sunnudagur, júlí 31, 2005

Barnaland

Þá erum við skötuhjú búin að gera almennilega síðu á barnalandinu... eða svoleiðis, allavegna með öðrum bakgrunni og ég gat meira að segja skrifað í vefdagbókina hjálparlaust :) Held samt að það sé alveg nauðsynlegt að fá Júlíu Rós til að hjálpa mér með myndir og sýna mér þetta svona professional :)

Nú er ég að lesa bókina Rosie Dunne, eftir Cecelia Ahern. Þetta er nýja bókin hennar en hún skrifaði einnig PS. Ég elska þig, sem ég grét einna mest yfir. Hef ekki enn grátið yfir þessari, en ég er nú ekki búin með bókina ennþá :)

Annars er dagurinn búinn að vera frekar tíðindalítill, bara búin að hafa það gott og ætla að halda því áfram, prjóna og horfa á Monk. Reyni að hugsa ekki heim á Neistaflug þar sem Sálin er með ball í kvöld!!! Andsk...
En jæja hafið það gott!

laugardagur, júlí 30, 2005

Ekkert að gerast

hér á þessum vígstöðvum. Bara rólegheit á liðinu :) Fórum í dag að snúast aðeins í bænum, sóttum bílaleigubílinn fyrir Mirju og kíktum mjög stutt í Kringluna. Ekki er ég nú alveg að skilja fólk hér í borginni... hélt það yrði enginn í bænum en neinei nóg af fólki í Kringlunni. Hvað er fólk að pæla?! Af hverju er það ekki á Neistaflugi!?!? :) Bara er ekki að skilja!! Grilluðum svo kjúklingabringur og pylsur í kvöld og liggjum núna bara á meltunni. Ég að vísu með súkkulaðið ekki langt undan :)

Við frænkur dúlluðum okkur í bænum í gær, fórum í Ikea og í Kringluna :) Voða gaman hjá okkur. Auðvitað fengið sér pylsa í Ikea, en það er eitt af uppáhaldinu hjá Mirju... ásamt ís úr vél :) hún veit ekkert betra.

En jæja, hafið það gott það sem eftir er af helginni og gangið hægt um gleðinnar dyr. Passið ykkur í umferðinni.
Guð veri með ykkur.

fimmtudagur, júlí 28, 2005

39 vikur...

komnar í dag. Fór í skoðun og allt gott að frétta þaðan, nema hvað ég er búin að léttast um annað kíló!! Ég er nú ekki alveg að skilja það miðað við allt sem ég ét, hmmm... En ljósan sagði að það væri í góðu á meðan að bumban stækkaði eins og hún ætti að gera þannig að þá hefðum við engar áhyggjur af þessu :)
Ég fékk tíma hjá henni á föstudaginn eftir viku, en svona ykkur að segja þá ætla ég að vona að ég verði bara búin með þetta þá :) kæmi mér samt verulega á óvart ef ég væri búin að skjóta þessu út fyrir settan tíma. En það kemur í ljós.

Annars langar mig svvvooooo á Neistaflugið! Er alveg að deyja.... ohhhh. En það verður þá bara tekið vel á því að ári liðnu, það get ég sko sagt ykkur!!

En ætlum að fara að bruna á völlinn að sækja Mirju...

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Jæja þá er ég búin að borða lummuskammtinn í dag, búin að prjóna eitt par af hosum yfir Nágrönnum, sængurnar komnar í viðringu út á snúrum og þá er ekkert annað í stöðunni en að skella sér bara í steikina úti á svölum með ískalt vatn með lime!! :)

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Lummur

Er búin að borða lummur á hverjum degi síðan á sunnudagskvöld!! Málið er að ég fór ekkert að sofa þarna eftir að hafa bloggað, heldur skellti ég í lummudeig og steikti handa okkur lummur klukkan hálf 12 :) Málið er að þegar ég vaknaði á sunnudaginn komst ekkert annað að hjá mér en að fá mér lummur. Hringdi í mömmu og fékk uppskriftina af góðu lummunum hennar ömmu, en svo bráði þetta nú af mér þegar leið á daginn þannig að ég var ekkert að gera deigið. Þegar ég hinsvegar var að fara að sofa þá blossaði þessi líka græðgin upp í mér og ég bara varð að redda þessu... setti í þær epli og léttsteikti þær þannig að þegar ég skar í þær þá vall deigið úr þeim :) ó Jesús þær voru góðar!! Og enn á ég deig þannig að það verður önnur lummumáltíð á morgun, ef ekki bara í kvöld!

