sunnudagur, júní 26, 2005

Jæja...

Ég er búin að hafa það ósköp náðugt þessa helgina og er held ég megi segja bara úthvíld. Það var nú svona ekta veður í gær til að liggja í rúminu fram eftir öllu og horfa svo bara á sjónvarpið með nóg af sælgæti :) Fórum til Unnars þar sem ég réðst á DVD safnið og tók meðal annars Meet the Fockers. Ó Guð minn, þetta er bara fyndin mynd :)

Er aðeins byrjuð að endurraða í skápunum hér í íbúðinni. Miklu var bara fleygt upp í hillurnar til að losna við alla kassanna af gólfinu. Var að klára fataskápinn, eða svona aðallega að fara í gegnum hillurnar hans Heimis. Þar sem hann hafði sjálfur "raðað" fötunum sínum og gengið frá var það nú ekki alveg eftir mínu höfði :) (Þetta verður jú allt að vera eftir settum reglum!! :)) En það var því lítið annað að gera en að skella sér í það og nú er skápurinn orðinn gasalega fínn :) Hann er ekki heima eins og er þannig að það verður bara spennandi að fylgjast með því þegar hann fer að básúnast yfir því að hann finni ekki þetta eða hitt, hehe :)

fimmtudagur, júní 23, 2005

WIGWAM

Já þeir eru að koma til landsins að halda tónleika!!! :) Og mig dauðlangar að fara!! Finnst þeir alveg frábærir, en ekki nógu gott að maður þekki bara eitt lag með þeim... kemst alveg í fljúgandi gír þegar ég heyri lagið. Góð blanda af Queen, Aerosmith, Europe og svona léttu rokki! Bara snilld!! :)

miðvikudagur, júní 22, 2005

Loksins...

lufsuðumst við niður í Tryggingastofunun í dag í sambandi við fæðingarorlofið og allt það. Hélt það yrði eitthvað voðalegt vesen en svo reyndist ekki vera :) kom mér mjög á óvart og verð eiginlega að segja að ég býst við hringingu frá þeim á næstu vikum til að segja mér að það vanti þetta eða vanti hitt :) En við vorum búin að skoða þetta allt á netinu og vorum með þær upplýsingar sem beðið var um þar, þannig að kannski var þetta bara allt rétt hjá okkur?! :) Fór svo á Búlluna og fékk mér sheik... Guð hann er svo góður!! Gerðist meira að segja svo djörf að prufa jarðarberja... uuhmm hann var sko ekkert síðri en súkkulaðið!

Ég er búin að vera að þvo þvott í allann dag í nýju fínu græjunum mínum :) nú gæti ég bara þvegið endalaust!! Eins og mér finnst nú gaman að þvo þvott þá þoli ég ekki að þurfa að ganga frá honum, finnst það alveg með eindæmum leiðinlegt!

Jæja, er að hugsa um að fara snemma í tandurhreint rúmið og fara að lesa.
Góða nótt!

mánudagur, júní 20, 2005

Þetta er aldeilis...

búið að vera fínt frí sem ég er búin að eiga. Síðan á miðvikudagshádegi þangað til í morgun :) Mamma búin að vera hjá okkur allan tímann og við erum búin að afreka margt í íbúðinni. Höfðum það svo nice inni á milli, fórum í grillið til heiðurs Höllu ömmu, hálfgert ættarmót þar, fórum í Ikea (ég er nú reyndar búin að vera þar upp á hvern einasta dag undanfarið :)), kíktum aðeins í Kringluna og á 17. júní fórum við í grill upp á Þingvelli í blíðskaparveðri. Nú mamma fór svo í gær og nú sé ég hana ekkert fyrr en bara í lok júlí byrjun ágúst :( en svona er það bara!

Ég keypti mér bókina P.S. ég elska þig, fyrir nokkru og er nú byrjuð á henni. Ég er ekki komin nema á bls. 40 og ég er þegar búin að gráta úr mér augun!! Svaka bók!
Hef einnig nýlokið við bókina Hveitibrauðsdagar eftir James Patterson (bara góð), og nú hef ég heitið því að ég ætla að lesa fleiri bækur eftir hann.

