föstudagur, ágúst 26, 2005

Ferðalag

Þá hefst fyrsta ferðalag litlu fjölskyldunnar á morgun. Erum að fara austur og ætlum að byrja að keyra til Akureyrar, gista í sumarbústað á Svalbarðseyri og keyra svo heim á sunnudag. Hlakka mikið til. Ætlum að stoppa í smá tíma og meðal annars að skíra þann 11. september. Hlakka líka mikið til þess :) sérstaklega þar sem Sr. Svavar ætlar að koma og skíra. Ohhh það verður gaman.

En ég er semsagt búin að pakka þeim feðginum niður í töskur þannig að ég á bara mig eftir. Ætla að fara að drífa þetta af. Aldrei að vita nema ég láti frá mér heyra að austan, en allavegna hafið það gott, og gangið á Guðs vegum.
Kær kveðja Úrsúla Manda

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Jæja

ætli það sé ekki réttast að reyna að blogga eitthvað hérna. Nú er maður svona aðeins farinn að átta sig á hlutunum og breyttum aðstæðum. Sú stutta er vikugömul í dag, búin að vera til í heila viku!! :) Ótrúlegt!
Hef verið að velta því fyrir mér hvort ég ætti að hætta með þetta blogg og vera bara á Barnalandinu. Held samt ekki, það er einhvern veginn allt öðruvísi en þetta hérna... ef þið skiljið hvað ég meina. Veit samt ekki hvort ég verði voða dugleg hér, það kemur bara í ljós.

Annars er verið að fara að endursýna Desperate Housewifes í kvöld. Er búin að vera að bíða eftir þessu síðan þeir byrjuðu held ég, þar sem ég missti nú af byrjuninni. Ég átti örugglega að láta einhvern vita af þessu, hvort það var Sunna?! Nei ég man það ekki. En ég bíð spennt :)

föstudagur, ágúst 19, 2005

Elsku vinir

Ég vil byrja á því að þakka ykkur fyrir allar yndislegu kveðjurnar, hér á blogginu, á Barnalandi og í gegnum símann. Takk fyrir.
Já ég vissi að Júlía Rós myndi standa sig og skella inn fréttunum um leið og ég væri búin að tala við hana :) þúsund þakkir mín kæra.

En eins og hún sagði þá heiðraði litla prinsessan okkur með nærveru sinni klukkan 14:35 í gærdag. Heimir og mamma voru hjá mér allann tímann og hefði ég ekki getað þetta án þeirra, það er alveg víst. Þetta gekk allt saman alveg ágætlega framan af, þrátt fyrir langan tíma, en síðasta korterið var hryllingur, enda ég ekki með nein verkjalyf. En þetta tókst allt saman :) Sagði nú reyndar við Heimi þegar þetta var yfirstaðið að þetta yrði ekki gert aftur í bráð! :) Sjáum svo til með það :) Við fórum svo í Hreiðrið en komum heim í hádeginu í dag. Ég var nú ekkert að ná mér niður eftir þetta allt saman og meðan að þau feðginin lögðu sig eftir allt erfiðið, sat ég hin spenntasta og starði á þetta litla undur :) En hún er búin að vera voða dugleg að taka brjóst og er sogkrafturinn svo mikill að ljósan sagði að það væri allt í lagi að leyfa henni að fá snuð líka sem hún sýgur nú af alefli :) Vonandi að það haldi áfram að ganga svona vel.

Jæja ætli ég hafi þetta ekki bara gott, hugsa að ég skelli inn myndum á Barnalandið á morgun. Enn og aftur þökkum við allar kveðjurnar, hafið það gott og góða nótt

Úrsúla Manda, Heimir Snær og prinsessan :)

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Lítil prinsessa

fæddist í dag 18 ágúst klukkan 14:35. Úrsúla og Heimir fóru uppá Landsspítala klukkan 3 í nótt, klukkan 14:20 þurfti að nota sogklukku til að ná í prinsessuna. Úrsúla hetja fékk engin verkjalyf og síðasta korterið var svakalega erfitt. Litla stelpan er með svart mikið hár, dökkar augabrúnir og blá augu. Ekki var búið að mæla barnið þegar Úrsúla hringdi, móðir og barni heilsast vel :)

Úrsúla var að hafa samband, það er búið að mæla prinsessuna hún er 14 merkur og 51 cm. Foreldrarnir eru komnir í Hreiðrið með litlu stelpuna sína og eru þreytt og sæl.

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Ekkert komið enn...

en það var lítið sofið í nótt vegna reglulegra verkja og svoleiðis er það enn. Hringdi nú niður á fæðingardeild í morgun og ljósan sagði að ég væri velkomin hvenær sem er til að fara þá í mónitor og athuga með þetta allt. Ætla að sjá til með það hvernig ég verð í dag. En annars sagði hún að þetta virtist bara allt vera á góðri leið, tæki bara sinn tíma... Ég er nú samt ekki alveg að nenna þessu ef þetta verður bara svona í allann dag og alla næstu nótt þangað til ég verð sett af stað í fyrramálið!! Vonum bara að þetta fari að komast almennilega í gang svo við verðum bara komin með barnið í hendurnar í kvöld, helst :) já eða í nótt.