Nú er Mirja frænka að koma á fimmtudaginn... verður í sex vikur og verður að vinna á LSP í praktík í mánuð. Það verður voða gaman að fá hana. Hún byrjar dvölina hér hjá okkur en fer svo í næstu viku til vinafólks í Hafnarfirði.

Fann mér bók... enga af þeim bókum sem ég var að velta mér upp úr, heldur varð Purpuraliturinn fyrir valinu. Keypti þessa bók einhvern tímann í Kolaportinu fyrir löngu síðan, góð bók.

sunnudagur, júlí 24, 2005

Helgin...

Var með hinu besta móti. Unnar kom í mat á föstudag, grilluðum kjúklingabringur sem ég var búin að láta marinerast í hvítlaukslegi í heilan sólarhring!! :) Jiii það var gott. Átum gjörsamlega yfir okkur.
Hafði það svo voða gott í sólinni í gær, steikti mig alveg á svölunum. Þrifum svo bílinn rosa vel, bæði að innan og utan og tókum okkur rúnt niður í bæ í góða veðrinu.
En við erum búin að vera alveg með eindæmum dugleg í dag. Tókum geymsluna í nefið, takk fyrir!! Búin að koma öllu fyrir og búin að henda að mér finnst heilum helling!! :) Glæsilegt! Fórum svo í Bónus og enduðum daginn á að grilla, ummm! Sehr gut :) Ég er að vísu alveg búin á því eftir daginn þannig að ég mun sennilega rotast um leið og ég legg höfuðið á koddann.

Þreif öll litlu barnafötin á föstudaginn :) Jesús hvað þetta er allt saman lítið og sætt og fyndið að sjá þetta hanga á snúrunni :) Keypti svo bleiur í dag og þá held ég að það eina sem vanti sé bali fyrir barnið. Annars allt komið, svei mér þá. Þarf að vísu að kaupa eitthvað smotterí fyrir mig, en ég er nú ekkert að stressa mig á því.
Skellti mér í það að búa til heimasíðu fyrir barnið á Barnalandi, þá er það tilbúið :) Er að vísu ekkert búin að setja inn á síðuna... reyndar kann ég ekkert á þetta þannig að það er spurning hvort ég verði að fá Júlíu Rós í heimsókn til að sýna mér :) eða bara að fikra mig áfram, ég hlýt að geta þetta eins og allir hinir.

Ég er orðin alveg rugluð á hvaða bók ég á að lesa næst. Er með nokkrar bækur frá Júlíu Rós, en veit ekkert á hvaða bók ég á að byrja... svo fann ég allt fullt af bókum niður í geymslu sem ég var aldrei búin að lesa, eins og Villtir Svanir, Dóttir gæfunnar eftir Isabellu Aliende, Dalur hestanna, Seiður sléttanna og allar þær bækur. Ekki nóg með það en þá hefur Minningar Geysju herjað á mig síðan að Júlía sagði að þetta væri besta bók sem hún hafði lesið. Hélt ég ætti hana en þá er það mamma sem á hana og hún er heima í Nesk. Ofan á þetta allt saman langar mig svo rosalega að fara á bókasafnið og taka bækurnar eftir Njörð P. Njarðar, Eftirmál og hina bókina sem kom út fyrst. Er bara alveg lost í þessu máli!!

