þriðjudagur, september 26, 2006

Pappakassar

Dótið okkar er komið og það má eiginlega segja að við lifum núna í einum risastórum pappakassa. Þetta komst samt ótrúlega vel fyrir allt saman miðað við það sem við héldum að yrði. Rúmið okkar er komið upp og bíður mín ásamt MINNI sæng og MÍNUM kodda, og Ingibjörg er steinsofandi í sínu rúmi sem hún hefur ekki sofið í síðan í júní!! :) Og henni líkar lífið vel, sofnaði með bros á vör.

Enn er bara bið með íbúðina. Veit sem sagt ekkert meira en ég vissi í gær. Við töluðum við konuna í dag og sögðum endanlegt JÁ við íbúðinni og þá hefst eitthvað ferli. Ætli það taki ekki einhvern óskapan tíma miðað við annað hér í Danmörku :) En við getum ekkert gert nema að bíða og ég læt ykkur vita um leið og ég veit eitthvað.

Er búin að finna græjurnar fyrir myndavélina svo á morgun mun ég dæla inn mörgum myndum á Barnalandið.

Klukkan er orðin korter í 11 hér hjá mér og ég bíð spennt eftir því að henda mér í mitt himneska rúm. Hef þetta því ekki lengra að sinni.
Góða nótt.

mánudagur, september 25, 2006

Tojhus have

Já krakkar mínir, þessi íbúð er sko alveg málið!! Ohh við erum alveg að deyja okkur langar svooooo mikið í þessa íbúð! Ætlum að hringja á skrifstofuna á morgun þegar Heimir er búinn í skólanum og tékka á þessu.

Rasmus var hinn almennilegasti og nei Elma hann er ekki færeyskur :) Íbúðin er æðisleg, stórt baðherbergi (ekki eins og þessir skápar sem eru í gömlu húsunum), og það fylgir þvottavél og þurrkari, ísskápur (venjulegur ísskápur, ekki einhver mínibar), uppþvottavél og æðislegar svalir, stórar og góðar. Og svo búa íslensk hjón þarna sem eru nýbúin að eignast barn... sagði Rasmus. Guð ég held að ég geti ekki beðið þangað til í hádeginu á morgun.

Sko tvö blogg á einum degi... geri aðrir betur :) ekkert danskt slóv mótjon hér sko!! :)

Takk Sigrún fyrir textan, Ingibjörg er sofnuð :)
Notalegheit

Asskoti er þetta nice... Ingibjörg er sofandi, Heimir í skólanum og ég að blogga og hlusta á Bylgjuna í beinni :) vantar bara bjórinn! Skammarlegt að maður skuli ekki eiga einn kaldann hérna núna. Verðum að gera bragabót á því.

Sófinn okkar kom í dag, dótið okkar kemur á morgun og þá er bara sjónvarpið sem á eftir að koma. Sennilega 2-3 vikur í það. Fyndið að ég hélt að ég myndi deyja ef ég hefði ekki sjónvarp allann þennan tíma. En það er nú aldeilis ekki, held að það sé kannski af því að ég veit ekkert hvað er verið að sýna (nema það sem Jóhanna er alltaf að tala um :)). Svo erum við náttúrulega með tölvuna, getum horft á myndir þar. Horfðum einmitt á Brokeback Mountain í gærkvöldi. Mér fannst hún góð og hún skyldi það mikið eftir sig að ég er enn að hugsa um hana!!

Annars var helgin svaka fín. Á föstudeginum fórum við í Lergravsparken (eða Legvatnsgarðinn, eins og hann hét hjá okkur þegar við vorum hér í júní með Júlíu Rós og Hermanni :)) í geggjuðu veðri, og hittum Hrafnhildi og fjölskyldu þar. Fórum svo öll á Jensen?s Böfhus og átum á okkur gat af góðum mat og ís. Æðislega gott!
Á laugardeginum fórum við fjölskyldan í Tivoli og eyddum öllum deginum þar. Mikið er nú gaman þarna, alveg yndislegur staður. Það var líka svo fínt veður og bara draumur að labba um og skoða mannlífið. Ingibjörg var hin kátasta þrátt fyrir að hafa ekki farið í neitt tæki :) Hlakka mikið til að fara þarna um jólin með mömmu og pabba.

