þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Dagurinn í dag

Voðalega er eitthvað vetrarlegt og kuldalegt í dag. Ekta dagur til að vera bara inni og hafa það gott. Við mæðgur erum líka búnar að hafa það ótrúlega gott í dag. Vöknuðum ekki fyrr en kl. hálf 11 í morgun, skelltum okkur þá í sturtu, setti í þvottavél, skúraði íbúðina, skipti á rúminu hennar og er búin að strauja!! Ingibjörg gafst upp í miðjum skúringum og lagði sig í tvo og hálfan tíma. Einnig náði ég að lesa 16 síðna verkefni fyrir Heiðu og svo núna kl. hálf 5 er ég að blogga :) Tel þetta bara nokkuð gott í dag!

Jóhanna og Helgi Gnýr komu í heimsókn í gær. Voða gaman að sjá þau, hef ekki séð Helga Gný í meira en ár, ef það nálgast ekki bara 2 ár! Ingibjörg var voða hrifin af þeim mæðginum og var ekkert að spara brosin :) Þau gáfu henni svaka fínann gallaskokk og bol innan undir, takk fyrir það :)
Við Jóhanna gátum rifjað upp hrifningu hennar á Garðar Thor Cortes. Ég horfði nefnilega á Sjálfstætt fólk á sunnudeginum og það eina sem ég hugsaði um var Jóhanna. Hún sendi honum bréf á sínum tíma (tíma Nonna og Manna semsagt) og fékk tilbaka áritaða mynd af honum sem hún stillti upp í ramma á náttborðinu sínu :) Hún lét nú ekki staðar numið þar, heldur veggfóðraði hún herbergisveggina með plakötum af honum :) Jesús góður það var fyndið. Ég var nú aldrei neitt voða spennt fyrir honum... man ekki hverjum ég var spennt fyrir þarna á þessum tíma... manst þú það Jóhanna? Ætli það hafi ekki bara verið hann Kristján minn!! Það hefur aldrei verið neinn nema hann :)

Reyndar man ég nú eftir að hafa verið voða skotin í honum Eiríki Haukssyni á tímabili, ekki skil ég það nú í dag. Ég rakst fyrir nokkrum árum á hann á Gauknum og þá notaði ég tækifærið og strauk á honum hárið, nokkuð sem mig hafði lengi langað til að gera. Hann tók því nú bara vel. Þarf sennilega ekki að taka það fram (en best að gera það samt) ég var vel við skál :)

Jæja ég æði úr einu yfir í annað hérna... er að hugsa um að fara að skrifa jólakort.

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Helgin

Er búin að vera fín. Við mæðgur erum eiginlega búnar að vera einar, þar sem Heimir fór á rjúpu bæði laugardag og sunnudag. Hafði nú ekki mikið upp úr því... aðeins 3 stk. Mér er nú samt nokk sama þar sem ég borða ekki rjúpur. Finnst þetta hreinasti viðbjóður. En allt í allt eru komnar nógu margar í matinn fyrir hann, mömmu og pabba.
En já, við erum búnar að verja báðum dögunum hjá Gunnu og Sigga. Gunna að æfa sig fyrir prófið sem er svo á morgun. Það hlýtur að ganga vel því hún er nú svo klár í þessu.

Annars er ég nú endanlega búin að skreyta allt hérna hjá okkur :) Setti upp seríurnar á föstudag og í gær, og stillti upp öllum jólasveinum og öðru skrauti. Jólaservétturnar eru meira að segja komnar í servéttubakkann á eldhúsborðinu, þannig að ef þig kíkið í kaffi eða mat til mín, þá fái þið jólaservéttur :) Gaman að fylgjast með Ingibjörgu því hún er alveg agndofa á ljósunum. Verður vonandi jafn mikið jólabarn og mamma hennar :)

Núna sit ég í stofunni með kveikt á fyrsta kertinu í aðventukransinum (spádómskertinu) og er byrjuð að brenna dagatalakertinu. Keypti nefnilega all svaðalegan hlunk, held ég verði að brenna honum allt næsta ár!!