En jæja... ætla að fara að tía mig í háttinn, og athuga hvort ég geti fundið mér EINA bók til að byrja á :)

fimmtudagur, júlí 21, 2005

38 vikur

Já þá er ég komin 38 vikur í dag. Fór í skoðun, allt leit vel út, barnið búið að skorða sig, ég í sama kílóafjölda og í síðustu viku og blóðþrýstingurinn aftur kominn í eðlilegt horf... JEI, ég dugleg :) Enn velti ég því fyrir mér hvenær barnið kemur. Finnst alveg óskaplega óþægilegt að vita það ekki nákvæmlega. Gæti komið á morgun, í næstu viku eða þess vegna ekki fyrr en eftir 4 vikur!! Ohhh... en svona er þetta víst og ég verð bara að vera þolinmóð.

Er búin að hafa það ansi gott síðustu tvo daga. Enda búið að vera yndislegt veður og hef ég því hreiðrað um mig úti á svölum með bók og prjónadótið. Hef reyndar ekki eins mikið þol að liggja í sólinni eins og ég hafði, og stend því reglulega upp, fer að pissa og vesenast eitthvað og sest svo aftur :)

Ég er alveg sjúk í græn epli þessar vikurnar. Eitt á dag kemur skapinu í lag, súrari - því betri :)

mánudagur, júlí 18, 2005

Sól, sól skín á mig...

Yndislegt veður búið að vera í dag. Kíkti í kaffi til Sunnu og Dags Þórs og hafði það afskaplega gott í sólbaði á svölunum hjá þeim :) Dagur sýndi sínar bestu hliðar... algjör draumur drengurinn!!

Helgin var fín, á laugardeginum fórum við í bæinn og keyptum skiptiborð, sæng, nýja dýnu í vögguna, lak og svona ýmislegt, voða gaman :) Heimir ætlar svo að setja skiptiborðið saman í kvöld og bíð ég spennt!
Nú brúðkaupið var skemmtilegt og fór eins og ég var búin að spá... ég grét úr mér augun í kirkjunni. Matthildur var guðdómleg, hún var svo falleg og fín!!

Harry Potter kominn út... einhverra hluta vegna er ég ekkert svo spennt fyrir honum í þetta skiptið. Held kannski að það sé vegna þess að ég kláraði aldrei bók nr. 5. Las hálfa bókina og veit ekki einu sinni hver það var sem dó í þeirri bók. En ég ætla mér alltaf að klára hana... þarf að gera það við tækifæri.

Er að horfa á Ísland í dag... er ekki alveg að gúddera Egil þarna í þessum þáttum. Finnst hann leiðinlegur og finnst þau engan veginn ná saman, tala alltaf ofan í hvort annað og hann alltaf að grípa fram í fyrir henni!! Arrggghhh...

föstudagur, júlí 15, 2005

Versló

Ég var að skoða dagskrána á Neistafluginu og svo Þjóðhátíð... og verð ég nú bara að segja að ef ég hefði eitthvert val um hvar ég yrði (verð víst bara hér í borginni sennilega á steypinum) þá væri það ekki spurning, Neistaflug yrði fyrir valinu!! Ó jú... ég færi ekki á Þjóhátíð þótt ég fengi borgað fyrir það!! Finnst akkúrat ekkert spennandi í boði þar, jú að vísu væri gaman að sjá Grafík, en common... þetta eru bara Skítamórall (en þeir eru ömurlegir eftir að Einar Ágúst hætti) og svo Í svörtum fötum!!! Svei mér þá...
Dagskráin heima finnst mér hinsvegar alveg frábær. Reyndar þoli ég ekki Papana (fíla ekki írska fiðlutónlist) en Guð minn góður Sálin verður á svæðinu!! Og ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég er hrikalega svekkt yfir að missa af því... arrrgghhhh!! En ég hef ákveðið að þar sem þetta er alveg ónýtt fyrir mér, þá mun mitt blessaða barn ekki fá að fara á neina útihátíð fyrr en í fyrsta lagi um tvítugt!!!! :) Og hana nú!! :)

En annars er komin helgi :) og við erum að fara í brúðkaup á morgun. Kvíði svona svolítið fyrir því, því ég á sennilega eftir að væla úr mér augun og verða mér og mínum sjálfsagt til skammar!! En það verður bara að hafa það, ég verð með nóg af tissúi!!

