föstudagur, október 28, 2005

Tíminn líður hratt

á gervihnattaöld, segir í vinsælum dægurlagatexta (og svona byrjaði ég líka útskriftaræðuna mína) og eru þetta orð að sönnu. Enn ein helgin að bresta á og að þessu sinni með snjó og látum. Það þýðir bara það að ég er komin í jólaskap. Við mamma kíktum í Kringluna í gærkvöldi og þar er sko búið að hengja upp inni-jólaskrautið. Ég ætlaði að kaupa jólakort í Hans Petersen, svona til að setja mynd, en nei jólakortin ekki komin!! Ég meina það, það er að koma nóvember. Halló!! Sagði líka við mömmu að ef ég réði þarna ríkjum þá hefðu jólakortin komið í lok ágúst! Jiii ég er svo hneyksluð! En ég keypti allavegna jólasokka á Ingibjörgu til að bæta mér þetta upp, og var hún sko sett í þá í dag :) gasalega fínir, bleikir með snjókarli. Keypti svo að sjálfsögðu nýja diskinn með Sálinni... ohhhohooo hann er góður, enda svosem ekki við öðru að búast frá þeim!!

En já sökum veðurs verður mamma kannski bara föst til jóla :) Þau komu á þriðjudag eftir vel heppnaða ferð til Lanzarote, pabbi fór strax austur en mamma er hjá okkur til sunnudags. Þau eru alveg með það á hreinu að við verðum að fara til Lanzarote eftir tvö ár þegar ég verð 30 (shit ég er að verða gömul) og pabbi 55.
Við fórum með Ingibjörgu í skoðun í gær, og er mín dama orðin 61,5 cm og 5,6 kg!! :) Búin að lengjast um 4 og 1/5 cm og þyngjast um 500 gr á þremur vikum. Svaka dugleg. Enda er hún líka komin með fellingar á litlu, mjúku lærin sín :) bara yndisleg.

Hafið það gott um helgina öllsömul og passið ykkur í veðrinu og umferðinni.

sunnudagur, október 23, 2005

Klukk

Ég var víst klukkuð fyrir löngu af þeim Jóhönnu og Þóreyju. Nú sofa þau feðgin þannig að ég ákvað að nota tækifærið í morgunkyrrðinni og drífa þetta af. Svo vessegú:


1. Ég er einkabarn. Og því verður víst ekki breytt héðan af, þannig að ég verð bara að sætta mig við það. Þegar ég var yngri þá óskaði ég mér alltaf að ég myndi annaðhvort eignast systkini eða hund, ég fékk hvorugt! Hmmm, svo er sagt að einbirni fái alltaf allt sem þau biðja um... ja ekki í þessu tilfelli :)

2. Ég þoli illa allar breytingar. Þær fara í mig. Það fer meira að segja alveg með mig ef mamma og pabbi hafa breytt einhverju í Gauksmýrinni, mér óafvitandi. Og það er ekki eins og ég búi þar lengur. Ég myndi til dæmis aldrei höndla það ef húsið yrði selt. Guði sé lof þá eru þau ekkert á þeim buxunum. Ég vil bara hafa allt eins og það hefur alltaf verið, það á að vera svoleiðis.

3. Ég er stundvís manneskja og vil hafa allt akkúrat. Þoli ekki þegar það á að mæta e-s staðar kl. 9 og fólk er að tínast inn alveg til 10. Fólk á að mæta á réttum tíma! Það þýðir líka ekkert að segja við mig um 3 leytið, ég vil fá að vita nákvæmlega, þýðir það korter í 3 eða korter yfir 3! Ekki góður vísir að ferðalagi ef það er seinkun á flugvellinum, fer alveg í mínar fínustu og skapið verður ekki gott. Það var líka ekki alveg í mínum anda þegar dóttir mín ákvað að fæðast ekki á settum degi heldur bíða aðeins lengur... eða í heilar tvær vikur! :)

4. Ég hata reykingar, svo mikið að það jaðrar við bilun. Ég er svo fanatísk að það er ekki eðlilegt. Það er bannað að reykja inni hjá mér og það er líka bannað að reykja úti á svölum, og það er ekkert grín. Lyktin er viðbjóður, svo ekki sé nú talað um lyktina af fólkinu. (Þórey, ég styð þig af heilum hug!!) Ég kaupi t.d. ekki sígarettur fyrir fólk því ég er svo hrædd um hvað fólk hugsi, því ég veit hvað ég hugsa þegar ég sé fólk vera að versla þetta ógeð.

