miðvikudagur, maí 31, 2006

Köben Here I Come

Jájá nú er bara komin nett spenna í hópinn. Eftir 10 klukkutíma verðum við komin í Leifsstöð og eftir ca. 11 tíma verður maður kominn með fyrsta bjórglasið í hönd :) Jiii hvað þetta verður nú gaman!! Verra ef spennufallið verður svo svakalegt við það eitt að koma í Leifsstöð að maður sofni brennivínsdauða áður en maður fer út í vél?! Nei andsk... :)

Mamma og amma eru komnar til að passa dömuna. Þetta verður ekkert mál, en ætli ég verði ekki hringjandi ca. 3 svar á dag :)

Jæja ég kveð ykkur í bili og heyri aftur í ykkur sennilega á mánudaginn. Hafið það gott yfir Hvítasunnuhelgina.


SKÁL!!

þriðjudagur, maí 30, 2006

Óvissa

Ég þoli ekki óvissu, að vita ekki hvernig hlutirnir verða, og eins og staðan er í dag finnst mér eiginlega allt vera í óvissu. Hvenær selst íbúðin okkar? Fáum við eitthvað húsnæði í Danmörku? Hvað eigum við að gera við allt dótið okkar? Taka það með eða skilja það eftir? Hvenær getum við mæðgur farið austur? Það fer eiginlega allt eftir sölu á blessuðu íbúðinni. Er ég að fara í aðgerð eða slepp ég? Læknirinn ætlaði að hringja í dag eða á morgun, en miðað við útkomu úr fyrstu sýnatöku þarf ég að fara svo nú er bara spurning hvað kemur úr spegluninni sem ég fór í í síðustu viku. En það er eitt atriði sem hægt er að stroka út af óvissu listanum, og það er að Heimir er kominn inn í skólann!! Guði sé lof. Og það er eitt sem ég veit alveg fyrir víst og það er að ég er að fara í skemmtiferð með yndislegum vinum til Danmerkur ekki á morgun heldur hinn... það er allavegna alveg á tæru! :)

Og mamma og amma á morgun. Það verður stuð að fá þær. Veit nú alveg að það á eftir að ganga eins og í sögu hjá þeim þremur meðan við verðum í burtu. Er hálfnuð með að pakka okkur niður, er að reyna að koma okkur báðum fyrir í EINNI ferðatösku, er að reyna að vera skynsöm við að pakka og kalla ég mig góða ef mér tekst það! Ætlunin er að kaupa tösku úti og á ég örugglega ekki í neinum vandræðum með að fylla hana :)

Jæja nú fer Prison að byrja.

mánudagur, maí 29, 2006

Með öl í hendi

Já nú sit ég sko yfir imbanum með einn ííískaldann Kronenbourg. Jiii hann er góður :) Er semsagt að hita mig upp fyrir Danmerkur ferðina og að halda upp á það að Ingibjörg er hætt að næra sig í gegnum mig :) Verra ef ég verð alkúhúlisti því ég er ekki lengur með barnið á brjósti?! Nehei ætli það.

Grey's Anatomy búinn. Frábærir þættir. Held alltaf í vonina að Merridith og Dr. Sheppard verði saman. Næst á dagskrá er svo American Idol. Hef reyndar ekki fylgst með því nema bara með öðru auganu en ég held með Taylor. Og svo fyrir svefninn er það LOST.

Ætlaði bara rétt að láta ykkur vita hvernig þessi kvöldstund væri hjá mér... Ingibjörg sofandi, Heimir enn að vinna og ég að sötra bjór! :)

Bið ykkur vel að lifa.

sunnudagur, maí 28, 2006

Bækur

Ég þarf alveg að sitja á mér þegar ég fer í bókaverslanir. Það er til svo mikið af skemmtilegum barnabókum og svo margt í boði. Í gær þegar við vorum í Kringlunni þá kíktum við í Mál og Menningu. Áður en ég vissi af var ég komin með 5 bækur í hendina en náði að skila 2. Semsagt Ingibjörg fékk 3 nýjar bækur. Hún er orðin svo dugleg að skoða bækur og vandar sig vel að fletta, ekki rífa.

Er að reyna að kenna henni að kyssa. Hennar útgáfa af kossum er að opna munninn og rétta manni tunguna og þegar hún vill kyssa mann extra vel þá reynir hún að bíta mann í varirnar. Hvað ætli það taki langann tíma að fá hana til að kyssa rétt?