Ingibjörg á þrjár bankabækur (já, já og er ekki nema rétt 3ja mánaða!!) Í Landsbankanum, Sparisjóðnum og í Íslandsbanka. Núna í síðustu viku fékk hún tilkynningu frá Íslandsbanka að hún ætti jóladagatal í bankanum. Og ef maður vill ekki súkkulaði þá er ýmislegt annað í boði. Þetta finnst mér alveg frábært! Ætli hinir bankarnir séu ekki með neitt svona? Mér finnst þetta bara snilld! Að vísu var ég nú búin að kaupa "handa henni" súkkulaðidagatal, en það verður þá bara móðirin sem fær tvöfaldann súkkulaðiskammt á hverjum morgni :) ekki slæmt það! Þarf nú samt að skanna það hvað annað er í boði þarna hjá þeim.


En jæja, ég ætla að halda áfram að horfa á kertin mín og bíð ykkur góðrar nætur.

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Mánuður til jóla

Já og ekki seinna vænna en að fara að skella upp seríunum. Ég ætlaði nú eiginlega að vera búin að því, en ég bæti bara úr því á morgun og um helgina. Er allavegna komin með jóladótið hingað upp svo nú er bara að tæta upp úr kössum :) Og fyrsti í aðventu á sunnudag, þannig að þetta er bara allt að gerast! Ohh svo gaman!! Ætla líka að byrja á jólakortunum um helgina þar sem við fáum myndirnar á morgun. Svakalega spennt að sjá þær allar.
Svo styttist í að við förum austur. Förum sennilega ekki fyrr en 18. þar sem Heimir er að fara út til Englands á námskeið á vegum vinnunnar. Hann fer 12. og kemur 16. tilbaka. Mikið verður nú ljúft að komast heim til mömmu og pabba og halda gleðileg jól :) Ohh hvað ég hlakka til.

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Leikfimi

Þar sem ég er nú heimavinnandi húsmóðir þessa dagana (semsagt "bara" heima :)) þá horfi ég yfirleitt alltaf á Neighbours í hádeginu. Alltaf á eftir þeim er leikfimin hennar Ágústu. Ég fór að velta því fyrir mér hvort það séu einhverjir sem að taka þátt í þessari leikfimi þegar hún er sýnd? Það er svo fyndið að þær sem stjórna þættinum segja yfirleitt, "jæja nú er bara að standa upp úr sófanum og hliðra til í stofunni og taka þátt í þessu með okkur!" Aldrei nokkurn tímann hefur sú löngun skotið niður í mig að rífa mig upp og fara að stunda æfingarnar hérna í stofunni!! ALDREI!

En ég er búin að setja inn nokkrar myndir af dömunni á Barnalandið frá myndatökunni í gær :) svona smá sýnishorn. Að vísu fáum við þær myndir sem við völdum okkur allar í brúntóna lit, ekki í lit eins og myndirnar eru á Barnalandinu. Það var mikið mál að velja myndirnar, ætluðum fyrst að hafa 8 myndir í albúmi en enduðum á að taka 10 myndir. Hefðum alveg getað valið 50 þess vegna :) Hlakka voða til að sjá þær svo fullunnar, í réttum lit og þegar búið er að taka út af myndunum það sem ekki á að vera þar. Þannig að nú er bara að bíða þolinmóð eftir föstudeginum, og það er nú ekki alveg mín sterka hlið, hmmm! :) Get ekki beðið!!

