Hún Elma skrifaði á blogginu sínu um daginn, um póstkortin sem gefin voru út til kynningar á Fjarðabyggð. Er alveg sammála því sem hún segir þar, en það sem stakk mig mest þegar ég fékk þetta í hendurnar er að það er engin mynd frá Neskaupstað. Ég held að þetta sé alveg rétt hjá mér, get ekki séð að nein væri héðan! Er alveg yfir mig hneyksluð. (Leiðréttið mig ef það er vitleysa).
Er búin að panta tíma fyrir Ingibjörgu í klippingu núna á fimmtudaginn. Þá er það í annað sinn sem hún fer í sjöningu. Hún er eiginlega orðin eins og Monsa um hárið, með þvílíkt sítt í hliðunum. Heimir fer líka, hann verður nú að vera eins og maður þegar hann fer til Danaveldis.
O.C. fer að byrja... má ekki missa af því :)