Hafið það gott og takk fyrir allar kveðjurnar! Gott að vita að það er verið að hugsa til manns :)

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Jahhaajæja...

VIKA + 5 DAGAR framyfir settan tíma!!!!!!!!! Já já og hér er ég enn. Er nú samt alveg merkilega hress :) Fór í skoðun, mónitor og mat í gær, og mónitor og mat í dag. Ætla nú reyndar ekki að setja hér fréttir um útvíkkun eða annað svoleiðis :) en allavegna var losað um belginn bæði í gær og í dag og er ég búin að vera með ágætis verki í dag. Reyndar sagði læknirinn í morgun að hún skildi ekki alveg af hverju ég væri bara ekki komin í fæðingu miðað við að kollurinn er kominn svo neðarlega og miðað við allt og allt. Nú jæja, ef ekkert verður komið á fimmtudag eigum við að mæta kl. 8:15 og þá verð ég sett af stað. Vinsamlegast hugsið því sterkt til mín og sendið mér góða strauma :)

Heimir minn er kominn í fæðingarorlof, og er alveg yndislegt að hafa hann bara alveg heima. Er semsagt komin með þrjár manneskjur sem stjana í kringum mig og banna mér að gera þetta og hitt :)

Jæja, ég vona að þetta verði bara mitt síðasta blogg í bili og næsta blogg verði í boði Júlíu Rósar... og vonandi bara á morgun :) Sjáum til!

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Ég kann bara ekki við annað en að láta vita af mér :) en það er semsagt ekkert að gerast frekar enn fyrri daginn. Nú förum við í skoðun á morgun og þá á að reyna að losa um belginn, ljósan sagði að oft færi fæðing þá af stað um sólarhring síðar. Veit þó að það gerist nú ekki alltaf.

Er búin að sjá einn ljósan punkt í því að barnið hafi seinkað sér svona og það er að það mun ekki eiga afmæli um verslunarmannahelgina :) er mjög glöð með það.

Annars erum við búin að eta á okkur gat... það var grillað hreindýr, andarbringur og kjúklingabringur og meðlætið eftir því!! Uss uss... er alveg á blístrinu.

Ætla að fara að horfa á Monk, prjóna og hafa það gott.

laugardagur, ágúst 13, 2005

41 vika + 2 dagar

og nú væri ég alveg til í að þessu færi að ljúka!! Svei mér þá... ég er bara ekki að ná þessu!

Fórum í dag á grænmetismarkaðinn í Mosfellsdalnum, voða gaman og skemmtileg stemning þarna. Hann er nú samt miklu minni en ég var búin að ímynda mér, bara 2 blá tjöld og ekkert meira. Það var allt fullt af fólki og gaman að kíkja. Fórum svo líka í Kolaportið, einn af uppáhaldsstöðum hennar móður minnar :) ég hef nú alltaf lúmskt gaman af því að kíkja þarna annað slagið, en Guð góður hvað það er mikið af drasli þarna, alveg ótrúlegt!

Var að bæta inn nýjum bumbumyndum á Barnalandssíðuna, en ég er nú ekkert að nenna að skrifa neitt meira í vefdagbókina fyrr en barnið lætur sjá sig.
Ætla að fara að koma mér vel fyrir framan tv því Monster er að fara að byrja, en mig hefur lengi langað að sjá hana.

Hafið það gott!!

föstudagur, ágúst 12, 2005

Þá er ég búin að redda því...

já, ég fæ hana Júlíu Rós til að skella inn bloggi um leið og ég er búin að eiga :) Þar sem hún er nú ein af topp10 listanum sem fær að vera í beinni. Það þýðir auðvitað að ég þurfti að láta hana hafa passwordið inn á þetta, en ég vona bara að hún notfæri sér það ekkert!! :) Ef hinsvegar það birtist eitthvað skringilegt blogg einn daginn þá er það hún!! :)

Neinei barnið kom ekki í nótt og er ekki enn komið, skil þetta bara ekki. Samt alltaf þessir verkir... Var svo einmitt að spá í að ég veit ekki um neinn sem á afmæli í dag, en á morgun á hann Einar Ágúst frændi minn á hinsvegar afmæli :)

Ætla að fara að horfa á video í góða veðrinu, tolli bara ekki úti á svölum í þessum hita...

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Jæja...

bara svona til að róa ykkur aðeins, eða kannski aðallega þig Þórey mín :) Fór í mónitorinn í dag og þar komu fram reglulegir samdrættir sem eru búnir að halda sér í allan dag. Ljósurnar bjuggust því alveg eins við því að þetta færi nú að fara að koma, en svo veit maður aldrei... (þoli ekki alla þessa óvissu alltaf!! Vil bara fá þetta á hreint!! Hvenær!!??) allavegna þá er ég komin viku framyfir settan tíma og ég væri því meira en til í að þetta færi nú að koma allt saman :)
Já Halldóra, það er spurning með vefcameru... en held samt ekki :) frekar að ég geri eins og Olla segir, staulist í tölvu að þessu loknu :)
Ég læt ykkur vita hvað verður á morgun... nema að ég eigi kannski bara í nótt!! (Bjartsýn... :))