mánudagur, nóvember 21, 2005

Myndatakan

Þá erum við mæðgur komnar heim úr myndatökunni. Þetta var æðislegt í einu orði sagt!! :) Madaman var að vísu ekki upplitsdjörf svona til að byrja með, fílaði það nú ekki að vera rifin úr hverri spjör inn á einhverri ljósmyndastofu. En hún var nú fljót að jafna sig blessunin og þá var bara byrjað að flassa. Hún var nú alveg sátt við það :) Ég var eitthvað að hafa áhyggjur af því ef hún myndi nú pissa svona bleiulaus, en Heiða (ljósmyndarinn) sagði að það væri nú ekkert mál, við myndum bara hafa taubleiu nálægt og svoleiðis. Ættum ekkert að vera að pæla í því. Þetta gekk nú voða vel og mín sprændi ekki neitt... ekki fyrr en móðirin sat með hana :) Þá var verið að taka tásumyndir og vissi ég ekki fyrr en ég fann heita bunu koma niður á lærið á mér :) voða notalegt. Þegar ég stóð svo upp var nákvæmlega eins og ég hafði pissað á mig. Það var því eins gott að bílinn var mjög nálægt svo ég þurfti ekki að labba um allann Fjörðinn pissublaut!
En jesús minn, ég svo hryllilega spennt að sjá myndirnar að ég get ekki beðið! Við fáum diskinn með myndunum af henni núna á eftir og þá veljum við hverjar við viljum í albúm, hver á að fara á jólakort og hverjar við viljum stækkaðar. Við ættum svo að geta fengið þetta allt tilbúið á fimmtudag eða föstudag! :) Þetta kalla ég sko góða þjónustu!! Ohh svo gaman :)

laugardagur, nóvember 19, 2005

Halló Hafnarfjörður

Er að fara með fröken Ingibjörgu í myndatöku á mánudaginn og er alveg gífurlega spennt :) Ákvað að skella henni í myndatöku fyrir jólakortin, þó svo við eigum allt fullt af myndum... langaði bara svo til að hafa þetta voða fínt :) En allavegna, ljósmyndastofan er í Hafnarfirði og þar sem ég rata nú akkúrat ekkert um Fjörðinn (nema til Júlíu Rósar og svo niður í miðbæ) þá bað ég Heimi um að taka rúnt með mig og reyna að finna þetta, svo ég myndi nú ekki eyða öllum mánudeginum í að hringsóla þarna um. Það gekk vel og ætti ég því að geta komið okkur mæðgum á réttann stað... vonandi :)

Annars vorum við mætt í snemmbúinn hádegismat fyrir kl. 11 í morgun til Lilju og Dóra, en Lilja er frænka Heimis. Voða gaman að kíkja til þeirra hjóna.
Þar sem við fórum svo rosalega "snemma" af stað og búin að rúnta um Hafnarfjörðinn, kom fjölskyldan heim og rotaðist í rúminu í tvo klukkutíma. Mig dreymdi að við hefðum verið að borða pizzu og vaknaði svoleiðis glorhungruð að ég rauk í símann og pantaði sko eina ljúfa :) og hún var sko ljúf!

Það voru allir, sem hér voru, ánægðir með úrslitin í Idolinu. Hélt auðvitað með Eskfirðingnum og kaus hann tvisvar :) Það verður svo spennandi að fylgjast með Norðfirðingnum, vonandi kemst hann áfram!


Annars varð ég fyrir miklum vonbrigðum í gærkvöldi þegar ég ætlaði að fara að byrja á Flateyjargátunni. Var búin að gleyma að ég er búin að lesa hana!! Ohh ég varð svo fúl því þetta er góð bók. Á fyrstu síðunum rann það upp fyrir mér að ég hefði lesið hana þegar ég var á Sardiniu... uss og þá varð ég ennþá fúlari því þá lá ég auðvitað á ströndinni í 40 stiga hita með bókina mér í hönd!! Ætla að byrja á Móðir í hjáverkum í kvöld, sem ég fékk líka hjá Júlíu Rós... er með það á hreinu að ég er ekki búin að lesa hana!!