En jæja, við náðum loksins í rassinn á honum Rasmusi. Förum til hans í dag klukkan hálf 7, jeminn eini ég er þvílíkt spennt að skoða íbúðina. Verst bara hvað hún er ógeðslega dýr, en við sjáum hvernig þetta fer allt saman, kannski fáum við hana ekki einu sinni.

fimmtudagur, september 21, 2006

Ekkert stress

Ég er ekki alveg að fatta danina. Þeir eru eitthvað svo agalega rólegir í tíðinni og eru ekkert að stressa sig. Nokkur dæmi: Við fundum æðislegan leðursófa í Ikea og ætluðum að kaupa hann, nei við urðum að bíða í 42 daga eftir honum. Hættum við hann. Fundum sófa í Idemöbler og keyptum hann. Fáum hann ekki fyrr en eftir 10 daga, sem sagt í næstu viku. Keyptum okkur sjónvarp í síðustu viku, 40? flatskjá og vorum mikið spennt að fara að horfa á sjónvarpið... NEI fáum það í kringum 20. október!! Hvað er eiginlega málið? Það lá við að ég færi að grenja þegar hann sagði þetta með sjónvarpið. Ég vil auðvitað helst fá allt bara í gær og vil að hlutirnir gerist NÚNA!!

Sat hátt í klukkutíma á pizzustaðnum áFó Amagercenter í dag og fylgdist með fólki. Alveg finnst mér það hryllilega gaman, bara sitja og horfa á og skoða fólk. Maulaði þessa einu pizzusneið eins lengi og ég gat :) Rölti svo um centerið og kíkti held ég í flestar búðirnar. Get sko sagt ykkur það að þarna er garnbúð og ekki nóg með það heldur eru þeir með Lanett garnið!! Þvílík gleði. Þetta verður þá ekki eins og þegar ég bjó í Ameríku, næstum því heil ferðataska full af garni þegar maður fór út. Það er bara geggjað að geta keypt þetta hér, svo var líka allt fullt af flottum tölum. Frábært :)

Helgin að skella á. Ætlum í Tivolið á laugardaginn þar sem þetta er síðasta helgin sem er opið. Veit ekki hvernær það opnar aftur, en mér finnst nú alveg ofur hallærislegt ef það verður ekkert opið um jólin. Ég sem ætlaði með mömmu og pabba þangað. En við verðum þá bara að láta dýragarðinn duga, sem verður örugglega frábært :)

Gleymdi alltaf að láta ykkur hafa gemsanúmerið mitt hérna úti. Það er 0045- 60827263. Þar hafið þið það.

Fyrir aftan mig er Heimir að reyna að koma dótturinni í svefn. Það er bara ekki að ganga, hún lætur nú ekki spila með sig. Hún er svo þrjósk (n.b. hefur það frá pabba sínum) að frekar myndi hún sofna sitjandi en að þóknast honum og leggjast :) Svo er svo mikið brölt á henni og hún rimur og stynur með þessu öllu. Bara gaman að hlusta á þetta :)

Rasmus svarar ekki... skil þetta ekki. Kannski er hann bara dáinn í íbúðinni??

miðvikudagur, september 20, 2006

Blogg

Settist niður í gærkvöldi þegar feðginin lágu hrjótandi uppi í rúmi og ætlaði mér aldeilis að blogga. Ákvað samt aðeins að skoða hinar ýmsu síður sem ég kíki reglulega á, þar sem ég er búin að vera netlaus svo "lengi". Lenti því á síðu hjá ungu fólki sem var að missa barnið sitt og þar með var ætlunin um að blogga, að engu. Ég ætla því að byrja á því að blogga í kvöld áður en ég fer inn á þessa síðu.

En já, við sváfum fyrstu nóttina okkar hér á Öresundskolleginu síðasta föstudag. Fyrir þá sem ekki þekkja til, að þá er þetta hálfgert Harlem (finnst mér og fleirum). Þetta eru mjög litlar íbúðir þessar tveggja herbergja og ekki skemmtilegt að vera með barn. Reyndar er alveg hægt að gera íbúðina sína kósý og okkur finnst hún þegar vera orðin heimilisleg (þó við séum ekki komin með dótið okkar) en sameignin hér á ganginum er viðbjóðsleg og allt frekar eitthvað sjabbí. T.d. ef maður labbar niður (tekur ekki lyftuna) í andyri er brotin vínflaska í einu horninu og nota bene hún er búin að vera þar síðan að ég kom og skoðaði íbúðina fyrst! Ógeðslegt! Svo eins og ég segi þá er íbúðin mjög lítil og eldhúsið er ekki neitt neitt. Ísskápurinn eins og míni-bar og tvær hellur sem hægt er að elda á. Og skápaplássið er ekki neitt.