Hafið það gott um helgina og gangið á Guðs vegum.

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Smá fréttir úr skoðuninni...

Fórum í sónarinn og það var rétt, það er höfuðið sem er komið þarna niður en ekki bossinn. Að vísu er það ekki eins skorðað og það var í síðustu viku, þannig að barnið er því laus-skorðað eins og það er kallað :) en er samt komið aðeins niður í grindina. Kannski það verði bara alveg skorðað í næstu viku, kemur í ljós.
Annars er það að frétta að blóðþrýstingurinn er eitthvað farinn að stríða mér, ég sem hef alltaf verið með svo fínann þrýsting!! Skil þetta ekki alveg... bara allt í einu hefur hann rokið upp. En það eru semsagt neðrimörkin sem farin eru að hækka meira en góðu hófu gegnir, þannig að nú fékk ég þau fyrirmæli um að "hvíla" mig 2x hálftíma á dag. Jájá við sjáum hvernig það gengur :)

Vona að ég sé ekki farin að drepa ykkur úr leiðindum með þessum reglulegu meðgöngu uppfærslum, en ef svo er þá bara lesið þið þær ekki... so sorry, but I don't care :)

En mikið óskaplega finnst mér Seinfeld skemmtilegir þættir!! Ég get alveg migið niður stundum. Horfði alltaf á þá úti í Ameríku og því gladdi það mig mjög þegar ég sá að Sirkus er að sýna þá alla :)

Ætla að halda áfram að prjóna... það er svo slakandi :)
Draumur

Mig dreymdi að ég væri farin á fæðingardeildina og var með þessa líka þvílíku verkina :) Jesús minn... ég var komin með 2 í útvíkkun og Sunna Björg var sem sagt ljósmóðirin og var eitthvað voðalega kærulaus :) bara fyndið! Og það var eitthvað svo mikið span á okkur, Heimir alveg að farast úr stressi, mamma í ennþá meira stressi heima í Nesk og ætlaði að láta senda þyrlu eftir sér og ég var alveg miður mín því það var ekki allt tilbúið heima!! Svo þegar ég vaknaði þá var ég í svo miklum pissuspreng að það hefur sennilega verið verkurinn sem ég var með í draumnum :)
Ég er nú samt að spá í hvað þetta gæti þýtt... er að hugsa um að túlka hann þannig að barnið komi jafnvel á 39. viku :) er það ekki bara fínt?! Reyndar sagði ég við Heimi
þegar ég vaknaði, að mér þætti svolítið óþægilegt að það skuli ekki allt vera tilbúið, þar sem ég væri nú komin á 37. viku!! En það sem liggur þyngst á honum er að við erum ekki búin að taka til það dót sem æskilegt er að taka með á fæðingardeildina :) En allavegna þá ætlum við á laugardaginn að fara og kaupa skiptiborðið og sæng og það sem vantar. Og svo er ég að hugsa um að þvo eitthvað af fötunum í næstu viku. Þá ætti þetta nú allt að blessast ef það kæmi fyrir 4. ágúst!! :)

Við fórum í bío í gær, Batman begins! Jiii þetta er alveg frábær mynd. Ég hafði bara séð fyrstu Batman myndina og var aldrei neitt voða hrifin af þessarri fígúru þegar hún var sem vinsælust! Held reyndar að ég hafi reynt að sýna einhvern áhuga á sínum tíma, því Jóhanna var alveg húkt á þessu. Er ekki frá því að hún hafi farið á myndina í borginni og þegar hún kom heim þá var hún með allt sem viðkom Batman :) lyklakippur, límmiða og allskonar dót! Svo var hún búin að þjálfa sig ansi vel í að teikna merkið! Jóhanna mín, ég myndi ráðleggja þér að fara á myndina ef þú hefur ekki enn séð hana... en þú ert náttúrulega svo harður aðdáandi að þú hefur sjálfsagt farið á frumsýninguna :)

Förum í skoðun og í sónar á eftir :) hlakka til!!