Fórum loksins í Laugardalinn í dag. Fórum í Grasagarðinn en þangað hafði ég aldrei komið, og fengum okkur svo að borða á kaffihúsinu sem er þar. Fannst alveg eins og ég væri stödd í útlöndum, er því orðin mikið spennt fyrir Danmerkur ferðinni... aðeins 4 dagar í brottför :)

laugardagur, maí 27, 2006

Klipping og kosning

Ingibjörg fór í sínu fyrstu formlegu klippingu í dag. Sigrún sá auðvitað um verkið. Heimir átti pantaðan tíma svo við mæðgur fórum með. Hún er agalega fín, ég var nú búin að vera narta í toppinn og við eyrun en nú var þetta gert professional :) (Klippti hana meira að segja þegar hún var rétt 5 mánaða). Auðvitað var þetta myndað allt í bak og fyrir (en ekki hvað) og var hún bara hin rólegasta. Finnst svo gott að láta dúlla í hárinu á sér.

Er að fylgjast með kosningunum... jeminn, Smári farinn! En þarf ekki nema 13 atkvæði til að komast inn. Skulum vona að það takist! Nenni nú ekki að horfa á þetta fram eftir öllu en gaman að fylgjast með svona í byrjun. Held að hann Sigmundur Ernir sé að tapa sér hérna á skjánum :) ekkert lítið fyndinn. Hann hlýtur að verða búinn á því eftir kvöldið... og raddlaus í þokkabót. En við fórum og kusum í kvöld. Og já ég kaus hann Björn Inga! Sorry Jóhanna :) Vona að hann haldist inni og að þeir bláu nái ekki 8 manni inn! Uss uss! Hlakka til að vakna í fyrramálið og tékka á stöðunni :)

Annars vona ég að það verði gott veður á morgun því þá er stefnan tekin á Laugardalinn í göngu.

föstudagur, maí 26, 2006

Beverly og Melrose

Jeminn eini ég fékk kast hérna áðan þegar ég sá hvað á að fara að sýna á Skjá einum! Jújú uppáhaldsþáttinn Beverly Hills 90210 og svo Melrose Place strax á eftir :) Held ég verði nú að fylgjast með þessu frá upphafi. Spurning hvort við Guðrún Sigríður komum saman núna vikulega til að horfa á þetta :) Við féllum gjörsamlega kylliflatar fyrir þessu öllu saman á sínum tíma!

Mér finnst alls ekki vera föstudagur í dag. Í gær var ég föst í því að það væri laugardagur. Í dag finnst mér eiginlega vera mánudagur, en svo verð ég agalega glöð þegar ég fatta að það er föstudagur sem þýðir helgi og þá er Heimir heima :)

Bachelorette er í imbanum! Var búin að gleyma því. Ég ætla nefnilega að fylgjast með henni Jen sem mér finnst svo yndisleg. Get ekki betur séð en að hún hafi látið fjarlægja vörtuna sem hún var með á hægri kjálka. Gott hjá henni! Svanfríður þekkir þú ekkert til hennar Jen? Ég meina hún býr þarna í Chicago :)

Það er einhver voða mikil kosningarspenna í mér. Hef ekki hugmynd af hverju því ég hef nú ekki verið þekkt fyrir að vera að velta mér upp úr pólitík. Ég bíð spennt eftir hvernig þetta fer heima í Fjarðabyggð. Held að það verði algjör skandall ef Smári kemst ekki inn. Í alvöru...

Jæja, hafið það gott um helgina og gangið hægt um gleðinnar dyr á kosningavökunni.

fimmtudagur, maí 25, 2006

Vika

Já nú er akkúrat vika í ferðalagið okkar til Köben. Óhætt að segja að það er mikil spenna í hópnum. Við Júlía gerum ekki annað en að plana ferðina fram og til baka, og bæta við á listana okkar yfir það sem við ætlum að kaupa :) Setti smá strik í reikninginn að það er allt lokað þarna á Hvítasunnudeginum, en við breyttum þá bara aðeins planinu og ætlum að taka því rólega og kíkja í Tívolíið. Eigum flug um kvöldmatarleytið heim.

Mamma kemur á miðvikudaginn til að passa nöfnu sína. Og hún kemur ekki ein, hún tekur mína nöfnu með :) semsagt ömmu. Það verður því mikið dekur á minni meðan að við erum í burtu. Kvíði svona nett fyrir því að fara frá henni, en iss þetta verður allt í lagi, við höfum líka báðar mjög gott að því.