föstudagur, nóvember 18, 2005

3ja mánaða

Ingibjörg Ásdís er þriggja mánaða í dag :) Í gær fórum við í skoðun og í fyrstu sprautuna. Jesús minn, ég hélt ég myndi ekki meika það! Er búin að kvíða fyrir þessu í ca. mánuð og svo hefur kvíðinn farið stigvaxandi eftir því sem nær hefur dregið. En þetta var nú minna mál en ég hélt, að vísu grét hún auðvitað þegar nálinni var stungið á kaf í lærið á henni (okey, svolítið ýkt, en common þetta var nú fyrsta sprautan) en svo var það eiginlega bara búið. Hún virtist ekkert finna meira fyrir þessu, og var bara hin hressasta í allan gærdag og hitalaus, Guði sé lof. Vaknaði svo með bros á vör í morgun :)
Annars er stelpan orðin 63,5 cm og 6,2 kg, búin að lengjast um 2 cm síðan í síðustu skoðun og þyngjast um 580 gr. Hún er yfir meðalkúrfunni og allt voða fínt... stolt móðir semsagt!! :)

Ég fór niður í vinnu í fyrradag, sprengiútsala á Nike vörunum. Og svona ykkur að segja þá er ég búin að kaupa jólagjafir fyrir yngstu kynslóðina (upp að 14 ára) fyrir næstu tvö árin!! Er að segja ykkur það!! Jeramías, ekkert smá ánægð með mig! Heimir á bara ekki til orð yfir þessu líka flotta skipulagi hjá konunni :)

Jóhanna Björg kom og kíkti á okkur mæðgur í gær, voða gaman að sjá hana og hitta almennilega eftir langann tíma.

Kláraði bókina Myndin af pabba, í gærkvöldi. Rosaleg bók í einu orði sagt! Ráðlegg nú Júlíu Rós að reyna að klára hana, en hún gat bara ekki lesið hana. Enda er hún alveg hræðileg á köflum.

En það er Idol í kvöld... Heiða og Símon koma í mat. Ætla að gera svaka góðann kjúklingarétt, einn af mörgum sem ég hef fengið uppskrift af hjá henni Júlíu Dröfn, hún klikkar nú ekki í eldhúsinu!
Góða helgi gott fólk!

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Pennavinir

Þegar ég var yngri átti ég allt fullt af pennavinum. Ég var voða dugleg alltaf að skoða Moggann þar sem fólk sendi inn auglýsingar og óskaði eftir pennavinum. Ég átti pennavini frá mörgum löndum og fannst alveg óskaplega gaman að fá bréf og skrifa bréf.
T.d. skrifaðist ég á við strák frá Ghana. Það endaði að vísu snögglega þegar hann sendi mér bónorð í einu bréfanna, hann vildi endilega komast til Íslands og búa hér. Hann heyrði ekki meira frá mér blessaður!

Einhvern tímann var ég búin að skrifa bréf til manns sem var á Litla Hrauni. Hann auglýsti í Mogganum og mér fannst þetta svo forvitnilegt að ég ákvað að skrifa honum. Ég sá það fyrir mér að þegar við færum keyrandi suður gæti ég komið við á Hrauninu og kíkt á hann. Varð frekar svekkt þegar ég rétti mömmu bréfið til að fara með á pósthúsið og hún neitaði því. Skrítið :)

Einn strákur hefur alltaf haldið sambandi, sent mér jólakort, póstkort og e-mail. Hann heitir Rob og er frá Kent í Englandi. Ég hef nú reyndar verið svolítið löt við að svara honum, en eitthvað var mér hugsað til hans um daginn og svo fékk ég póstkort frá honum núna í vikunni. Er búin að ákveða að senda honum mail.
Ekki nóg með það, heldur er annar pennavinur búinn að hafa samband eftir margra ára hlé. Það er hún Nina sem er frá Serbíu. Það er ca. ár síðan að hún sendi mér bréf og ég sendi henni póstkort þar sem ég gaf henni upp mailið mitt. Viti menn, í fyrradag fékk ég mail frá dömunni. Sniðugt hvað fók poppar svona upp allt í einu... og allir í einu.