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Fékk heimsókn í dag, Júlía Dröfn og Bryndís Lára mættu galvaskar. Voða gaman að hitta þær mæðgur, en Bryndísi hafði ég ekki séð í langan tíma. Þær færðu okkur svaka fína skál með appelsínugulu kerti og servéttur í stíl, voða sumarlegt og var auðvitað strax sett á eldhúsborðið :)

Annars skrapp ég í nudd í dag og líður alveg rosalega vel. Held að þetta geri mér bara gott, enda er Gunna góður nuddari og tekur mig í sogæðanudd og svoleiðis á fæturnar. Prufaði reyndar síðast svona heit steinanudd.... mjög gott. Finnst reyndar allt nudd gott, er soddans nautnaseggur :)

Er alveg komin á fullt í bókina um hana Sonju... ferlega skemmtileg bók. Þetta hefur verið alveg mögnuð kerling, mæli með henni :)

sunnudagur, júlí 10, 2005

Ja hérna

Óttaleg leti hérna megin í bloggmálum... þetta fer bara að verða vikulegt hjá mér.
Annars er bara búið að vera nóg að gera eftir að ég hætti að vinna. Svona það sem ber einna
hæst er að ég fór í skoðun á fimmtudag og þá kom í ljós að barnið er búið að skorða sig :) JEI, mér líður bara eins og ég sé hálfnuð með fæðinguna ég er svo ánægð, hmmm... En það er svo fyndið að á mánud. eða þriðjud. fékk ég svo rosalega skrítinn verk þarna "niðri" svona stingi og var eitthvað asnaleg, að ég sagði við Heimi að það kæmi mér ekkert á óvart að barnið væri að skorða sig :) sem að kom líka á daginn. En nú fer ég semsagt vikulega í skoðun og næsta fimmtudag ætlar ljósan að setja mig í sónar bara til að vera alveg viss um að þetta sé höfuðið en ekki bossinn. Hún var samt með það á hreinu að þetta væri höfuðið því bossinn er í því að skvetta sér til og frá og dilla sér hérna uppi :) en allur er varinn góður! En allt kom vel út úr skoðuninni, kröftugur hjartsláttur og allt eins og það á að vera. Reyndar fannst mér skrítið að ég hafði lést um 1 kg. síðan í síðustu skoðun, en ljósan sagði að það væri ekkert til að hafa áhyggjur af, gæti bara verið af því að nú væri orðið svo þröngt þarna inni og ekki eins mikið pláss til að belgja sig út :) En ég bíð spennt eftir næstu skoðun!

En já, Júlía Rós og Björn Hermann komu í heimsókn til mín á þriðjudaginn. Voða gaman að sjá þau mægðin :) Júlía kom með allt fullt af bókum handa mér þannig að mér ætti ekki að leiðast. Er byrjuð að lesa Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð, held samt að ég verði að byrja á annari bók svona með, finnst of mikið að lesa fæðingarsögur út í eitt :) Er spennt fyrir Sonju bókinni að ég hugsa að ég byrji á henni í kvöld.

Við afrekuðum svo að tæma geymsluna á Austurströndinni á miðvikudagskvöldið. Fengum Hafþór með í það. Svei mér þá ef það var ekki bara álíka mikið dót í þessari einu geymslu og var í allri íbúðinni!! Jesús minn... En næsta mál á dagskrá er að fara í gegnum allt þetta dót og taka til og henda (eða allavegna að taka til). Ætti nú alveg að geta dundað mér við það, svona í einn-tvo tíma á dag. Já held að það væri fínt.