Annars er það helst að frétta af Ingibjörgu að hún er hætt á brjósti!! Jájá, fékk síðasta sopann í gærmorgun. Nákvæmlega 9 mánaða og 1 viku gömul! Gengur bara vel hjá okkur, hún er svo dugleg þessi elska. Ég er að springa og ætla rétt að vona að þetta lagist fljótlega, annars er aldrei að vita nema ég gefi henni smá slurk :)

Kosningar á laugardaginn. Get svo svarið það að ég er ekki viss um hvað ég ætla að kjósa. Væri hinsvegar með það á hreinu ef ég væri að kjósa fyrir austan!! Auðvitað lista bekkjarsystur minnar :) Veit það samt að ég ætla ekki að kjósa hann Vilhjálm. Líst ekkert á hann. Svo er Dagur farinn að fara nett í pirrurnar á mér, ég sem var svo hrifin af honum, finnst hann bara eitthvað svo mikil kerling. Er ekki frá því að ég sé að verða skotin í honum Birni Inga. Æji ég veit það ekki. Ég fer allavegna að kjósa... bara spurning hvað ég kýs!

Almáttugur eini það hélt ég að ég myndi deyja þegar Ungfrú heimur datt á krýningunni í gærkvöldi. Stillti yfir til að sjá krýninguna og jii hvað ég vorkenndi henni. Hún bara dúndraðist á andlitið og bossinn upp í loft! Greyið stelpan. En hvernig var það, var engin keppni fyrir Austurland? Getur verið að það hafi farið framhjá mér?!

Jæja, húsmæðurnar eru í sjónvarpinu. Góða nótt.

laugardagur, maí 20, 2006

Allt eða ekkert

Þannig er það hjá mér þessa dagana. Fór aftur á Laugarveginn í dag :) Jájá hafði ekki farið í nokkur ár og svo bara tvo daga í röð! Spurning hvað ég geri á morgun?! En við Júlía Rós tókum okkur göngutúr í dag og gáfum öndunum. Voða gaman. Löbbuðum líka hringinn í kringum tjörnina. Hefðum samt alveg mátt velja heitari dag til viðringar því það var skítakuldi. En mikið var þetta hressandi.

Finnarnir unnu!! Jeminn eini! Var búin að spá þeim ofarlega en aldrei sigri. Frábært :) Nú vil ég fá að sjá þá án búninganna.
Ég var samt svolítið skotin í þessari Carolu frá Svíþjóð. Mér finnst hún algjör draumur, með alveg gullfallegt andlit. En það sem mér finnst best er að hún stendur stundum eins og hann Stefán Hilmars, svona hálf kiðfætt og skrítin í mjöðmunum. Bara æði :)


Bið ykkur vel að lifa!

föstudagur, maí 19, 2006

Ljúfur dagur

Við mæðgur áttum einstaklega skemmtilegan dag. Við löbbuðum Laugarveginn með Heiðu og Jóhönnu. Ég get svo svarið það að ég hef ekki gengið niður þessa blessuðu götu síðan árið 2003! Ferlega fyndið :) En það var svakalega gaman hjá okkur og enduðum við svo ferðina á því að fá okkur kökur á Súfistanum.

En já ég er komin með upp í kok af fröken Silvíu Nótt. Ég meina það. Finnst hún hafa gengið full langt eftir keppnina í gær. Og þó þetta sé bara allt saman leikrit þá er komið gott! Hætta ber leik er/þá hæst hann stendur, er það ekki eitthvað svoleiðis :)

Ingibjörg varð 9 mánaða í gær. NÍU MÁNAÐA! Jeminn eini, eftir 3 mánuði verður hún ársgömul! Er bara ekki að trúa þessu. Það fer bara að koma tími á annað barn :) haha.

Góða helgi öllsömul.

fimmtudagur, maí 18, 2006

Jahá!!

Ég verð nú bara aðeins að blogga eftir þetta :) Já einhverra hluta vegna þá kom þetta mér ekki á óvart. Júlía hinsvegar átti ekki til eitt aukatekið orð! Skyldi bara ekkert í þessu. Mér fannst showið rosa flott hjá henni, hún sagði freaking í staðinn fyrir f...ing, en söngurinn fannst mér frekar lélegur. Hún var svo andstutt og náði einhvern veginn ekki að klára orðin. Greyið, hún hlýtur bara að hafa verið lasin. Mér fannst samt frekar mikil vanvirðing að púa svona á hana, en hún hefur kannski bara kallað það yfir sig, það er ekki eins og hún hafi verið kurteisin uppmáluð þarna úti.