En svo til að toppa þetta allt saman, þá fann hún
Svanfríður Eygló mig á vafri sínu á netinu!! Við Eygló (eins og ég kallaði hana alltaf :)) kynntumst í sumarbúðum á Eiðum. Ekki man ég nú hvaða ár það var, en allavegna vorum við saman í herbergi ásamt fleirum. Við urðum strax miklar vinkonur og skrifuðumst á (hún er frá Höfn) og ákváðum svo að fara saman á Eiðar ári seinna. Sem og við gerðum og vorum við aftur saman í herbergi :) Svo héldu auðvitað skriftirnar áfram og þegar við fjölskyldan fórum suðurleiðina í borgina var komið við hjá henni. Einu sinni gaf hún mér heilan stafla af Bravo blöðum, sem var nú algjör veisla í mínum augum :) Man líka að hún kom einu sinni í heimsókn til mín. Nú svo slitnaði upp úr pennaskrifunum eins og gengur og gerist, en nú höfum við fundið hvor aðra að nýju eftir margra ára hlé :) Alveg frábært! Alltaf gaman að endurnýja gamlan vinskap... þótt sá vinskapur hafi aðallega verið í gegnum bréfaskriftir.

Annars er helgin búin að vera fín. Við fórum í mat til Unnars Þórs á föstudagskvöldið. Alltaf jafn góður matur hjá honum, humar í forrétt, skötuselur og kjúklingabringur í aðalrétt og súkkulaðiterta með heitum berjum í eftirrétt :) Hann klikkar ekki drengurinn!
Á laugardaginn fór ég til Guðrúnar í prufu málun, þar sem ég er módelið hennar í dagförðun. Mæti svo kl. hálf tíu í fyrramálið upp í skóla til hennar í æfingu. Veit nú ekki alveg hvernig okkur mæðgum mun ganga að þurfa að vakna svona snemma.
Í dag var okkur svo boðið í kaffi í Hafnarfjörðinn til Júlíu Rósar og fjölskyldu. Hermann töfraði fram svaka góða súkkulaðiköku með jarðarberjum og rjóma :) ekki slæmt það! Voða gaman að koma til þeirra eins og alltaf. Fékk nokkrar bækur lánaðar hjá Júlíu sem ég er búin að bíða eftir að lesa, meðal annars Myndin af Pabba, Saga Thelmu.
En jæja ætli það sé ekki best að drífa sig í bólið og byrja að lesa...
Góða nótt.

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Meira jóla - jóla :)

Ikea ferðin gekk alveg glimrandi vel. Ég var svo léttskýjuð að halda að ég þyrfti ekki körfu, ég ætlaði jú bara að kaupa jólapappír og eitthvað smádót. En nei, ég var ekki hálfnuð með búðina þegar ég var komin með fullar hendur af dóti og gat ekki haldið á meiru, þannig að ég greip körfu á leiðinni :) Lærði af þessu að taka alltaf körfu við innganginn... þó maður ætli sér bara að kaupa eitthvað eitt. Fannst voða gott að fara bara ein, Heimir er lasinn greyið, svo hann var bara heima að "passa" :) Gat því dúllað mér við hvern einasta bás og skoðað hlutina í ró og næði. Þetta er nú ekki beint uppáhalds búðin hans Heimis og hann hefur ekki mikla þolinmæði þarna inni og hvað þá ef Ingibjörg er með, þá sér maður bara reykinn á eftir honum. Má því segja að ég hafi notið mín í botn :)
En meira af jólagjöfum... fór niður í vinnu í dag þar sem ég nánast kláraði, allar jólagjafirnar!! :) Keypti meira að segja 3 jólagjafir fyrir mömmu. Næst á dagskrá er svo að skrifa allt niður sem hver og einn fær, veit ég þarf að bæta einhverju smá við hjá ca. 4 aðilum og kaupa svo þetta sem ég var búin að ákveða handa restinni. Mér líður alveg óskaplega vel yfir því að þetta skuli allt vera að smella hjá mér :) Spurning hvort ég taki tillögu Þóreyjar alvarlega til greina?!?

