta verður jú allt að vera eftir settum reglum!! :)) En það var því lítið annað að gera en að skella sér í það og nú er skápurinn orðinn gasalega fínn :) Hann er ekki heima eins og er þannig að það verður bara spennandi að fylgjast með því þegar hann fer að básúnast yfir því að hann finni ekki þetta eða hitt, hehe :)