En ég var ánægð með finnana og svíana. Held svei mér þá að svíarnir gætu unnið þetta.

Á næsta ári verðum við sennilega í Danaveldinu að fylgjast með þessu þannig að þá munum við liggja í símanum og kjósa Ísland, þið eruð velkomin :)

Nú þegar þessu er lokið myndi mig langa að sjá sjálfa Ágústu Evu í viðtali. Athuga hvað hún hefur um málið að segja. Vona að Kastljós fái hana í viðtal :)

Jæja, Desperate Housewifes að fara að byrja.

miðvikudagur, maí 17, 2006

Steinhissa

Ég á bara ekki til eitt aukatekið orð!! Ákvað að prufa að gefa Ingibjörgu pela í kvöld og það tókst :) Var búin að búa mig undir miklar mótbárur frá hennar hendi en þetta tókst bara eins og í sögu. Ég fór með hana í sitt rúm, lagði hana niður og rétti henni pelann. Hún horfði svolítið hissa á mig en tók svo pelann og drakk hann á einu góli!! Lá svo bara og dúllaði sér, mótmælti oggulítið þegar ég fór fram, en svo bara ekki söguna meir og steinsofnaði!! Jiii ég er svo ánægð, finnst þetta eiginlega of gott til að vera satt... en ég virðist alltaf gleyma því hversu einstaklega gott barn ég á! *Smá mont* :) En ég ætla að halda morgungjöfinni áfram í ca. viku. Vonum að það gangi jafnvel að hætta henni eins og kvöldgjöfinni.

Hef þetta bara stutt og laggott í dag og held ég bloggi ekkert á morgun. Annað kvöld verðum við í pizzuveislu hjá Júlíu Rós og co yfir Eurovision-inu. Segi því bara góða skemmtun og það verður gaman að vita hvernig þetta fer :)

þriðjudagur, maí 16, 2006

Eurovision

Held svei mér þá að ég hafi aldrei verið jafn lítið spennt fyrir þessu showi eins og nú. Ég er orðin nett leið á Sylvíu og hennar hegðun, en ég hlakka samt til að sjá hana á sviðinu. Held að við munum ekki komast áfram, en við erum þó allavegna búin að prófa að fíflast einu sinni. Annars verður teiti í Hafnarfirðinum og það verður sjálfsagt stuð :)

Er að gera lista yfir það sem ég ætla að kaupa í fríhöfninni og úti í Danmörku. Held að ég eigi eftir að tapa mér þarna. Júlía Rós liggur yfir krotum þannig að ég held að við séum með pottþéttann gæt :) Já það styttist aldeilis í ferðina og ég er enn að gefa Ingibjörgu 2-svar á sólarhring! Uss uss verð að fara að gera eitthvað í þessu svo það verði ekki tóm vandræði fyrir mömmu.

Er hætt að lesa Drykkju-Ástarsögu, fannst hún ekki skemmtileg. Er farin að lesa Önnu, Hönnu og Jóhönnu, og líst vel á.

mánudagur, maí 15, 2006

Heim

Jæja við komumst heil heim að norðan. Þetta var velheppnuð sumarbústaðaferð að öllu leyti. Rosalega gaman að Líana skyldi koma og var afi hinn ánægðasti með allt saman :) Við vorum líka rosalega heppin með veður, sól og blíða alla dagana og var því æðislegt að hafa pott á staðnum. Við fórum öll út að borða á Friðriki V, svaka góður matur og svo var fengið sér Brynju ís í eftirrétt :) Við kíktum svo aðeins á Rakel og stelpurnar, Orri er aldrei heima þegar við eigum leið um Akureyri. Svo var auðvitað farið í Jólalandið sem er nú alveg æðislegt. Jiii, jólalög, jólatré, jóladót og hangikjötslykt í maí... hvað er betra? :) Já þannig að þetta var hin besta ferð.

Annars verð ég nú aðeins að tjá mig um þennan ölvunarakstur hjá Eyþóri Arnalds. Mér finnst þetta vera svolítið mikið blásið út í fjölmiðlum. Ekki það að ég sé neitt hlynt ölvunarakstri, þvert á móti. Við Heimir vorum einmitt að ræða það í gærkvöldi að miðað við fréttaflutninginn var alveg eins og maðurinn væri látinn! Það var verið að rifja upp hans feril, bæði í tónlist og lífinu bara almennt. Skrítið. Svo horfði ég á Eyþór í Íslandi í dag og Kastljósi og fannst hann nú bara standa sig vel og koma þessu nokkuð vel frá sér. Æji ég eiginlega vorkenni honum... en ég er kannski bara svona vitlaus!