Góða nótt í bili

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

10. ágúst í dag

minn dagur semsagt, en það er nú ekki mikið að gerast. Vaknaði í morgun eitthvað voða lemstruð, svaf ekki vel í nótt vegna tíðra pissuferða og er með einhvern seiðing í mjóbakinu. Arrgghhh en svona er þetta... Ég er því bara heima í dag, ligg uppi í sófa og hef það náðugt.
Skoðunin kom vel út í gær, allt í góðu, blóðþrýstingur og annað. Tók mömmu með og hún er alveg heilluð af Ásu ljósunni :) enda er hún líka algjör draumur! Fékk tíma í mónitor á morgun og svo tíma hjá Ásu aftur mánudaginn 15!! Ætla nú samt rétt að vona að barnið verði komið fyrir þann tíma!! En því hlýtur bara að líða óskaplega vel þarna inni í mallanum á mömmu sinni :) virðist ekkert vera að flýta sér í heiminn og tekur lífinu bara með ró. Alveg jafn rólegt og foreldrarnir :) haha!!

En jæja, ég ætla að fara að horfa á Sex in the City, 4. seríu, sem Júlía Rós lánaði mér og fá mér Sun lolly :) jafnvel tvo!

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Allt í rólegheitunum

hér hjá mér. Hef bara ekkert skrifað því það er búið að vera nóg að gera, mamma og pabbi komu á laugardaginn og við erum búin að vera að snúast með þeim :) aldeilis fínt því mér leiðist þá ekki á daginn þegar Heimir er í vinnunni. En já nú er ég semsagt komin 5 daga framyfir og mér finnst eins og ekkert sé að gerast þarna inni en svo kemur þetta kannski bara allt í einu. Bæði Júlía Rós og Ragnhildur eiga afmæli í dag og veit ég að þær voru báðar að vonast eftir barninu afmælisgjöf :) held nú samt að það komi ekki í dag. En til hamingju með daginn báðar tvær!!

Já ég er nú hálf hissa á því hvað ég er ótrúlega róleg í biðinni, en 10. ágúst er ekki liðinn ennþá og það er sá dagur sem mér hefur þótt hvað líklegastur, spurning hvort ég hafi rétt fyrir mér :) Er að fara í skoðun á eftir og þá verður pantaður tími fyrir mig í monitor á fimmtudag ef þetta verður ekki komið þá. Spurning hvort ég fái þá ljósuna til að hreyfa aðeins við belgnum, spyr hana allavegna að því :)

En bið að heilsa ykkur í bili og hafið það gott!!

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

4. ágúst 2005

TODAY IS THE DAY :) Skrítið að það skuli vera komið að þessum degi, þessi dagsetning er búin að sitja föst í manni í marga mánuði. En það er samt ekkert að gerast í augnablikinu, allt með ró og spekt ennþá. Ef krílið ætlar að verða eitthvað líkt móður sinni þá myndi það nú mæta á staðinn í dag... stundvísin sko - þýsku genin :) En ég held ég haldi nú bara ró minni því 10. ágúst situr enn í mér, þó ég voni nú að það komi fyrr :)

Heiða er á leiðinni til mín og ég er að hugsa um að skella í lummudeig :) jammíí!! Hafið það gott í dag!

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Hér er ég enn...

en við héldum reyndar að það væri að koma að þessu á mánudeginum. Var með verki sem mögnuðust alltaf og urðu verri, Heimir var kominn á skeiðklukkuna og alles og allt að gerast :) En um nóttina datt svo allt í dúnalogn. Þannig að við bíðum bara og reynum að halda ró okkar.

Vaknaði klukkan 4 í nótt og gat bara engan veginn sofnað aftur og hef ekki sofnað síðan!! Merkilegt. En ég dreif mig bara á fætur með Heimi í morgun og var komin til Júlíu Rósar klukkan 9. Ýmislegt sem við brölluðum og meðal annars smellti hún sér í brúðkaupsdressið fyrir mig sem enginn annar er búinn að sjá :) Úhúhú... þvílíkt flott!! Get ekki beðið eftir að sjá myndir þar sem ég missi sennilega af sjálfu brúðkaupinu.
Nú hún hjálpaði mér svo með síðuna á barnalandinu, og nú er ég semsagt búin að setja inn bumbumyndir :) gekk nú bara nokkuð vel hjá mér, hmmm... okkur :)

Ég er komin með nýtt æði... hef verið með Sun Lolly á heilanum síðan að Sunna gaf mér þegar ég kíkti í heimsókn til þeirra. Og við erum ekkert að tala um einn á dag, neinei ég er að borða upp í 5-6 stk á dag!!! Jesús ég get bara ekki hætt. Át alltaf bara með Cola bragði en nú er ég líka farin að borða grænann, sem er champagnesmag, asskoti gott :)

En já... Heiða mín ætlar að kíkja til mín á morgun þar sem þau voru að mæta í bæinn frá Salou. Hef lúmskan grun um að hún lumi jafnvel á einni fingurbjörg eða svo handa mér :)