Lost í kvöld... ekki get ég ímyndað mér hvernig þessi þáttaröð endar. Og ekki skil ég heldur hvernig hægt er að framleiða aðra þáttaröð um það sama?! Á þetta ekki að taka neinn enda? Ég meina ætli þau eigi bara að lifa þarna eða hvað... skil þetta ekki alveg. En samt finnst mér þetta alveg frábærir þættir og ég veit að ég á eftir að fylgjast með þessu þangað til yfir líkur :)

Annars vann ég í Happdrætti Háskólans núna síðast :) 5000 kall, takk fyrir!! Það er sko betra en ekkert! Nú er ég búin að vinna tvisvar á þennan miða sem ég keypti fyrir þremur árum að mig minnir :)

Jæja ég ætla að fara að steikja mér Succini og egg!!

miðvikudagur, júní 15, 2005

Dagurinn í gær

var hinn besti. Heimir tók sér frí í vinnunni eftir hádegi (þessi elska) og við dúlluðum okkur, kíktum í Kringluna og svona ýmislegt. Enduðum svo daginn á því að fara út að borða á Rauða húsinu á Eyrarbakka. Ummmm... ólýsanlega gott, átum sjávarréttarsúpu í forrétt, lobster í aðallrétt og svo franska súkkulaðiköku í eftirrétt! Jesús þetta var æði... enda rúlluðum við út af staðnum :)

Annars á pabbi afmæli í dag... munaði aðeins fjórum tímum á því að hann fengi mig í 25 ára afmælisgjöf. Nú meira af afmælum... Halla langamma mín (hét reyndar Hallbera Anna Guðrún Hallsdóttir!! Ekki lítið nafn :)) hefði orðið 100 ára í dag hefði hún lifað blessunin. Í tilefni þess ætlar ættin að hittast og grilla í kvöld, verður örugglega gaman :)

Mamma er svo að koma á eftir, JEI!! :)
En ég er komin í helgarfrí. Er í fríi á morgun og svo er það 17. júní!!
Hafið það gott í dag og njótið veðursins!!

þriðjudagur, júní 14, 2005

Ég á afmæli í dag... ég á afmæli í dag...

Já nú eru liðin heil 28 ár síðan Úrsúla Manda kom í heiminn. Held ég láti þetta bara duga í dag :)
Hafið það gott!!

mánudagur, júní 13, 2005

ÉG ER FLUTT!!!!

Já ég er að segja ykkur það að við erum flutt :) sváfum fyrstu nóttina á laugardagskvöldið. Þetta er bara æðislegt. Heiða kom svo í gær og hjálpaði að setja dótið upp í eldhússkápana, eða kannski réttara að segja að ég hafi hjálpað henni :) hún sá bara um þetta stelpan!! Svaka dugnaður! En já þetta er æði og nú er bara eftir að koma sér almennilega fyrir og fara í gegnum dót, skoða og henda.

Var að bóka flug fyrir mömmu :) hún er að koma núna á miðvikudaginn og verður alveg fram á sunnudag... frábært!

En nú fer vinnudeginum hjá mér senn að ljúka... bara korter eftir, frekar skrítið að hætta svona snemma og eiginlega er maður með hálfgert samviskubit, en svona er þetta. Við ætlum að bruna í Ikea núna í hádeginu og svo er ég að hugsa um að skreppa í Bónus í nýja hverfinu :) og svo kannski bara að hvíla :)

föstudagur, júní 10, 2005

Ég tók mér

frí úr vinnunni í dag. Spenningurinn alveg að fara með mig út af íbúðinni :) þannig að núna er maður bara í rúminu með tölvuna. Verst að ég veit ekki alveg hvernig ég á að liggja við þetta, vil ekki hafa tölvuna ofan á bumbunni, vil helst liggja á hliðinni en þá er svo vont að pikka, best held ég bara að sé að sitja við þetta!
En já íbúðina fáum við afhenda kl. nákvæmlega 13:30 í dag :) Guð það verður gaman. Svo verður bara hafist handa við að flytja... ætlum að byrja að ná í nýja sófann sem við erum búin að kaupa og svo er bara að láta hendur standa fram úr ermum, spýta í lófana, leggjast á árarnar (og allir hinir málshættirnir) og byrja!! :)