Jæja, Lost búið... finnst "the other" gaurinn ógeðslegur en Dr. Jack alltaf jafn guðdómlegur :)

Bíð ykkur góðrar nætur.

fimmtudagur, maí 11, 2006

80

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann afi minn, hann er áttræður í dag!! Já takk, hugsið ykkur að vera orðin áttatíu ára. Árið 2057 verð ég áttræð. Ætli ég nái þeim aldri? Ætli ég eigi þá þrjú börn og kannski einhver barnabörn? Og þá á ég kannski líka barnabarnabarn!! Jiii það er skrítið að hugsa svona langt fram í tímann :)

En já fjölskyldan er komin norður og við leggjum af stað í fyrramálið. Óska ykkur því alls góðs um helgina og bið ykkur vel að lifa þangað til næst.

miðvikudagur, maí 10, 2006

Norður

Það styttist óðum í norðurferðina. Förum á föstudaginn. Búið að ákveða að grilla hreindýr það kvöldið og svo býður afi út að borða á Friðrik fimmta á laugardagskvöldið. Hlakka mikið til. Það verður gaman að hitta Líönu og fyrir hana að sjá Ingibjörgu í fyrsta skipti, ömmusysturbarnið hennar :)

Jiii ef að við værum ekki að fara til Danmerkur, þá væri ég sennilega að byrja að vinna núna. Guð minn, ég hefði örugglega ekki meikað það að skilja Ingibjörgu eftir hjá einhverri dagmömmu! Neinei í staðinn verðum við tvær að lufsast saman eitthvað frameftir hausti :) aldeilis flott. Sko, þarna er kominn einn ljós punktur yfir að vera að fara :) Ég get nú samt alveg viðurkennt það að ég er orðin svolítið, endurtek svolítið, spennt að flytja út. Segi það nú samt enn og aftur að ég er ekki að NENNA að pakka og vesenast í því öllu!

Fór í Ikea í dag. Búðin er nú bara full af nýjum æðislegum sumarvörum. Hefði alveg getað farið hamförum þarna, en náði að stilla mig og keypti bara það sem ég ætlaði mér. Greip auðvitað með mér nokkur kerti sem er alveg nauðsynlegt fyrir sumarið :)
Við mæðgur kíktum svo á Heiðu í skólann og enduðum svo rúntinn á Pítunni. Heiða reddaði mér fyrstu seríunni af One Tree Hill, þannig að nú er að hella sér út í þá vitleysu :) bara gaman af því.


Ingibjörg er að lúlla sér, Heimir ekki kominn heim og ég er farin að sjá stjörnur. Bið ykkur vel að lifa. Góða nótt.

þriðjudagur, maí 09, 2006

Sól og sumarylur

Við mægður fórum til Jóhönnu Bjargar í dag og þaðan var svo stefnan tekin á Smáralindina. Við Jóhanna litum reyndar á hvor aðra þegar við komum út í 18 gráðu hitann og sögðum, úff við hefðum átt að labba Laugarveginn! En við gerum það bara næst :)

Já nú held ég að sumarið sé komið. Þvílíka bongóblíðan síðustu daga. Helgin var fín, slepptum reyndar sundinu á laugardeginum. Eigum 3 tíma eftir, veit ekki hvort við nennum að klára þá. Hafnarfjarðarfjölskyldan kom svo í kaffi á sunnudeginum, voða gaman eins og alltaf.
Ingibjörg fékk að smakka ís í fyrsta skipti um helgina svona í tilefni sumarsins, eða reyndar aðallega brauðið og ég get sko sagt ykkur það að það rumdi hástöfum í henni við hvern bita :) Ætluðum alveg að verða vitlaus úr hlátri. Svo hafði hún það bara gott í hitanum úti á svölum að leika sér á teppinu.

Aðeins meira um stafsetningu, orðið tilbaka. Á að skrifa það í tveimur orðum, til baka? Held að ég geri bæði... kannski er þetta eins og með skrýtið/skrítið, bæði rétt :)

Hugsa að ég skelli mér í Ikea, Blómaval og fleiri álíka skemmtilega staði á morgun
:)

Prison Break - í einu orði sagt: ROSALEGIR!!

fimmtudagur, maí 04, 2006

Skoðanir

Skoðunin og sprautan búin. Allt gott að frétta þaðan, daman orðin 71 cm og 8,1 kg, litla barnið mitt :) Brást hin versta við sprautunni en það var fljótt að renna af henni.