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Jóla - hvað?!

Svei mér þá, ég er ekki að geta beðið eftir jólunum. Fór í Húsgagnahöllina í dag og keypti mér risastórt rautt dagatalakerti, fjögur kerti í aðventukransinn og svona skraut-dúll fyrir hann, kom svo heim og græjaði kransinn :) setti hann að vísu inn í skáp svo fólk héldi ekki að ég væri alveg gengin af göflunum.
Ég er ca. hálfnuð með jólagjafir, ég var náttúrulega svo séð að ég keypti nokkrar í janúar og svo hefur þetta verið að mjakast. Ég er, að ég held, búin að ákveða restina af gjöfunum og þá er bara að fara af stað og versla þær. Gott að vera tímanleg í þessu. Á morgun ætla ég svo að fara í Ikea, taka loka-jólarúntinn þar. Fór um daginn með mömmu og keypti þá allskonar skraut en á eftir að kaupa pappír og aðeins meira skraut :) Best bara að pakka inn þeim gjöfum sem eru tilbúnar.
Ég er enn að velta fyrir mér jólamyndinni af Ingibjörgu... langar svo með hana á stofu. Sé til með það. Annars er allt ready fyrir jólakortin sem ég skrifa fyrir mömmu, á bara eftir að skrifa þau.
Nú svo eru það skreytingarnar í nýrri íbúð... verð nú að halda uppteknum hætti og vera fyrst í nýju hverfi með seríurnar :) ætli ég skelli þeim ekki upp svona í kringum 20. það er fínn tími, þá er bara vika í aðventuna.
Verst að Ingibjörg fattar þetta ekki, þýðir sjálfsagt lítið fyrir mig að ætla með hana í Smáralindina að hitta jólasveinana, hvað þá að gefa henni í skóinn! Ohhh ég sem er svo spennt fyrir því. Aldrei að vita nema að ég setji bara skóinn víst út í glugga, maður veit jú aldrei...

Ætla að láta þessar jólahugleiðingar duga í bili.
Jólabarnið Úrsúla Manda kveður... Góða nótt.

laugardagur, nóvember 05, 2005

Sjálfsagður hlutur

Ég hef aðeins skroppið ein út eftir að ég átti Ingibjörgu. Og með "ein út" meina ég semsagt að ég hef farið í Kringluna með mömmu, Ikea, Smáralind og svoleiðis, ekki með hana með mér. Ég hef ekki verið lengi í burtu, 2-3 tíma mest, því fæðan hennar fylgir mér víst og þar sem ég er ekki farin að mjólka mig ennþá, þá verður þetta bara að vera svona.
En allavegna. Það eru ótrúleg viðbrögð hjá fólki þegar ég hef hitt það í þessum ferðum mínum. Það reka allir upp stór augu og segja svo með aðdáun: Bíddu er Heimir bara einn heima með stelpuna?? Er Heimir heima að passa?!? Ég ætla ekki að segja ykkur hvað þetta fer í taugarnar á mér. Almáttugur eini, HANN á hana líka!! Það eina sem ég hef framyfir hann er að ég er með fæðuna hennar dinglandi utan á mér!! Ég spurði líka Heimi eftir eina búðarferðina, hvort að fólk spyrði hann að þessu þegar það hitti hann einann... Váá er Úrsúla bara EIN heima með stelpuna?!?! Nú er Úrsúla bara heima að PASSA?!? EN nei það er víst ekki haft orð á því :)
Svona er þetta nú einu sinni, það er bara talinn sjálfsagður hlutur að móðirin sé ALLTAF heima og megi helst ekki víkja spönn frá rassi, meðan að faðirinn er bara að "passa" og það sitt eigið barn! Merkilegt nokk! Hélt samt að þetta væri breytt, eða væri að breytast... breytist kannski bara svona hægt.