En í fyrradag fengum við gleði frétt. Við vorum búin að sækja um íbúðir á leigumarkaði, hjá mörgum aðilum og við fengum íbúð á draumastað! Og það sem er svo fyndið, er að á mánudagsmorgninum tókum við okkur hjólatúr til að skrá okkur mæðgur inn í landið og fá kennitölu og þess háttar, og í bakaleiðinni hjólum við fram hjá Tojhus have þar sem við vorum búin að sækja um íbúð. Ég byrja strax, ohhh hér vil ég sko eiga heima... þetta er æðislegt, hér vil ég vera o.sv.fr. Komum heim og Heimir kíkir á póstinn sinn... JÚ það var verið að bjóða okkur íbúð í þessu húsi!! :) Ég get svo svarið það. Ég var sem sagt bænheyrð!

Við erum búin að segja já við íbúðinni en það er ekki hægt að ganga frá þessu endanlega fyrr en við erum búin að skoða hana. Við erum búin að vera að hringja í hann Rassmus Svensen, sem er núverandi leigjandi, en hann svara aldrei símanum. En þetta er alveg æðislegt, byggt 2005, 80 fm íbúð með tveimur svefnherbergjum og 10 fm svölum. (Engar svalir hér þar sem við erum núna, skandall!!) Íbúðin er á efstu hæð, 5. hæð. Og þetta er semsagt á Íslandsbryggju, rétt hjá Radison Hótelinu, ef þið eruð einhverju nær. Er baka til þannig að maður heyrir ekki í neinni umferð eða neitt. Alveg draumastaður og alveg ábyggilega staður sem við myndum búa á þessi ár sem við verðum hér. Hér getið þið séð húsið og fleira www.tojhushave.dk


En nú er bara að bíða og sjá hvort hann Rassmus vinur minn, fari ekki að svara í símann! Og svo vonandi verður ekkert vesen með okkur, að leigjandaskrifstofunni lítist vel á okkur :) Þetta er samt auðvitað miklu dýrara en hér á kolleginu, en so be it! Vonandi gengur bara allt upp því þá getum við flutt inn 1. nóv!! Krossa fingur :)

Annars er sko allt fínt að frétta af okkur. Við erum staðsett miðsvæðis hér á Amager að það er stutt í allt saman. Handan við hornið er Amagerbrogade verlsunargatan og hinum megin við hornið er Amager Center, hálfgerð Kringla. Við mæðgur löbbuðum einmitt þangað í dag og eyddum tveimur tímum í að rölta þar um, voða gaman.
Ingibjörg er hin ánægðasta á hjólinu. Hún var reyndar ekki sátt við hjálminn til að byrja með, en nú er hún búin að sættast við hann. Er meira að segja búin að sofna tvisvar á hjólinu :)

Dótið okkar er komið til Köben og við fáum það á þriðjudaginn. Ætlum nú samt að taka sem minnst upp ef við erum að fara að flytja aftur eftir mánuð. Ætlum að sofa á uppblásna rúminu (þetta er sko engin dýna neitt, uppblásinn gafl og alles :)) en setja rúmið hennar Ingibjargar saman. Gangi okkur vel að fara að venja hana á að sofa í því aftur! Guð hjálpi okkur!

Myndir á Barnalandið koma því ekki fyrr en dótið er komið, svona fyrir þá sem eru að spá í það. Hleðslugræjan og snúran eru í kössunum.

En jæja, þetta varð aldeilis langlokan hjá mér. Og feðginin sofandi hérna fyrir aftan mig. Er farin að leggja mig líka. Og munið að krossa fingur fyrir íbúðinni, fyrir okkur :)

fimmtudagur, september 14, 2006

Flytja

Tek thad stax fram ad ég kann ekki ad breyta yfir í íslenska stafi svo thid verdid ad láta ykkur thetta duga :)

Vid ætlum ad flytja í íbúdina okkar á morgun. Fórum í Ikea í gær og versludum heilan helling og fundum svo sófa í dag í Ide møbler. Thad vantar reyndar enn allt dótid okkar en vid keyptum okkur svaka loftdýnu (sem er reyndar eins og uppblásid rúm) sem vid sofum á thangad til.

Já ég fékk nýja fína hjólid mitt í gær. Nú hjóla ég bara eins og hefdarfrú út um allt, agalega ánægd. Verd nú samt ad segja ad ég er hálfsmeyk vid umferdina, thetta er bara bilun. Heimir sagdi nokkrum sinnum vid mig í gær: ekki hjóla á midri gøtunni elskan :) Ég var audvitad bara svo ánægd med mig á nýja hjólinu ad ég var ekkert ad pæla hvar ég var. Verd endilega ad fá mér eitthvad fínt á hjólid, datt í hug svona dúska eins og Pheebe var med á sínu... thad væri nú alveg ég :)

Ætla ad leidrétta thig adeins Heida, fyrir nokkrum árum sídan hjóladi ég eins og vitlaus manneskja um allan Neskaupstad!! Var farin ad hjóla stóra hringinn 4x á hverju kvøldi :) Bara ad láta thig vita :)

Í dag fórum vid mædgur tvær í strætó og hittum Heimi upp á Vesturporti. Thar fórum vid í Ide møbler og løbbudum svo nidur á Rádhústorgid og nidur Strikid. Jiii hvad thad var ædislegt. Allt fullt af fólki og sól og blída. Vid endudum svo á Mama Rosa :) Fengum okkur Fajhiitas og en øl. Bara gott!