Heiða mín kom í gærkvöldi og tók eldhúsið í nefið. Aldeilis kraftur í kellu! Hún pakkaði öllu svo gasalega vel að ég verð örugglega heilan dag að taka upp úr þessum kössum, held hún hafi tvívafið öllu brothættu í plast eða pappír!! En ég er búin að tryggja mig og hún ætlar að hjálpa mér að koma þessu í nýja eldhúsið. Við gjörsamlega hreinsuðum út úr öllum skápum, matarkyns og alles, þannig að nú verður bara lifað á skyndimat um helgina :) (sem mér finnst ekkert slæmt).

Annars er það í fréttum að ég fór í mæðraskoðun í gær, þar sem ég hitti lækninn sem sendi mig með vottorð um að minnka vinnunna niður í 50% út af bakinu. Ég er farin að þreytast svo í efri hluta baksins en læknirinn hélt að það gæti stafað út af hryggskekkjunni eða því að ég hef verið gjörn á að frá vöðvabólgu. En svo er þetta kannski bara þreyta út af því að ég er komin það langt á meðgönguna, eða 32 vikur. Hún sagði að ef það myndi ekki lagast við að fara niður í 50% þá yrði ég að fara til sjúkraþjálfara. Vonum að þetta sé nóg! En sem betur fer virðist ekkert bóla á grindargliðnun eða losi eða öðru álíka skemmtilegu. Tel mig því heppna að hafa átt svona fína meðgöngu! :) Þannig að núna á mánudaginn byrja ég að vinna frá kl. 8-12. Held það verði frekar skrýtið að vinna bara svona hálfan daginn. Á örugglega eftir að drepast úr leiðindum, en ég verð bara að setja upp rútínu... fara alltaf heim eftir vinnu og hvíla mig og geta svo jafnvel gert eitthvað. Verst það eru bara allir að vinna...
En fyrir utan þetta var allt í góðu, bæði með mig og barnið. Blóðþrýstingur og púls og allt eins og það á að vera. Barnið orðið um 2 kg og virðist dafna vel :)

Líana og Udo koma að austan í dag, ætla að sækja þau á völlinn og bruna með þau í íbúðina til að sýna þeim :) en þau fara svo út á morgun.
Látum þetta duga í bili... hafið það gott um helgina!!

miðvikudagur, júní 08, 2005

Nei nú er ég ekki alveg að nenna...

þessu bloggi. Ég get alveg sagt ykkur það. Þetta kemur yfir mig í svona köflum, stundum er ég voða dugleg og skrifa eitthvað á hverjum degi, en svo hellist yfir mig letin og þá er ég bara ekki að nenna þessu. Sérstaklega ef það líður langt á milli blogga eins og núna :) Þannig að þið verðið bara að afsaka þetta (ef einhverjum er ekki sama :))

En það er búið að vera nóg að gera... á laugardeginum fórum við rúnt í Hvalfjörðinn, hef ekki keyrt hann síðan að göngin komu og hafði lengi langað að kíkja þangað.
Ekki var ég neitt ógurlega dugleg að pakka um helgina, reyndar byrjaði ég ekki fyrr en á sunnudeginum og það meira að segja seinnipartinn :) en það gekk nú samt bara nokkuð vel. Finnst samt svo mikið af dóti sem ég ætla ekkert að pakka niður, eins og lömpum og stórum, brothættum hlutum. Vex mér sérstaklega í augum að byrja á eldhúsinu, en er reyndar búin að fá hana Heiðu mína í að hjálpa mér með það. Aldrei að vita nema að ég parkeri henni bara þar og geri svo eitthvað annað sjálf :) En nú er ég búin að fylla bílinn af svaka stórum og fínum kössum þannig að ég ætla að reyna að vera dugleg í kvöld.

Annars var ég að tala við verkstjórann og við fáum íbúðina afhenda á föstudaginn :) JEI!! Mér finnst bara svo skrítið að það sé komið að þessu!! Alveg ótrúlegt!! Helgin mun semsagt fara í flutninga og kannski bara getum við sofið fyrstu nóttina laugardagskvöld, svona ef allt gengur að óskum.