En já það var voða gaman að hitta bekkjarsystur mínar í vikunni... við vorum samt ekki margar og ég þurfti að fara snemma því dóttirin kallaði á matinn sinn (og já Heimir var heima að "passa" :)) Mikið er nú samt gaman að hittast svona, alltaf nóg af veitingum og nóg um að tala. Svo er ein ófrísk :) þannig að börnunum er alltaf að fjölga hjá okkur í árgangi ?77.

Föstudagur í gær sem þýddi Heiða, pizza og Idol :) voða gaman. Símon var ekki með í för þar sem hann skellti sér til Köben á Sálina!! Honum verður seint fyrirgefið það af minni hálfu!! Ef þá einhvern tímann... :)
Jæja sú stutta er að rumska, ætlum að skella okkur í rúmleiðangur fyrir dömuna. Það er svo mikill hávaði í vöggunni því hún er farin að hreyfa sig svo mikið, ég er ekki alveg að gúddera það, sérstaklega á nóttunni.
Góða helgi!!

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Kitli, kitl

Þá er komið að þessu blessaða "kitli".

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
-Gifta mig
-Eiga helst tvö börn í viðbót
-Eignast hund
-Mennta mig meira
-Fara aftur til Tulsa í USA þar sem ég bjó
-Ferðast eins mikið og ég get
-Vera sátt við sjálfa mig þegar kemur að kveðjustund

Sjö hlutir sem ég get:
-Eignast barn
-Farið að gráta við minnsta tilefni
-Get prjónað allt sem ég vil
-Get planað og skipulagt langt fram í tímann
-Bakað hinar bestu eplalummur
-Sagt að ég sé Þjóðverji
-Brotið tunguna saman, ekki margir sem geta þetta!

Sjö hlutir sem ég get ekki:
-Pissað standandi.
-Get ekki lært stærðfræði, er með stærðfræðiblindu
-Reykt! Finnst það hreinasti viðbjóður!
-Get ekki sett á mig glimmer, þá finnst mér ég vera skítug
-Séð vel án gleraugnanna
-Skrifað með hægri... ekki séns
-Horft á ló á gólfinu og látið hana eiga sig

Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
-Einlægni
-Hreinskilni
-Gott lundafar
-Augun
-Tennur
-Hendur
-Hæð (maðurinn verður að vera stærri en ég)

Sjö þekktir sem heilla:
-Ben Afflec (ó mæ ó mæ)
-Matthew Fox
-Noah Wyle
-Josh Harnett
-Díana prinsessa
-Julia Roberts
-Kristján "minn" Arason

Sjö orð/setningar sem ég segi oft:
-Ó my God
-Ertu ekki að grínast í mér?
-Já nákvæmlega
-Okey
-Ingibjörg
-Litla stelpan hennar mömmu sinnar :)
-Ástin mín

Sjö hlutir sem ég sé núna:
-Tölvuskjáinn
-Lazy boyinn þar sem Heimir situr
-Sjónvarpið
-Tebollann
-Glimmer seríuna (helv...)
-Prjónadótið
-Ömmustólinn

Þar hafið þið það. Nú næ ég að "kitla" þær sem að "klukkuðu" mig (hvurslags orð eru þetta eiginlega?!) en það eru
Jóhanna og Þórey Kristín, jú ætli það sé svo ekki best að kitla hana Heiðu líka. Hún verður örugglega ekki ánægð :) Verst að sú manneskja sem mig langar einna mest að kitla er ekki með blogg, en það er Júlía Rós... spurning hvort hún sendi mér þetta bara á maili eða skrifi þetta í commentin :)

Já mamma er farin, því miður varð okkur ekki af ósk okkar um að hún yrði veðurteft hérna til jóla :)
Er að fara að hitta stelpurnar í árgangi ´77 í kvöld. Það er orðið svo langt síðan að við hittumst, held það hafði síðast verið í apríl eða maí, þannig að þetta verður ábyggilega skemmtileg kvöldstund.