Jæja ég skrifa næst frá mínu heimili :) thad ætti nú kannski bara ad takast á morgun, fer eftir thví hvernig Heimi gengur ad tengja allt. Bid ykkur vel ad lifa thangad til.

þriðjudagur, september 12, 2006

Halló Danmörk

Já nú erum við sko lentar dömurnar. Komum í gærmorgun eftir fínt flug. Alveg snilld að fljúga svona beint frá Egilsstöðum, þvílíkur munur. Ég var að tala um að ég vissi ekki hvar kílóafjöldinn á farangrinum myndi enda... hmmm ég var með 110 kg!! Já já ég er ekkert að grínast. En þeir hleyptu mér nú samt í gegn blessaðir. Verð að segja ykkur það að starfsfólkið þarna á Egilsstaðaflugvelli er yndislegt. Það voru þarna eldri menn sem hjálpuðu mér með allt saman, tóku allt dótið mitt og græjuðu það og báru svo meira að segja handfarangurinn upp á efri hæðina og fylgdu mér til sætis!! Þvílík þjónusta :) Þeir fá sko alveg fullt hús stiga hjá mér.

En já það var notaleg tilfinning að sjá Heimi á flugstöðina. Ingibjörg ljómaði öll þegar hún sá hann og lyfti svo höndunum til að fara til hans og mátti svo ekki mikið af honum sjá í gær :) Við erum hérna hjá Hrafnhildi, búin að gera innrás á heimilið. Við erum reyndar búin að fá íbúðina en dótið okkar er auðvitað ekki komið. Við fórum í Ikea í gær til að skoða og versla smá. Ætlum svo aftur í vikunni og kaupa stóru hlutina. Erum svo bara að spá í að kaupa uppblásna dýnu, svo við getum farið að sofa þarna kannski á föstudaginn. Dótið kemur svo vonandi í næstu viku, eða ætti að gera það.

Við fórum svo í dag og keyptum hjól handa mér :) Það er alveg rollsinn í hjólabransanum :) svart með körfu, alveg rosalega flott! Keyptum svo rauðan hjálm og eins handa Ingibjörgu svo við verðum nú í stíl :) Fáum svo barnastól hjá Hrafnhildi og ætlum svo að kaupa svona vagn aftan í til að verja dömuna fyrir veðri og vindum. Þetta verður spennandi. Fæ hjólið á morgun en þá verður búið að stilla það allt saman.

Við fórum reyndar í smá hjólatúr í gær, ég fékk hjólið hennar Hrafnhildar lánað og guð minn blíðasti, mér stóð bara ekki á sama! Finnst eiginlega að ég þurfi að taka eitthvað próf áður en maður fer hjólandi út í umferðina hérna. Þvílíka hjólamenningin, maður þarf að halda sig á hjólastígunum, passa sig á fólkinu sem kemur úr strætó, og passa sig á hinu og þessu! Þetta er ekki eins og heima þar sem maður sikk sakkar um göturnar :) En maður hlýtur að læra þetta eins og allt annað.

En ætlaði bara rétt að láta vita af mér/okkur. Er að hugsa um að fara og setjast í sólina, búið að vera geggjað veður bæði í gær og í dag.
Sólarkveðja frá Amager :)

sunnudagur, september 10, 2006

Bless Ísland

Jæja ef maður er ekki dramatískur svona á síðustu mínútunum :)
Búið að vera brjálað að gera í dag, fullt af fólki búið að koma og kveðja og ég hef staðið mig eins og hetja. Beygði auðvitað útaf þegar ég kvaddi ömmu og afa og þegar ég talaði við Heiðu, en svo er það erfiðasta eftir, kveðja mömmu og pabba.

Veit ekki hvernig fer með þennann blessaða farangur. Held svei mér þá að ég slái Ameríku ferðunum mínum við. Úffúff, en það hlýtur að blessast.

En nú er bara að fara að vekja Ingibjörgu og galla hana út í bíl. Bið ykkur vel að lifa í bili og læt "heyra" í mér aftur frá Danaveldi.