Við Júlía Rós skelltum okkur á Ítalíu (suprise-suprise) á mánudagskvöldið, mjög gaman hjá okkur að vanda og ýmislegt rætt :) Reyndar fórum við á forútsölu hjá Nike búðinnni fyrir matinn, þar sem hlutunum voru gerð góð skil og átti ég í mesta baksli við að fylgja henni eftir á milli rekka :) En það fylgdi svo sögunni að allt hefði passað á famylíuna þannig að þarna hafa verið gerð góð kaup!! :) (Og það auðvitað í rétta merkinu!! :)) En takk Júlía fyrir gott kvöld.

En jæja, best að drífa sig heim og pakka :0)

fimmtudagur, júní 02, 2005

Danska Eurovision...

lagið er að gera sig núna sko! Það er alltaf verið að spila það á Bylgjunni, og ég er alveg að fíla það :) fannst það nefnilega ekkert spes svona til að byrja með og hvað þá þegar ég heyrði það í fyrsta skipti (enda voru þeir með eindæmum hallærislegir á sviðinu), en það venst greinilega svona vel. Og ekki hef ég verið að heyra norska lagið, (hafa þeir ekkert verið að spila það?!) en mér finnst það alveg frábært :)

Er að hugsa um að koma við í Hamborgarabúllunni eftir vinnu og fá mér shake :) jammí, sá besti í bænum!! Og svo er það auðvitað Bachelor í kvöld, þá fáum við að sjá hvað verður með Trish, hvort hann fari með henni á hótelherbergið!! :) Guð hún er svo geðveik...

miðvikudagur, júní 01, 2005

Það er kominn 1. júní

en það þýðir að ég á afmæli eftir þrettán daga, sumarið á að vera komið (svolítið kalt samt), við förum alveg að fá íbúðina og barnið sem ég er með í vömbinni á að fæðast eftir 9 vikur (þ.e.a.s. ef ég geng með það í 40 vikur).

Annars hef ég verið að velta því mikið fyrir mér hvar ég verði stödd og hvenær tíma sólarhrings allt fer af stað hjá mér. Svo ekki sé nú talað um hvaða dagsetning verður fyrir valinu! Ef ég mætti ráða þá myndi 24. 26. 27. eða 28. júlí verða dagurinn. En ef að ég verð ekki búin að eiga á settum degi, 4. ágúst þá verður gripið til einhverra aðgerða!! Þegar eitthvað er ákveðið og búið að gefa upp annahvort tíma eða dagsetningu þá þoli ég ekki þegar svoleiðis stenst ekki! T.d. þýðir ekkert að segja við mig, um kl. 3 eða eitthvað álíka, ég verð að vita er það 10 mínútur í 3 eða er það 10 mínútur yfir 3. Þoli ekki bara eitthvað slump!! Vil bara fá upplýsingar sem eru akkúrat og munu stemma. En það er ekkert voðalega gott að vera svona ógurlega nákvæmur, því það þýðir víst ekkert að pirra sig á einhverju sem ekki er hægt að stjórna. Ætli ég sitji ekki bara við útihurðina að kvöldi 4. ágústs ef ekkert hefur gerst, með töskuna tilbúna og ready to go :) En einhverra hluta vegna situr dagsetningin 10. ágúst eitthvað fast í mér... væri reyndar ánægð með daginn því það er ekki oddatala (er ekkert voða hrifin af þeim) og 10 hefur alltaf verið ein af mínum uppáhaldstölum (N.b. Kristján minn Arason var alltaf í treyju númer 10 :)). En þetta kemur víst allt í ljós...

Vegna mikilla breytinga hér í vinnunni (sala á fyrirtækinu og uppsagnir í kjölfarið) var boðið upp á svaka veitingar í gær eftir vinnu. Grillvagninn kom og var grillað ofan í mannskapinn, allt óskaplega gott og gaman. En blendnar tilfinningar auðvitað þar sem það er alltaf voðalega erfitt að kveðja fólk sem manni þykir orðið vænt um. (Stóð ég mig einkar vel í grátnum og uppskar þennan fína höfuðverk!)

En jæja, dagur að kveldi kominn og svei mér þá það er að koma helgi :) sjómannadagurinn framundan!!