Augnskoðunin fór líka vel hjá mér, og eins og ég var búin að spá þá er ég útskrifuð. Hann stillti gleraugu og leyfði mér að sjá hvernig sjónin var fyrir aðgerð, og guð minn góður það var sko alveg rétt hjá honum að ég sá bara ekki görn! Jiii hvað þetta var skrýtið (já SKRÝTIÐ með ?Ý). Maður er svo fljótur að gleyma og mér finnt bara eins og ég hafi aldrei verið með gleraugu. Ótrúlegt!

Regnið lemur rúðurnar inni í eldhúsi, þetta er svo svæfandi. Ingibjörg kúrir í sínu rúmi, Heimir er enn að vinna og ég er alveg að sofna... læt þetta duga í bili.
Zzzzzzzzzzz... Góða nótt
.

miðvikudagur, maí 03, 2006

Skrýtið/skrítið

Er að verða vitlaus á þessu orði!! Það virðist ekki skipta máli hvort það eigi að skrifast með ý eða venjulegu. Ég hef tekið eftir því að í þýddum texta í sjónvarpinu er það alltaf skrifað með ý. Spurði góðvinkonu mína sem er með þessa hluti á hreinu og hún sagði að það ætti að skrifast með venjulegu. Þar hafið þið það ef þið hafið verið að velta þessu fyrir ykkur. Ég var allavegna alveg að fara yfirum á þessu, þannig að hér eftir mun ég alltaf skrifa SKRÍTIÐ.

Meira um svona... ég þoli ekki þegar fólk er að stytta og bjaga orð. Nokkur dæmi, ammili, nebbla, audda, náttla, geggt, solleis og fleiri sem ég man ekki í augnablikinu. Ég meina, hvað er að?! Ef þetta á að vera eitthvað flott þá er ég alveg greinilega ekki að ná því. Er klárlega ekki á þessari bylgjulengd. Það er ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en þegar maður er að lesa texta og svona orð eru sett inn. Guð minn eini! Er ekki bara hægt að skrifa orðin rétt? Maður spyr sig... Enn eitt búið að bætast á listann yfir það sem Ingibjörg Á að gera og Á EKKI að gera :)

En ég ætla nú ekki að æsa mig upp úr öllu valdi hér svona rétt fyrir svefninn. Dagurinn búinn að vera fínn og kom Heiða og kíkti á okkur mæðgur. Alltaf gaman að fá hana í heimsókn.
Í fyrramálið er svo 8 mánaða skoðunin hjá Ingibjörgu þó hún sé nú orðin 8 og hálfsmánaða! Pirrar mig svakalega að hún skuli ekki fá skoðunina þegar hún var akkúrat 8 mánaða!! Nú riðlast allt kerfið... 9 mánað skoðun - 9 og hálfsmánaða og svo framvegis!! Ohhh...
Ég fer svo í loka augnskoðun á morgun og vænti ég þess að ég útskrifist með láði.

Góða nótt.

þriðjudagur, maí 02, 2006

Andleysi

Eins og ég var nú dugleg að blogga alla síðustu viku þá er ég gjörsamlega andlaus núna! Í alvöru, ég er bara alveg tóm. Þessi dagur hefur eiginlega bara farið í leti hjá okkur mæðgum, sjónvarpsgláp, prjónaskap og að sinna þörfum prinsessunnar.

Nú er ég að byrja á bókinni Drykkja, Ástarsaga eftir Caroline Knapp. Fjallar um alkóhólisma, eða alkúhúúlisti eins og hann Salómon Gústavson sem fór í mediferð í Seaaá, orðaði það. Er að verða búin með allar lánsbækurnar hennar Júlíu þannig að ég þarf að fara að fá annan skammt. Júlía meðtekur þú þessi skilaboð? :)

Prison næst á dagská.

mánudagur, maí 01, 2006

Farin

Mamma og pabbi eru farin. Þau fóru núna í kvöld. Búið að vera voða gaman að hafa þau eins og alltaf. Og alltaf jafn leiðinlegt þegar þau fara. En við hittumst nú aftur eftir 10 daga og þá fyrir norðan. Afi verður áttræður 11. maí og við ætlum öll í bústað í Kjarnaskógi. Líana kemur að utan þannig að það verður örugglega mikið stuð :)

Annars hef ég nú ekki mikið að segja í þetta skiptið... ætla að horfa á Lost og bið ykkur vel að lifa.

Góða nótt.