Héldum smá innflutningsteiti í gær. Buðum nokkrum vinum í grill og öllara. Voða gott. Grilluðum svo aftur í kvöld, kjúklingabringur og pylsur ummm!! Dagurinn í dag hefur svo verið algjör afslöppun hjá mér, dormað mér yfir sjónvarpinu og haft það gott :)

En jæja, drengurinn farinn að reka á eftir mér að koma mér í rúmið... Góða nótt!

mánudagur, júlí 04, 2005

Mánuður

Í dag er 4. júlí og því nákvæmlega mánuður í settann dag!! Svo er bara spurning hvað verður :) Úff úff... ég held að það sé bara þreytandi tími framundan. Ég er allavegna byrjuð að finna fyrir ýmsu sem ég hef alveg verið laus við, t.d. svefnlausar nætur, hrökkva upp með sinadrátt, brjóstsviði orðinn mun algengari, þreyta í fótum, stanslausar pissuferðir og svo virðist sem það sé mjög mikið sport að sparka af alefli upp í rifbeinin á mömmu sinni :) (sem er nota bene ekki gott) og það alltaf bara hægra megin. Held ég geti samt bara verið ósköp lukkuleg með heilsuna þessa fyrstu meðgöngu! En það er alveg ótrúlega stutt í komu þessa blessaða barns, finnst í rauninni að það hafi bara verið í gær sem við komumst að þessu!
Annars er vaggan er komin í hús og Heimir setti hana saman í gær. Í dag fór ég svo í Babysam og keypti bílstólinn og himinn og tilheyrandi fyrir vögguna. Voða fínt :)

En dagurinn í dag var síðasti dagurinn minn í vinnunni. Nú er ég semsagt komin í frí. Að vísu aðeins fyrr en ég hafði ætlað mér en svona er það. Ég ætti því vonandi að geta verið úthvíld fyrir komandi átök :)

Það var voða gaman hjá okkur í kvöld, góður matur. Allt fullt af "breaking news", en þó engin ólétt :) Við Kristjana bíðum eftir að Júlía Rós skelli sónarmynd upp á borðið innan árs, svona eins og var með Björn Hermann :)

En nú er það Lost!!
Í tilefni

einnar næturdvalar Frú Kristjönu hér í borg óttans, ætla ég að hitta þær systur á eftir á Ruby Tuesday :) Já sko okkur, þó við séum mjög fastheldnar þá gátum við breytt um stað, ætli Ítalía verði ekki bara næst fyrir valinu.

föstudagur, júlí 01, 2005

Ítrekun

Ég ætla bara að taka það fram hér og nú, og enn og aftur að við höfum engum sagt hvort kynið barnið er! Fólk virðist alveg vera að tapa sér yfir þessu, enn semsagt við höfum engum sagt og munum engum segja! Það styttist jú óðum að blessað barnið komi í heiminn og trúið mér, þetta er annað hvort!! Svo í Guð almáttugs bænum... Ég hef allavegna ákveðið það að ef ég mun eignast annað barn þá mun ég bara ekki orða það að ég viti kynið. Greinilega best bara að segja engum neitt!! Argghhh...

Enn yfir í aðra sálma
Ég er farin að fara í nudd og er búin að fara tvisvar núna í þessari viku. Ætla svo að fara einu sinni í viku fram að fæðingu. Og ég er að segja ykkur það að þetta er bara himneskt. Fer til hennar Guðrúnar minnar sem er að vinna niður í Laugum Spa. Hún er með meðgöngunuddbekk inni hjá sér, en hann er með gati fyrir bumbuna og brjóstin :) frekar fyndinn. En það er algjör unaður að geta lagst á magann þar sem ég hef nú ekki getað það í nokkurn tíma :)

Það er komin helgi, tíminn líður all svaðalega hratt. Við ætlum í smá búðarráp á morgun og viti menn, ég ætla í Smáralindina að horfa á Wig Wam :) jájá ég læt þetta sko ekki framhjá mér fara... aumingja Heimir ;)
En góða helgi og passið ykkur í umferðinni ef þið ætlið eitthvert út á þjóðveginn!!