5. Ég hef alla tíð verið "veik" fyrir frægu fólki. Mér finnst alltaf mjög merkilegt þegar ég sé fræga manneskju og verð að koma því strax til skila að manneskjan sé á staðnum. Það geri ég yfirleitt með vissum augngotum eða jafnvel poti og hvísli, ef manneskjan sem er með mér fattar ekki goturnar. Hef samt aldrei skilið þetta því þekkt fólk er víst ekkert merkilegra en ég og þú. Veit ekki hvort þetta sé af því að ég er utan af landi :)



Þar hafi þið það! Er að sjá það núna, er þetta eitthvað neikvæðnis-klukk? Voða mikið eitthvað "þoli ekki" dót, en jæja það verður þá bara að hafa það :) er samt ekkert neikvæð! Þyrfti kannski að koma með "Ég elska" klukk, en neinei látum þetta duga.

Kominn sunnudagur og við erum að fara í kaffi til Heiðu og Mona í dag. Dagurinn í gær var mjög rólegur, við mæðgur bara tvær heima þar sem Heimir skellti sér á rjúpu. Föstudagskvöldinu eyddi svo Heiða hjá okkur yfir Idoli og pizzu, voða gaman.

Auður og Daði eru búin að skíra, litli drengurinn hlaut hið fallega nafn Dagbjartur. Innilegar hamingjuóskir :)

Mér heyrist einhverjir vera farnir að rumska (Ingibjörg ekki Heimir), þannig að ég læt þetta duga í bili. Njótið dagsins!!

þriðjudagur, október 18, 2005

Helgin var hin besta, mamma kom á laugardaginn og pabbi í gær og núna eru þau farin út. Fengum heimsókn á sunnudeginum, Rut, Óla Steina, Thelma og Ingibjörg komu. Voða gaman, sérstaklega þar sem þær systur rifust um hvor ætti að halda á Ingibjörgu :) En við fórum út að borða á sunnudagskvöldinu og mamma var heima að "passa" :) stelpan sofandi allann tímann :) fórum á Heareford steikhús, alveg rosalega gott. Ummm...

Við mægður kíktum í Kringluna í gær. Best að byrja snemma að venja barnið við. Voða gaman og fyndið að fylgjast með Ingibjörgu. Hún varð bara ein augu og starði agndofa á ljósin :) Varð svo allt í einu alveg búin á því og steinsofnaði... þessi elska.

En jæja ég ætla að fara að byrja á lopapeysunni minni :)

föstudagur, október 14, 2005

Glimmer

Ég þoli ekki glimmer! Það fer í taugarnar á mér hvað það loðir við mann. Veit ekki afhverju, sennilega af því að ég er svo pjöttuð. Þoli bara ekki að hafa þetta á húðinni, finnst ég vera skítug. En hvað er málið með að setja glimmer í öll krem þessa dagana? Ógeðslegt! Og það er ekki einu sinni tekið fram á umbúðunum... Var t.d. að prufa nýtt voða fínt andlitskrem frá Clarins, krema því á mig og svo er mér litið í spegilinn og þá er ég bara öll glitrandi! Hélt ég myndi bilast. Kremið endaði auðvitað í ruslinu!
Svo fann ég á dögunum voða fína seríu sem mamma hefði gefið mér einhvern tímann. Jæja ég tók hana úr plastpokanum sem hún var í og fer að finna henni stað í íbúðinni. Labba með hana um alla íbúð og loksins þegar ég er búin að koma henni fyrir þá tek ég eftir því að hún er öll alsett í glimmeri!! Og það stóruuuuu glimmeri... Arrghh... hélt ég myndi bilast! Þetta var sem sagt búið að dreifast um alla íbúðina! Andskotinn! Skúraði íbúðina tvisvar í gær en það er enn glimmer á gólfinu! Þetta smýgur allstaðar inn og svo sér maður alltaf glampa á þetta helv... Uss, svo sest þetta í sokkana... ætli það endi ekki með því að þvottavélin fyllist af glimmeri!! Úff, ég fæ örugglega martröð í nótt.

Heimir er búinn að laga commentin :) Hafið það gott um helgina.
Sudoku

Já ég er alveg kolfallin fyrir því. Varð strax mjög áhugasöm þegar ég sá kynninguna í Ísland í bítið, sérstaklega þar sem það var tekið fram að maður þyrfti ekki að vera góður í stærðfræði :) Þetta er ekkert smá skemmtilegt. Góð þjálfun fyrir heilann! Ég hef verið að leysa þrautirnar sem koma í blöðunum en svo keypti Heimir bókina handa mér og nú er ég byrjuð á henni :)

En mikið óskaplega er ég nú ánægð með þessar breytingar á síðunni hjá mér :) Það er rétt hjá Þórey, síðan er einhvern veginn "hrein". Fannst vera kominn tími á breytingu en þetta var búið að vera eins síðan í mars 2003, þegar ég byrjaði að blogga. Sigurlaug hjálpaði mér að gera síðuna og ef ég man rétt þá leiðbeindi hún mér í gegnum síma, og vorum við að allt kvöldið :) gaman að því.
Heiða mín ert þú alveg blind eða hvað?!?! Þú ert sko víst á listanum... að vísu ekki undir Heiða "litla" en ef þú vilt það frekar þá get ég bara breytt því :)
Að vísu er eitthvað rugl á commentunum, sömu comment á öllum færslunum, en Heimir ætlar að laga það.