Úrsúla Manda

laugardagur, september 09, 2006

Pakka pakka

Er byrjuð að pakka okkur mæðgum niður. Ég endaði á því að kaupa sæti undir Ingibjörgu því þá má ég hafa 40 kíló í staðinn fyrir 20. Það versta er að ég held að ég verði alveg með rúúúmlegaaaa 40 kíló sko! Jeminn eini veit ekki hvar þetta endar.

Er búin að taka þá ákvörðun að kveðja engann, nema mömmu, pabba, ömmu og afa. Það er víst nógu erfitt. Ætla sem sagt ekki að þræða húsin til að kveðja, en ef þið viljið kveðja okkur þá eru þið velkomin :)

Magni er aldeilis að meika það! Frábært að honum skuli ganga svona vel. Ég spái samt Toby sigri, vona að Dilijana vinni þetta ekki og helst ekki Lucas heldur og ég vil alls ekki að Magni vinni! Bara frábært að hann skyldi komast í úrslitin og svo ekki meir. Finnst samt verst að ég skuli ekki ná lokaþættinum. Bara glatað að þessir danalingar skuli ekki sýna þetta!! En ég get vonandi séð þetta á netinu.

Jæja er að hugsa um að fara í gegnum þessa fatahrúgu sem barnið á, skilja það eftir sem hún er alveg að vaxa upp úr og pakka restinni niður.

Þórey, ég mana þig til að búa til aðra síðu... byrja bara upp á nýtt! Gerðu það...

miðvikudagur, september 06, 2006

Klipping, kjóll og matur

Fór í klippingu til Önnu Kristínar í dag. Held það megi bara segja að ég sé orðin dökkhærð! Er ekki viss að Heimir muni þekkja mig á mánudaginn :) Nei kannski ekki alveg. En í staðinn fyrir að setja eina dökka á móti tveimur ljósum, höfðum við eina á móti einni. Svona fyrir þá sem hafa áhuga :) Mér finnst þetta MIKIL breyting og er mjög sátt. Ingibjörg kom svo í lagningu :) aðeins svona að laga hárið fyrir brottför. Gekk vel að vanda og var hún eiginlega bara grafkyrr á meðan.

Ingibjörg fékk afmælispakkann frá Heiðu í gær. Ýmislegt var nú í pakkanum og þar á meðal geggjaður kjóll. Bleikur með hvítum doppum og í svona sixtees stíl. Jeminn ég ætlaði alveg að tapa mér :) Barnið var auðvitað rifið úr og skellt í nýja dressið. Er búin að setja myndir inn á Barnalandið.

Annars vorum við mæðgur að koma heim úr matarboði frá Ragnhildi og co. Ægilega gaman. Alveg frábært að sjá hvað strákarnir litlu snúast í kringum Ingibjörgu. Hún situr bara eins og prinsessa á gólfinu meðan þeir bera dótið í hana :) eru komnir með hálft herbergið framm í stofu áður en maður veit af. Þeir eru líka svo góðir og Andri Snær sérstaklega, er alltaf að strjúka henni og sýna henni hitt og þetta.

Úrslitin úr kosningunni í kvöld. Jii hvað ég er spennt!

þriðjudagur, september 05, 2006

Hætta eða ekki hætta

Ekki fyrir mitt litla líf er ég að nenna að halda þessari síðu í gangi!! Hef mikið verið að spá í að hætta þessari vitleysu, en svo veit ég að þegar ég dett aftur í gírinn að þá langar mig til að halda áfram!! Vandlifað í henni veröld :)

Annars styttist óðum í ferðina hjá okkur mæðgum. Trúi því ekki enn að þessi tími hér heima sé næstum liðinn. Ég er búin að vera hér í tvo og hálfan mánuð og hann hefur bókstaflega flogið áfram.

Dótið okkar fór af stað til Danmerkur í dag. Það þýðir að Júlía Rós og Hermann eru búin að endurheimta bílskúrinn sinn :) Takk enn og aftur fyrir allt!!

Ingibjörg er komin með sitt fyrsta kvef. Greyið litla, það rennur bara glært (guði sé lof ekki grænt!!) niður úr nösunum og svo hnerrar hún alveg útí eitt. Vona samt að hún fái ekki hita og að hún nái sér fljótlega svo hún verði hress í fluginu.

Magni í kvöld... hlakka mikið til. Tek þetta auðvitað upp og horfi í fyrramálið. Spennandi.

Heiða, ég kemst ekki inn á síðuna þína... ertu kannski hætt? Og Þórey, hvað er með þig... ertu líka hætt?