Júlía Rós og Kristjana komu í fyrrakvöld. Kristjana stödd í borginni þannig að þá var auðvitað notað tækifærið. Það var voða gaman hjá okkur, eins og er reyndar alltaf :) alveg yndislegar systur.
Júlía Dröfn og Bryndís Lára komu svo í gær að kíkja á Ingibjörgu og var það skemmtileg heimsókn. Bryndís smá feimin við hana til að byrja með, en var svo farin að strjúka henni þegar á leið :)

Yndislegt að það skuli vera að koma helgi. Mamma er að koma á morgun, frábært :) pabbi kemur á mánudag og svo fara þau út til Lanzarote á þriðjudag. Koma svo viku seinna tilbaka og þá stoppar mamma fram á sunndag. Það verður ljúft :)
Er að fara að setja nýjar myndir inn á Barnalandið.

fimmtudagur, október 13, 2005

Nýtt look

Já hvað segi þið við þessu?!?! Er þetta ekki bara nokkuð flott hjá mér... eða Heimi öllu heldur :) Þessi elska er búin að eyða kvöldinu við þetta dúll fyrir mig. Og ég er nú bara sátt. Bætti við nokkrum bloggurum sem vert er að kíkja á, og svo á ég nú örugglega eitthvað eftir að fínpússa þetta. Læt þetta duga í bili, skrifa meira á morgun.
Góða nótt.

fimmtudagur, október 06, 2005

Íslenski piparsveinninn

Já ég skal segja ykkur... ekki er nú öll vitleysan eins!! Langar mikið að vita hvar í ósköpunum þeir grófu upp þennann kynni?! Ekki að gera sig... Mér fannst þetta svo alltof mikil stæling á amerísku þáttunum, jesús, þeir voru meira að segja með sama kynningarefnið á þættinum (sjávar dæmið)!! Og aumingja Steini (piparsveinninn ef þið fylgist ekki með) hefur sjálfsagt þurft að læra nákvæmlega það sem amerísku piparsveinarnir sögðu hverju sinni! Ohhh þetta var svo hallærislegt, þetta var alveg að fara með mig! :) Hélt ég myndi ekki meika það að horfa á þetta (en trúið mér, ég á eftir að horfa á alla þættina og fylgjast spennt með þessu :)). Er þó mjög stolt af Eskfirðingnum að segja bara NEI!! Gott hjá henni. (Eða eins og Stelpurnar segja: Gott með þig :)). Jiii ég gæti suðað endalaust um þennan þátt en ætla nú samt að halda mig á mottunni og segja þetta gott í bili... eða þangað til næsti þáttur verður :)

Jóhanna farin að biðja um blogg, svona kurteisislega :) En við fjölskyldan komum semsagt heim á miðvikudeginum fyrir viku síðan, gekk allt vel og Ingibjörg virðist kunna einkar vel við sig í bíl, Guði sé lof. Hún þarf að venjast þessu blessunin, en næsti rúntur austur verður tekinn í desember. Stelpan ekki orðin 2ja mánaða og er þegar búin að fara hringinn í kringum landið, það er nú meira en sum borgarbörnin hafa upplifað!! :)
Held að ég nenni ekki að halda úti vefdagbókinni á Barnalandinu, veit að ég á aldrei eftir að skrifa bæði hér og þar. Frekar að ég setji bara fréttir af stelpunni hérna. Verð þó auðvitað með albúmið og skal reyna að vera dugleg að setja inn myndir. (Var einmitt að setja inn í október albúm).

Heimir byrjaði að vinna á mánudaginn. En við mæðgurnar höfum bara spjarað okkur vel, tvær í kotinu. Það gengur voða vel með Ingibjörgu, að vísu hefur maginn eitthvað verið að stríða henni. Hún hefur verið að taka ca. hálftíma rispur á dag þar sem hún er alveg óhuggandi. Þetta byrjaði fyrir 10 dögum síðan eða svo, en svo var allt í lagi með hana bæði í gær og í dag. Vonandi verður þetta ekkert mikið meira, þetta hafi bara verið eitthvað tilfallandi. Það er svo hryllilega erfitt að geta ekkert gert fyrir hana og þurfa bara að hlusta á hana gráta og horfa á krókudílatárin renna niður kinnarnar. Hún róast reyndar þegar maður fer með hana inn á bað og skrúfar frá krananum. Notum það ráð óspart þegar þetta hellist yfir hana. Við megum þó þakka fyrir að þetta er ekki á næturnar, fáum alveg frið þá nema hvað hún vaknar yfirleitt tvisvar til að fá sér að drekka.

En jæja, þetta ætti að duga í bili fyrir ykkur dömur mínar.
Auf Wiederschen.